Barnalegar NBA-stjörnur fengu báðir tæknivillu á sama tíma | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2016 23:30 DeMarcus Cousins og Rajon Rondo rífast mikið við dómara og oft í einum kór. Vísir/Getty DeMarcus Cousins og Rajon Rondo eru liðsfélagar hjá Sacramento Kings í NBA-deildinni í körfubolta og þeir eru báðir afar hæfileikaríkir körfuboltamenn. Cousins og Rondo eru samt duglegri að komast í fréttirnar fyrir látalæti sín og vandræði inná sem utan vallar en fyrir að vinna saman körfuboltaleiki. Gott dæmi um það var í blálokin á leik þeirra á móti Washington Wizards í nótt en Kings-liðið var þá fjórtán stigum yfir þegar aðeins sex sekúndur voru eftir af leiknum. DeMarcus Cousins og Rajon Rondo fengu þá báðir tæknivillu á sama tíma í stað þess að leyfa tímanum að renna út og fagna góðum sigri. Þeir mótmæltu þá dómi með því að klappa kaldhæðnislega fyrir dómaranum Marc Davis um leið og þeir gengu í átt að honum. Dómarinn sem heitir Marc Davis hikaði ekki og gaf þeim báðum tæknivillu. Þær voru afdrifaríkar þótt að þær breyttu engu um úrslit leiksins. Þetta var önnur tæknivilla Rajon Rondo í leiknum og hann var því rekinn út úr húsi. Þetta var síðan sextánda tæknivillan á DeMarcus Cousins á tímabilinu sem þýðir að hann er á leið í leikbann. DeMarcus Cousins og Rajon Rondo höfðu enga ástæðu til að láta svona enda búnir að vinna leikinn og skila flottum tölum. DeMarcus Cousins var með 29 stig, 10 fráköst, 5 stolna bolta og 4 varin skot en Rajon Rondo skoraði 15 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 4 boltum. Þeir voru tveir stigahæstu mennirnir í flottum sigri en enduðu leikinn engu að síður í fýlu og örugglega með óbragð í munninum.Kings' Rajon Rondo & DeMarcus Cousins get technical fouls for the simultaneous sarcastic clap at referee Marc Davis pic.twitter.com/osfOheS7Qg— Ben Golliver (@BenGolliver) March 31, 2016 NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
DeMarcus Cousins og Rajon Rondo eru liðsfélagar hjá Sacramento Kings í NBA-deildinni í körfubolta og þeir eru báðir afar hæfileikaríkir körfuboltamenn. Cousins og Rondo eru samt duglegri að komast í fréttirnar fyrir látalæti sín og vandræði inná sem utan vallar en fyrir að vinna saman körfuboltaleiki. Gott dæmi um það var í blálokin á leik þeirra á móti Washington Wizards í nótt en Kings-liðið var þá fjórtán stigum yfir þegar aðeins sex sekúndur voru eftir af leiknum. DeMarcus Cousins og Rajon Rondo fengu þá báðir tæknivillu á sama tíma í stað þess að leyfa tímanum að renna út og fagna góðum sigri. Þeir mótmæltu þá dómi með því að klappa kaldhæðnislega fyrir dómaranum Marc Davis um leið og þeir gengu í átt að honum. Dómarinn sem heitir Marc Davis hikaði ekki og gaf þeim báðum tæknivillu. Þær voru afdrifaríkar þótt að þær breyttu engu um úrslit leiksins. Þetta var önnur tæknivilla Rajon Rondo í leiknum og hann var því rekinn út úr húsi. Þetta var síðan sextánda tæknivillan á DeMarcus Cousins á tímabilinu sem þýðir að hann er á leið í leikbann. DeMarcus Cousins og Rajon Rondo höfðu enga ástæðu til að láta svona enda búnir að vinna leikinn og skila flottum tölum. DeMarcus Cousins var með 29 stig, 10 fráköst, 5 stolna bolta og 4 varin skot en Rajon Rondo skoraði 15 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 4 boltum. Þeir voru tveir stigahæstu mennirnir í flottum sigri en enduðu leikinn engu að síður í fýlu og örugglega með óbragð í munninum.Kings' Rajon Rondo & DeMarcus Cousins get technical fouls for the simultaneous sarcastic clap at referee Marc Davis pic.twitter.com/osfOheS7Qg— Ben Golliver (@BenGolliver) March 31, 2016
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira