Gróði ríkisins gæti orðið 160 milljarðar Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. júní 2016 07:00 Höfundar nýrrar skýrslu um bein áhrif falls bankanna á fjárhag ríkisins, Hersir Sigurgeirsson og Ásgeir Jónsson. vísir/Vilhelm Endurheimtur ríkissjóðs af hruni bankakerfisins 2008 eru mun meiri en beinn kostnaður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Ásgeir Jónsson hagfræðingur og Hersir Sigurgeirsson fjármálastærðfræðingur hafa unnið fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Endurheimtur ríkisins eru sagðar nema 55,3 til 76 milljörðum króna, eftir því hvort horft er til endurheimta sem hluta af vergri landsframleiðslu (2,6 prósent) eða krónutöluuppgjörs hvers árs miðað við verð í árslok 2015. Á verðlagi hvers árs er ábati ríkisins hins vegar sagður 286 milljarðar króna. „Með endurheimtum af fjármögnun viðskiptabankanna, sérstökum sköttum á slitabúin og stöðugleikaframlögum slitabúanna hefur ríkissjóður því heimt til baka, og gott betur, allan þann beina kostnað sem féll á hann vegna lánveitinga Seðlabankans og lánamála ríkisins, ríkisábyrgða og falls sparisjóðanna,“ segir í skýrslunni. Hrunið falli því í flokk með bankakrísunum í Brasilíu, Úkraínu og Svíþjóð á árunum 1988 til 1991 sem ein af þeim krísum sem ríkissjóður hafi borið hvað minnstan hreinan kostnað af.Í skýrslunni er ekki tekið tillit til mögulegs ábata Seðlabanka Íslands vegna fyrirhugaðs gjaldeyrisútboðs á aflandskrónum 16.?júní næstkomandi, enda sé alls óvíst hversu mikil þátttaka verði í því. „En ef allri snjóhengjunni, 320 milljörðum króna, verður skipt fyrir evrur verður gengið í viðskiptunum 190 krónur og mun hagnaður Seðlabankans þá nema um 84 milljörðum króna miðað við opinbert gengi evru,“ segir þar. Gangi það eftir er hagnaður ríkisins kominn upp í 160 milljarða króna. Um leið er bent á að í versta falli verði engin þátttaka, en þá leiti 320 milljarðar króna í innstæðubréf Seðlabankans sem beri 0,5 prósenta vexti. Þeir séu 5,25 prósentum lægri en á bundnum innstæðum í Seðlabanka og því megi líta svo á að á meðan spari Seðlabankinn sér um 17 milljarða í árlegar vaxtagreiðslur af snjóhengjunni. Vegna óvissunnar er hugsanlegur ábati af útboðinu sagður látinn liggja á milli hluta. „Meginmarkmið útboðsins er heldur alls ekki að afla tekna heldur að þurrka út eftirstöðvar af vaxtamunarviðskiptum fyrir hrun með því að eyða aflandskrónum úr íslensku fjármálakerfi,“ segir jafnframt í skýrslunni.Óbeinn kostnaður ekki með Sleginn er sá varnagli í nýrri skýrslu Ásgeirs Jónssonar og Hersis Sigurgeirssonar um kostnað ríkisins af falli bankanna að einungis sé reynt að meta beinan kostnað og ávinning. „Ekki er hins vegar tekið tillit til óbeins kostnaðar, svo sem vegna tapaðra skatttekna og aukinna almennra ríkisútgjalda vegna þess skarpa efnahagssamdráttar sem sigldi í kjölfar hrunsins.