Lífið

Níu ára stúlka rústaði sérsveitamannaprófi - Myndbönd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Milla er mögnuð stúlka.
Milla er mögnuð stúlka. vísir
Milla Star Bizzotto er enginn venjuleg stelpa sem fór í gegnum ótrúlega erfiða þraut fyrr í mánuðinum.

Bizzotto er frá Miami í Bandaríkjunum og tók hún þátt í BattleFrog’s 24-hour Xtreme keppninni sem er aðeins ætluð fyrir fullorðið fólk í mjög góðu formi. Þrautin er notuð fyrir próf sem meðlimir sérsveitar sjóhers Bandaríkjanna eru látnir þreyta.

Meðal þess sem þátttakendur þurfa að gera er að hlaupa átta kílómetra þar sem 25 erfiðar hindranir eru á leið þeirra. Einnig þurfa þeir að synda alls um 48 kílómetra. Keppendur hafa 24 klukkustundir til að klára þrautina. 

Milla komst í gegnum þetta allt saman og var hún eini keppandinn sem var undir 18 ára að aldri.

„Mig langar ekkert að vera spila tölvuleiki heima eða leika mér á svifbretti. Mér finnst ekki gaman að gera hluti sem gerir lífið auðveldara,“ segir Milla í samtali við Miami Herald.

Hún fór í gegnum þrautina með föður sínum Christian Bizzotto en hún hefur áður tekið þátt í samskonar keppnum með honum. Forsvarsmenn BattleFrog leyfðu henni að taka þátt í keppninni svo lengi sem faðir hennar væri alltaf við hliðina á henni, allan tímann.

Til að undirbúa sig fyrir keppnina æfði Milla fimm daga vikunnar í þrjár klukkustundir í senn í marga mánuði.

Hér að neðan má sjá myndir úr keppninni sem og myndbönd. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×