Aron kominn aftur í bandaríska landsliðið eftir fjórtán mánaða fjarveru Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. nóvember 2016 09:45 Aron aftur kominn í rautt, hvítt og blátt. vísir/getty Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen, er kominn aftur í bandaríska landsliðið eftir fjórtán mánaða fjarveru en hann var í gærkvöldi kallaður í hópinn sem mætir Mexíkó og Kosta Ríka á næstu dögum í fyrstu umferð lokastigs undankeppni HM 2018 í norður og Mið-Ameríku. Aron hefur ekki verið í landsliðshópi Bandaríkjananna síðan hann kom af bekknum í 4-1 tapi liðsins gegn Brasilíu 8. september 2015. Hann meiddist skömmu eftir það og var frá í rétt tæpt ár eða þar til hann sneri aftur í september. Hann skoraði sitt fyrsta mark í ellefu mánuði fyrir Brimarborgarliðið í Íslendingaslag gegn Alfreð Finnbogasyni og félögum í Augsburg og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann var gráti næst að sjá boltann aftur í netinu eftir að vera svona lengi frá.NEWS: The 26-man #USMNT roster for #USAvMEX and #USAvCRC #WCQ matches: https://t.co/Y8gI1KEVuz pic.twitter.com/J80eaxk1cK— U.S. Soccer (@ussoccer) November 6, 2016 Aron sagði í sama viðtali að hann vonaðist til að vera valinn í landsliðshópinn fyrir vináttuleikina gegn Kúbu og Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði en svo var ekki. Hann er aftur á móti einn af fjórum framherjum sem voru valdi fyrir þessa stórleiki gegn tveimur af bestu liðum álfunnar. Þrátt fyrir að vera svona lengi frá óttaðist Aron aldrei um landsliðssæti sitt. Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, gerði allt hvað hann gat að koma Aroni aftur í stand en hann hjálpaði Íslendingnum í gegnum meiðslin eins og Aron sagði sjálfur frá. Aron er eins og þrír aðrir framherjar í bandaríska hópnum ansi reynslulitlir í undankeppni HM en þar á hann aðeins að baki þrjá leiki og eitt mark. Jordan Morris á að baki þrjá leiki og ekkert mark en Bobby Wood, leikmaður Hamburg hefur skorað tvö mörk í sex leikjum í undankeppni HM fyrir bandaríska landsliðið. Aðalmaðurinn í framlínu Bandaríkjanna er sem fyrr Jozy Altidore en hann á að baki 31 leik og 16 mörk í undankeppni HM fyrir bandaríska landsliðið. Fótbolti Tengdar fréttir Flóttamaðurinn sem er nú byrjunarliðsmaður í þýsku úrvalsdeildinni Ousman Manneh hélt Aroni Jóhannssyni á bekknum hjá Werder Bremen um síðustu helgi. 28. október 2016 13:52 Vill vita hversu mikið Aron og „útlendingarnir“ elska Bandaríkin Markahæsti leikmaður í sögu bandarísku landsliðanna í fótbolta er ekki hrifinn af stefnu Jürgens Klinsmanns. 12. október 2016 09:45 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira
Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen, er kominn aftur í bandaríska landsliðið eftir fjórtán mánaða fjarveru en hann var í gærkvöldi kallaður í hópinn sem mætir Mexíkó og Kosta Ríka á næstu dögum í fyrstu umferð lokastigs undankeppni HM 2018 í norður og Mið-Ameríku. Aron hefur ekki verið í landsliðshópi Bandaríkjananna síðan hann kom af bekknum í 4-1 tapi liðsins gegn Brasilíu 8. september 2015. Hann meiddist skömmu eftir það og var frá í rétt tæpt ár eða þar til hann sneri aftur í september. Hann skoraði sitt fyrsta mark í ellefu mánuði fyrir Brimarborgarliðið í Íslendingaslag gegn Alfreð Finnbogasyni og félögum í Augsburg og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann var gráti næst að sjá boltann aftur í netinu eftir að vera svona lengi frá.NEWS: The 26-man #USMNT roster for #USAvMEX and #USAvCRC #WCQ matches: https://t.co/Y8gI1KEVuz pic.twitter.com/J80eaxk1cK— U.S. Soccer (@ussoccer) November 6, 2016 Aron sagði í sama viðtali að hann vonaðist til að vera valinn í landsliðshópinn fyrir vináttuleikina gegn Kúbu og Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði en svo var ekki. Hann er aftur á móti einn af fjórum framherjum sem voru valdi fyrir þessa stórleiki gegn tveimur af bestu liðum álfunnar. Þrátt fyrir að vera svona lengi frá óttaðist Aron aldrei um landsliðssæti sitt. Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, gerði allt hvað hann gat að koma Aroni aftur í stand en hann hjálpaði Íslendingnum í gegnum meiðslin eins og Aron sagði sjálfur frá. Aron er eins og þrír aðrir framherjar í bandaríska hópnum ansi reynslulitlir í undankeppni HM en þar á hann aðeins að baki þrjá leiki og eitt mark. Jordan Morris á að baki þrjá leiki og ekkert mark en Bobby Wood, leikmaður Hamburg hefur skorað tvö mörk í sex leikjum í undankeppni HM fyrir bandaríska landsliðið. Aðalmaðurinn í framlínu Bandaríkjanna er sem fyrr Jozy Altidore en hann á að baki 31 leik og 16 mörk í undankeppni HM fyrir bandaríska landsliðið.
Fótbolti Tengdar fréttir Flóttamaðurinn sem er nú byrjunarliðsmaður í þýsku úrvalsdeildinni Ousman Manneh hélt Aroni Jóhannssyni á bekknum hjá Werder Bremen um síðustu helgi. 28. október 2016 13:52 Vill vita hversu mikið Aron og „útlendingarnir“ elska Bandaríkin Markahæsti leikmaður í sögu bandarísku landsliðanna í fótbolta er ekki hrifinn af stefnu Jürgens Klinsmanns. 12. október 2016 09:45 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira
Flóttamaðurinn sem er nú byrjunarliðsmaður í þýsku úrvalsdeildinni Ousman Manneh hélt Aroni Jóhannssyni á bekknum hjá Werder Bremen um síðustu helgi. 28. október 2016 13:52
Vill vita hversu mikið Aron og „útlendingarnir“ elska Bandaríkin Markahæsti leikmaður í sögu bandarísku landsliðanna í fótbolta er ekki hrifinn af stefnu Jürgens Klinsmanns. 12. október 2016 09:45