Keppnirnar verða 21, tímabilið hefst í Ástraliu en lýkur í Abú Dabí þann 27. nóvember. Sumarfríið í ár verður á milli þýska kappakstursins sem fer fram þann 31. júlí og þess belgíska en föstudagsæfingar í Belgíu hefjast 26. ágúst.
Keppnirnar verða í beinni á sportrásum Stöðvar 2. Vísir mun einnig fylgjast náið með framvindu tímabilsins.
Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt keppnisdagatal sem sýnir dagsetningar allra keppna og brautirnar sjálfar.