Túristar tjalda á miðjum vegi Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2016 14:20 Ferðalangarnir gerðu sér lítið fyrir og tjölduðu nánast úti á miðri þjóðbrautinni. Þeir ráku upp stór augu, vegfarendur sem áttu leið um Bröttubrekku árla dags; en þá var bíll þar kyrrstæður og hálfur úti á götu. Þegar ferðalangarnir nálguðust bílinn og fóru að reyna að glöggva sig á því hvernig í pottinn var búið kom í ljós að við hlið bílsins var búið að tjalda. Það fylgir þessari sögu að þar hafi ferðalangarnir verið í fasta svefni. Meðfylgjandi mynd er nú á ferðalagi um Facebook og er talið öruggara að láta það fylgja sögunni að ekki sé um sviðsetta mynd að ræða: Bíllinn og tjaldið eru sem sagt úti á miðjum þjóðvegi. Svo virðist sem hálfgert villta vestur sé ríkjandi í ferðamálum landsmanna. Áætlaður fjöldi ferðamanna í ár er 1,7 milljón manns en þessi furðusaga, ásamt skelfilegum sögum af klósetthallæri um land allt, gefur til kynna að algert stjórnleysi ríki í þessum geira.Margir tjáðu sig um athæfið í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í morgun. Var komið inn á að þarna væru komnir kandídatar til Darwin-verðlaunanna. Verðlaunahafar eru valdir í anda þróunarkenningar Darwins sem fjallar um að aðeins þeir hæfustu lifi af. Þess vegna eru verðlaunin jafnan veitt fólki sem hefur með eigin heimskupörum séð til þess að erfðavísar þeirra berist ekki til næstu kynslóða.Þá eru aðrir sem telja að bíllinn hljóti að hafa bilað á þessum stað og fólkið því brugðið á það ráð að tjalda þarna. Lögreglan á Vesturlandi hafði ekki heyrt af ferðamönnunum og hegðun þeirra þegar fréttastofa hafði samband.Mynd frá lögreglu sem DV birti nú fyrir skömmu.Uppfært 15:15 Á daginn hefur komið að myndin, sem valdið hefur verulegu uppnámi og jafnvel hneykslan á Facebook, er býsna villandi. Knáir rannsóknarblaðamenn DV köfuðu ofan í málið og leitt í ljós að tjaldbúarnir eru ekki úti á miðjum vegi heldur hafa þeir tjaldað í útskoti við veginn. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Lesendur Vísis eru beðnir velvirðingar á því að ekki hafi fyllri upplýsingar legið fyrir þegar fréttin var birt. Hættan sem eðli máls skapast við að tjalda úti á miðjum þjóðvegi er því ekki fyrir hendi, þó tjaldstæðið hljóti að teljast frumlegt eftir sem áður. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Þeir ráku upp stór augu, vegfarendur sem áttu leið um Bröttubrekku árla dags; en þá var bíll þar kyrrstæður og hálfur úti á götu. Þegar ferðalangarnir nálguðust bílinn og fóru að reyna að glöggva sig á því hvernig í pottinn var búið kom í ljós að við hlið bílsins var búið að tjalda. Það fylgir þessari sögu að þar hafi ferðalangarnir verið í fasta svefni. Meðfylgjandi mynd er nú á ferðalagi um Facebook og er talið öruggara að láta það fylgja sögunni að ekki sé um sviðsetta mynd að ræða: Bíllinn og tjaldið eru sem sagt úti á miðjum þjóðvegi. Svo virðist sem hálfgert villta vestur sé ríkjandi í ferðamálum landsmanna. Áætlaður fjöldi ferðamanna í ár er 1,7 milljón manns en þessi furðusaga, ásamt skelfilegum sögum af klósetthallæri um land allt, gefur til kynna að algert stjórnleysi ríki í þessum geira.Margir tjáðu sig um athæfið í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í morgun. Var komið inn á að þarna væru komnir kandídatar til Darwin-verðlaunanna. Verðlaunahafar eru valdir í anda þróunarkenningar Darwins sem fjallar um að aðeins þeir hæfustu lifi af. Þess vegna eru verðlaunin jafnan veitt fólki sem hefur með eigin heimskupörum séð til þess að erfðavísar þeirra berist ekki til næstu kynslóða.Þá eru aðrir sem telja að bíllinn hljóti að hafa bilað á þessum stað og fólkið því brugðið á það ráð að tjalda þarna. Lögreglan á Vesturlandi hafði ekki heyrt af ferðamönnunum og hegðun þeirra þegar fréttastofa hafði samband.Mynd frá lögreglu sem DV birti nú fyrir skömmu.Uppfært 15:15 Á daginn hefur komið að myndin, sem valdið hefur verulegu uppnámi og jafnvel hneykslan á Facebook, er býsna villandi. Knáir rannsóknarblaðamenn DV köfuðu ofan í málið og leitt í ljós að tjaldbúarnir eru ekki úti á miðjum vegi heldur hafa þeir tjaldað í útskoti við veginn. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Lesendur Vísis eru beðnir velvirðingar á því að ekki hafi fyllri upplýsingar legið fyrir þegar fréttin var birt. Hættan sem eðli máls skapast við að tjalda úti á miðjum þjóðvegi er því ekki fyrir hendi, þó tjaldstæðið hljóti að teljast frumlegt eftir sem áður.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Túristi gripinn með buxurnar á hælunum Fólk á landsbyggðinni sér fyrir sér að vaða mannaskít í sumar hvert sem það fer. 31. maí 2016 15:34