Innlent

Mjög erfiðar aðstæður í Gunnólfsvíkurfjalli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gunnólfsvíkurfjall er á Langanesi á Norðausturlandi.
Gunnólfsvíkurfjall er á Langanesi á Norðausturlandi. Kort/Loftmyndir.is
Aðstæður á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi þar sem maður er í sjálfheldu við fossinn míganda eru mjög erfiðar vegna myrkurs og snarbrattra hlíða fjallsins samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Þórshöfn.

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á svæðinu á tíunda tímanum í kvöld en ekki var hægt að bjarga manninum með henni. Aðeins er hægt að komast að honum fótgangandi og það gengur því hægt að bjarga honum vegna erfiðra aðstæðna í fjallinu. Um fjörutíu björgunarsveitarmenn koma að björguninni.

Að sögn lögreglunnar er þokkalegt veður á svæðinu. Þá er maðurinn ekki slasaður og eru björgunaraðilar í góðu sambandi við hann. Hvenær björgunarfólk kemst hins vegar að honum er erfitt að segja til um.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×