Ríkið getur fengið yfir hundrað milljarða í arð Ingvar Haraldsson skrifar 16. mars 2016 11:00 Hagnaður bankanna þriggja var 106,8 milljarðar á síðasta ári. Þetta er mesti hagnaður á einu ári frá hruni. Svigrúm er til að greiða allt að 120 milljarða króna í arð út úr viðskiptabönkunum þremur. Þar af er svigrúm til að greiða allt að 110 milljarða út úr ríkisbönkunum, Íslandsbanka og Landsbankanum. Þetta kom fram í máli Hrafns Steinarssonar, sérfræðings hjá Greiningardeild Arion banka, á kynningu á nýrri efnahagsspá bankans í gær. „Stöðugleikaframlög slitabúanna breyta töluverðu fyrir ríkið og þar vegur þungt eignarhlutur ríkisins í bönkunum og þær arðgreiðslur sem renna til ríkisins,“ segir Hrafn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði við Vísi í gær að hann vilji draga úr stærð bankakerfisins áður en farið verði að selja hluti úr ríkisbönkunum. Þá hafi arður ríkisins af bönkunum verið meiri en búist hafi verið við. Hrafn segist þó ekki eiga von á því að allt svigrúmið verði nýtt til að greiða arð á þessu ári.Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka.Samanlagt eigið fé bankanna þriggja var 669 milljarðar í árslok. Hrafn bendir á að svigrúmið hjá Landsbankanum og Íslandsbanka sé meira en hjá Arion banka þar sem eiginfjárhlutfall þeirra sé ríflega 30 prósent en 24,2 prósent í tilfelli Arion banka. „Aftur á móti þarf að horfa líka til lausafjárhlutfalls þegar er verið að meta arðgreiðslugetu bankanna,“ segir Hrafn. Ef miðað sé við að greiddur verði arður þannig að eiginfjárhlutfall bankanna lækki í 23 prósent geti Landsbankinn greitt út um 60 milljarða í arð og Íslandsbanki um 50 milljarða en Arion banki um 10 milljarða að sögn Hrafns, en 23 prósenta eiginfjárhlutfall sé dæmi um heppilegt eiginfjárhlutfall til lengri tíma. Til stendur að Landsbankinn greiði 28,5 milljarða í arð og Íslandsbanki 10,3 milljarða í arð á þessu ári. Þannig muni tæplega fjörutíu milljarðar króna renna til ríkisins. Með þessu móti sé ríkið þegar búið að fá meirihlutann af þeim 71 milljarði sem gert var ráð fyrir í fjárlögum að fengist fyrir sölu á 31,2 prósenta hlut í Landsbankanum. Tengdar fréttir Högnuðust um 106,8 milljarða Viðskiptabankarnir þrír högnuðust verulega á síðasta ári, hagnaðurinn jókst hjá öllum nema Íslandsbanka. 26. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Svigrúm er til að greiða allt að 120 milljarða króna í arð út úr viðskiptabönkunum þremur. Þar af er svigrúm til að greiða allt að 110 milljarða út úr ríkisbönkunum, Íslandsbanka og Landsbankanum. Þetta kom fram í máli Hrafns Steinarssonar, sérfræðings hjá Greiningardeild Arion banka, á kynningu á nýrri efnahagsspá bankans í gær. „Stöðugleikaframlög slitabúanna breyta töluverðu fyrir ríkið og þar vegur þungt eignarhlutur ríkisins í bönkunum og þær arðgreiðslur sem renna til ríkisins,“ segir Hrafn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði við Vísi í gær að hann vilji draga úr stærð bankakerfisins áður en farið verði að selja hluti úr ríkisbönkunum. Þá hafi arður ríkisins af bönkunum verið meiri en búist hafi verið við. Hrafn segist þó ekki eiga von á því að allt svigrúmið verði nýtt til að greiða arð á þessu ári.Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka.Samanlagt eigið fé bankanna þriggja var 669 milljarðar í árslok. Hrafn bendir á að svigrúmið hjá Landsbankanum og Íslandsbanka sé meira en hjá Arion banka þar sem eiginfjárhlutfall þeirra sé ríflega 30 prósent en 24,2 prósent í tilfelli Arion banka. „Aftur á móti þarf að horfa líka til lausafjárhlutfalls þegar er verið að meta arðgreiðslugetu bankanna,“ segir Hrafn. Ef miðað sé við að greiddur verði arður þannig að eiginfjárhlutfall bankanna lækki í 23 prósent geti Landsbankinn greitt út um 60 milljarða í arð og Íslandsbanki um 50 milljarða en Arion banki um 10 milljarða að sögn Hrafns, en 23 prósenta eiginfjárhlutfall sé dæmi um heppilegt eiginfjárhlutfall til lengri tíma. Til stendur að Landsbankinn greiði 28,5 milljarða í arð og Íslandsbanki 10,3 milljarða í arð á þessu ári. Þannig muni tæplega fjörutíu milljarðar króna renna til ríkisins. Með þessu móti sé ríkið þegar búið að fá meirihlutann af þeim 71 milljarði sem gert var ráð fyrir í fjárlögum að fengist fyrir sölu á 31,2 prósenta hlut í Landsbankanum.
Tengdar fréttir Högnuðust um 106,8 milljarða Viðskiptabankarnir þrír högnuðust verulega á síðasta ári, hagnaðurinn jókst hjá öllum nema Íslandsbanka. 26. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Högnuðust um 106,8 milljarða Viðskiptabankarnir þrír högnuðust verulega á síðasta ári, hagnaðurinn jókst hjá öllum nema Íslandsbanka. 26. febrúar 2016 07:00