“ Sagt er ljóst að ákaflega erfitt sé að festa hendur nákvæmlega á því hvað telst raunverulega vera óbeinn kostnaður vegna falls bankanna – enda sé niðurstaða fjárlaga hvort tveggja í senn, afleiðing af pólitískum ákvörðum á Alþingi sem og árferði í efnahagsmálum. „Þannig eru tilraunir til þess að meta óbeinan kostnað ríkissjóðs að miklu leyti ágiskanir um hvað hefði gerst og hvað ekki, hefði hrunið ekki orðið. Skal öðrum fróðari rannsakendum látið það verkefni eftir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Endurheimtur ríkissjóðs af hruni bankakerfisins 2008 eru mun meiri en beinn kostnaður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Ásgeir Jónsson hagfræðingur og Hersir Sigurgeirsson fjármálastærðfræðingur hafa unnið fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Endurheimtur ríkisins eru sagðar nema 55,3 til 76 milljörðum króna, eftir því hvort horft er til endurheimta sem hluta af vergri landsframleiðslu (2,6 prósent) eða krónutöluuppgjörs hvers árs miðað við verð í árslok 2015. Á verðlagi hvers árs er ábati ríkisins hins vegar sagður 286 milljarðar króna. „Með endurheimtum af fjármögnun viðskiptabankanna, sérstökum sköttum á slitabúin og stöðugleikaframlögum slitabúanna hefur ríkissjóður því heimt til baka, og gott betur, allan þann beina kostnað sem féll á hann vegna lánveitinga Seðlabankans og lánamála ríkisins, ríkisábyrgða og falls sparisjóðanna,“ segir í skýrslunni. Hrunið falli því í flokk með bankakrísunum í Brasilíu, Úkraínu og Svíþjóð á árunum 1988 til 1991 sem ein af þeim krísum sem ríkissjóður hafi borið hvað minnstan hreinan kostnað af.Í skýrslunni er ekki tekið tillit til mögulegs ábata Seðlabanka Íslands vegna fyrirhugaðs gjaldeyrisútboðs á aflandskrónum 16.?júní næstkomandi, enda sé alls óvíst hversu mikil þátttaka verði í því. „En ef allri snjóhengjunni, 320 milljörðum króna, verður skipt fyrir evrur verður gengið í viðskiptunum 190 krónur og mun hagnaður Seðlabankans þá nema um 84 milljörðum króna miðað við opinbert gengi evru,“ segir þar. Gangi það eftir er hagnaður ríkisins kominn upp í 160 milljarða króna. Um leið er bent á að í versta falli verði engin þátttaka, en þá leiti 320 milljarðar króna í innstæðubréf Seðlabankans sem beri 0,5 prósenta vexti. Þeir séu 5,25 prósentum lægri en á bundnum innstæðum í Seðlabanka og því megi líta svo á að á meðan spari Seðlabankinn sér um 17 milljarða í árlegar vaxtagreiðslur af snjóhengjunni. Vegna óvissunnar er hugsanlegur ábati af útboðinu sagður látinn liggja á milli hluta. „Meginmarkmið útboðsins er heldur alls ekki að afla tekna heldur að þurrka út eftirstöðvar af vaxtamunarviðskiptum fyrir hrun með því að eyða aflandskrónum úr íslensku fjármálakerfi,“ segir jafnframt í skýrslunni.Óbeinn kostnaður ekki með Sleginn er sá varnagli í nýrri skýrslu Ásgeirs Jónssonar og Hersis Sigurgeirssonar um kostnað ríkisins af falli bankanna að einungis sé reynt að meta beinan kostnað og ávinning. „Ekki er hins vegar tekið tillit til óbeins kostnaðar, svo sem vegna tapaðra skatttekna og aukinna almennra ríkisútgjalda vegna þess skarpa efnahagssamdráttar sem sigldi í kjölfar hrunsins.“ Sagt er ljóst að ákaflega erfitt sé að festa hendur nákvæmlega á því hvað telst raunverulega vera óbeinn kostnaður vegna falls bankanna – enda sé niðurstaða fjárlaga hvort tveggja í senn, afleiðing af pólitískum ákvörðum á Alþingi sem og árferði í efnahagsmálum. „Þannig eru tilraunir til þess að meta óbeinan kostnað ríkissjóðs að miklu leyti ágiskanir um hvað hefði gerst og hvað ekki, hefði hrunið ekki orðið. Skal öðrum fróðari rannsakendum látið það verkefni eftir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira