Tekist á um félag Önnu Sigurlaugar á þingi: „Það er allt rangt við þetta mál“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2016 16:46 Björn Valur gagnrýndi forsætisráðherrahjónin á þingi í dag. vísir Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, fór hörðum orðum um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu hans, vegna frétta um félag Önnu Sigurlaugar sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum og heldur utan um fjölskylduarf hennar. Komið hefur í ljós að félagið á kröfur upp á hálfan milljarð í slitabú föllnu bankanna. „Nú er komið í ljós að forsætisráðherrahjónin eru í gegnum peningafélag sitt skráð á Tortóla meðal kröfuhafa í alla íslensku bankana upp á mörg hundruð milljónir króna. Á meðan íslenskur almenningur, fjölskyldur og heimili, þurftu í gegnum hrunið og í kjölfar þess að berjast frá degi til dags til að halda heimili sínu gangandi innan gjaldeyrishafta og fallinnar krónu og reyna að standa í skilum með skuldbindingar sínar voru forsætisráðherrahjónin að höndla með fjölskylduauðinn í erlendum skattaskjólum,“ sagði Björn Valur á Alþingi í dag.Félag Önnu Sigurlaugar lýsti kröfum upp á um hálfan milljarð í slitabú föllnu bankanna.vísirSagði Sigmund Davíð einn af kröfuhöfum bankanna Þá gerði hann að umtalsefni orð Sigmundar Davíðs á seinasta kjörtímabili og sagði hann ítrekað hafi krafist þess úr ræðustól Alþingis að fá að vita hverjir væru raunverulegir eigendur bankanna, það er kröfuhafar þeirra. Nú væri komið í ljós að hann sjálfur hafi verið einn af þeim. „Þetta setur slagorð Framsóknarflokksins um heimilin í landinu í allt annan og óskemmtilegri búning en hingað til. Það er allt rangt við þetta mál, virðulegi forseti, og það stenst á engan hátt réttmætar lágmarkskröfur sem gerðar eru til stjórnmálamanna,“ sagði Björn Valur. Þá fór hann fram á það að þingfundi yrði frestað og að forsætisráðherra yrði gert kleift að útskýra mál sín fyrir Alþingi.Vildi að Björn Valur bæðist afsökunar á orðum sínum Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og 2. varaforseti Alþingis, gaf lítið fyrir orð Björns Vals: „Ég ætla að hefja mál mitt á því að frábiðja mér málflutning eins og þann sem háttvirtur þingmaður Björn Valur Gíslason býður okkur upp á. Þar held ég að botninum hafi verið náð og finnst ekki ólíklegt að menn sem komnir eru á þennan stað á botninum eigi erfitt með að finna viðspyrnu til að koma sér upp. Það er algjörlega óboðlegt að vera með svona málflutning. Öll málefni þeirra ágætu hjóna eru uppi á borðinu, allir skattar hafa verið greiddir og hér er ekki verið að fela neitt,“ sagði Þórunn. Þá krafðist hún þess að Björn Valur myndi biðjast afsökunar en skemmst er frá því að segja að það gerði þingmaðurinn ekki.Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsinsVísir/StefánEiga fjármál maka þingmanna ekki að vera í hagsmunaskráningu? Björn Valur og Þórunn tóku til máls undir liðnum störf þingsins en nokkrir þingmenn tóku skiptust svo á skoðunum um málið undir liðnum fundarstjórn forseta. Svandís Svavarsdóttir, samflokkskona Björns Vals, sagði að umræðan sem vakin væri á málinu af hálfu þingmannsins væri ekki úr lausu lofti gripin. „Það kemur fram yfirlýsing frá eiginkonu hæstvirts forsætisráðherra um fjárhagsmál hennar, sem sannarlega eru hennar, en þeirri umræðu fylgir að Jóhannes nokkur, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sjái um samskipti við fjölmiðla hvað það mál varðar hér eftir. Þannig að það að tengja þetta mál stöðu forsætisráðherra og hagsmunum hans og hagsmunaskráningu er ákvörðun sem þau hafa tekið sjálf. Þess vegna er fullkomlega eðlilegt að við ræðum það hér hvort ekki sé réttast — við erum nú hér í dag að ræða siðareglur — að hagsmunaskráning þegar um er að ræða svo ríka fjárhagslega hagsmuni innan heimilis,“ sagði Svandís. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, blandaði sér í umræðuna og vakti meðal annars athygli á því að í hagsmunaskráningu Alþingis væri kveðið mjög skýrt á um að upplýsingar um fjármál maka þingmanna eiga ekki erindi þar. „Það hefur svo sem oft verið rætt hvort hafa eigi upplýsingar um maka þingmanna í hagsmunaskráningu Alþingis, en niðurstaðan verið sú að svo ætti ekki að vera og forseti hefur stutt þá niðurstöðu,“ sagði Einar. Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, fór hörðum orðum um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu hans, vegna frétta um félag Önnu Sigurlaugar sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum og heldur utan um fjölskylduarf hennar. Komið hefur í ljós að félagið á kröfur upp á hálfan milljarð í slitabú föllnu bankanna. „Nú er komið í ljós að forsætisráðherrahjónin eru í gegnum peningafélag sitt skráð á Tortóla meðal kröfuhafa í alla íslensku bankana upp á mörg hundruð milljónir króna. Á meðan íslenskur almenningur, fjölskyldur og heimili, þurftu í gegnum hrunið og í kjölfar þess að berjast frá degi til dags til að halda heimili sínu gangandi innan gjaldeyrishafta og fallinnar krónu og reyna að standa í skilum með skuldbindingar sínar voru forsætisráðherrahjónin að höndla með fjölskylduauðinn í erlendum skattaskjólum,“ sagði Björn Valur á Alþingi í dag.Félag Önnu Sigurlaugar lýsti kröfum upp á um hálfan milljarð í slitabú föllnu bankanna.vísirSagði Sigmund Davíð einn af kröfuhöfum bankanna Þá gerði hann að umtalsefni orð Sigmundar Davíðs á seinasta kjörtímabili og sagði hann ítrekað hafi krafist þess úr ræðustól Alþingis að fá að vita hverjir væru raunverulegir eigendur bankanna, það er kröfuhafar þeirra. Nú væri komið í ljós að hann sjálfur hafi verið einn af þeim. „Þetta setur slagorð Framsóknarflokksins um heimilin í landinu í allt annan og óskemmtilegri búning en hingað til. Það er allt rangt við þetta mál, virðulegi forseti, og það stenst á engan hátt réttmætar lágmarkskröfur sem gerðar eru til stjórnmálamanna,“ sagði Björn Valur. Þá fór hann fram á það að þingfundi yrði frestað og að forsætisráðherra yrði gert kleift að útskýra mál sín fyrir Alþingi.Vildi að Björn Valur bæðist afsökunar á orðum sínum Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og 2. varaforseti Alþingis, gaf lítið fyrir orð Björns Vals: „Ég ætla að hefja mál mitt á því að frábiðja mér málflutning eins og þann sem háttvirtur þingmaður Björn Valur Gíslason býður okkur upp á. Þar held ég að botninum hafi verið náð og finnst ekki ólíklegt að menn sem komnir eru á þennan stað á botninum eigi erfitt með að finna viðspyrnu til að koma sér upp. Það er algjörlega óboðlegt að vera með svona málflutning. Öll málefni þeirra ágætu hjóna eru uppi á borðinu, allir skattar hafa verið greiddir og hér er ekki verið að fela neitt,“ sagði Þórunn. Þá krafðist hún þess að Björn Valur myndi biðjast afsökunar en skemmst er frá því að segja að það gerði þingmaðurinn ekki.Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsinsVísir/StefánEiga fjármál maka þingmanna ekki að vera í hagsmunaskráningu? Björn Valur og Þórunn tóku til máls undir liðnum störf þingsins en nokkrir þingmenn tóku skiptust svo á skoðunum um málið undir liðnum fundarstjórn forseta. Svandís Svavarsdóttir, samflokkskona Björns Vals, sagði að umræðan sem vakin væri á málinu af hálfu þingmannsins væri ekki úr lausu lofti gripin. „Það kemur fram yfirlýsing frá eiginkonu hæstvirts forsætisráðherra um fjárhagsmál hennar, sem sannarlega eru hennar, en þeirri umræðu fylgir að Jóhannes nokkur, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sjái um samskipti við fjölmiðla hvað það mál varðar hér eftir. Þannig að það að tengja þetta mál stöðu forsætisráðherra og hagsmunum hans og hagsmunaskráningu er ákvörðun sem þau hafa tekið sjálf. Þess vegna er fullkomlega eðlilegt að við ræðum það hér hvort ekki sé réttast — við erum nú hér í dag að ræða siðareglur — að hagsmunaskráning þegar um er að ræða svo ríka fjárhagslega hagsmuni innan heimilis,“ sagði Svandís. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, blandaði sér í umræðuna og vakti meðal annars athygli á því að í hagsmunaskráningu Alþingis væri kveðið mjög skýrt á um að upplýsingar um fjármál maka þingmanna eiga ekki erindi þar. „Það hefur svo sem oft verið rætt hvort hafa eigi upplýsingar um maka þingmanna í hagsmunaskráningu Alþingis, en niðurstaðan verið sú að svo ætti ekki að vera og forseti hefur stutt þá niðurstöðu,“ sagði Einar.
Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48