Forsætisráðherra sest með Kára Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar 31. mars 2016 10:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ætlar að setjast niður með Kára Stefánssyni. Heilbrigðiskerfið verður eflaust til umræðu þar. Eitt af því sem ráðherrann getur áorkað strax er að vinna í að hans flokkur greiði atkvæði gegn breytingum á áfengislöggjöfinni. Kári tók nýlega undir andmæli allra fagstétta sem vinna að menntun og velferð barna varðandi breytingar á áfengislöggjöfinni. Þegar Kári stofnaði Velferðarsjóð íslenskra barna árið 2000 var full þörf á að hlúa betur að börnum á Íslandi. Sjóðurinn hefur frá stofnun styrkt um meira en 800 milljónir króna margvísleg verkefni sem hlúa að velferð og geðheilbrigði barna. Enn er aðkallandi að sinna geðheilbrigðismálum barna betur, eins og langir biðlistar segja til um. Nú hefur allsherjar- og menntamálanefnd samþykkt frumvarpið um breytt fyrirkomulag á sölu áfengis. Í samþykkt nefndarinnar kemur fram að heimilisofbeldi muni aukast með breyttu fyrirkomulagi á sölu áfengis. Undirritaður veit ekki til þess að slík samþykkt máls með yfirlýsingu um afleiðingar samþykktar hafi átt sér stað áður á alþingi eða í þingum landa sem við berum okkur saman við. Heimilisofbeldi hefur margvíslegar alvarlegar afleiðingar, ekki síðst á geðheilbrigði barna. Í miklum meirihluta tilfella eru börn og barnshafandi konur fórnarlömb. Eitt mikilvægasta viðfangsefni samfélagsins er að efla geðheilbrigði barna. Það er málefni sem stofnanir samfélagsins sem fjalla um heilsu og almannaheill eru einhuga um. Allar fagstéttir sem vinna að menntunar- og velferðarmálum hafa bent á skaðann sem aukið aðgengi að áfengi veldur. Samtök foreldrafélaga og samtök barna og ungmenna eru í hópi þeirra sem eru andvíg sölu áfengis í matvöruverslunum. Meira en 70 prósent kvenna eru samkvæmt könnun Fréttablaðsins andvíg því að selja áfengi í verslunum. Eitt helsta þrekvirki velferðarkerfisins er árangurinn sem náðst hefur í jafnrétti kynjanna en með því að fara gegn vilja kvenna og barna í þessu máli er stigið risaskref afturábak í jafnréttismálum. Hér er um að tefla stærra mál en svo að það snúist bara um hver fær að selja hvað. Aðgerða er þörf og flokkur ráðherrans dugar til að fella frumvarpið. Í leiðinni að tryggja að heilbrigðiskerfið veiti fjármagn til geðheilbrigðisþjónustu, frekar en vinnu vegna afleiðingar aukinnar áfengisneyslu. Hvort ætlar forsætisráðherra Íslands að standa með þjóðinni eða forsvarsmönnum verslunarinnar í þessu mikilvæga máli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Grétar Gunnarsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ætlar að setjast niður með Kára Stefánssyni. Heilbrigðiskerfið verður eflaust til umræðu þar. Eitt af því sem ráðherrann getur áorkað strax er að vinna í að hans flokkur greiði atkvæði gegn breytingum á áfengislöggjöfinni. Kári tók nýlega undir andmæli allra fagstétta sem vinna að menntun og velferð barna varðandi breytingar á áfengislöggjöfinni. Þegar Kári stofnaði Velferðarsjóð íslenskra barna árið 2000 var full þörf á að hlúa betur að börnum á Íslandi. Sjóðurinn hefur frá stofnun styrkt um meira en 800 milljónir króna margvísleg verkefni sem hlúa að velferð og geðheilbrigði barna. Enn er aðkallandi að sinna geðheilbrigðismálum barna betur, eins og langir biðlistar segja til um. Nú hefur allsherjar- og menntamálanefnd samþykkt frumvarpið um breytt fyrirkomulag á sölu áfengis. Í samþykkt nefndarinnar kemur fram að heimilisofbeldi muni aukast með breyttu fyrirkomulagi á sölu áfengis. Undirritaður veit ekki til þess að slík samþykkt máls með yfirlýsingu um afleiðingar samþykktar hafi átt sér stað áður á alþingi eða í þingum landa sem við berum okkur saman við. Heimilisofbeldi hefur margvíslegar alvarlegar afleiðingar, ekki síðst á geðheilbrigði barna. Í miklum meirihluta tilfella eru börn og barnshafandi konur fórnarlömb. Eitt mikilvægasta viðfangsefni samfélagsins er að efla geðheilbrigði barna. Það er málefni sem stofnanir samfélagsins sem fjalla um heilsu og almannaheill eru einhuga um. Allar fagstéttir sem vinna að menntunar- og velferðarmálum hafa bent á skaðann sem aukið aðgengi að áfengi veldur. Samtök foreldrafélaga og samtök barna og ungmenna eru í hópi þeirra sem eru andvíg sölu áfengis í matvöruverslunum. Meira en 70 prósent kvenna eru samkvæmt könnun Fréttablaðsins andvíg því að selja áfengi í verslunum. Eitt helsta þrekvirki velferðarkerfisins er árangurinn sem náðst hefur í jafnrétti kynjanna en með því að fara gegn vilja kvenna og barna í þessu máli er stigið risaskref afturábak í jafnréttismálum. Hér er um að tefla stærra mál en svo að það snúist bara um hver fær að selja hvað. Aðgerða er þörf og flokkur ráðherrans dugar til að fella frumvarpið. Í leiðinni að tryggja að heilbrigðiskerfið veiti fjármagn til geðheilbrigðisþjónustu, frekar en vinnu vegna afleiðingar aukinnar áfengisneyslu. Hvort ætlar forsætisráðherra Íslands að standa með þjóðinni eða forsvarsmönnum verslunarinnar í þessu mikilvæga máli?
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun