Viðskipti innlent

Vinna að mikilli stækkun Kringlusvæðisins

Samúel Karl Ólason skrifar
Til stendur að reisa umfangsmiklar viðbyggingar og hús við Kringluna samkvæmt þessum teikningum frá Reitum. Hönnun og skipulag er þó á frumstigi.
Til stendur að reisa umfangsmiklar viðbyggingar og hús við Kringluna samkvæmt þessum teikningum frá Reitum. Hönnun og skipulag er þó á frumstigi. Mynd/Reitir
Til stendur að reisa umfangsmiklar viðbyggingar og hús við Kringluna. Fasteignafélagið Reitir vilja reisa þar hótel, íbúðir og atvinnuhúsnæði. Um er að ræða þreföldun á stærð húsnæðisins.

Það mun þó taka nokkur ár að koma verkefninu af stað.

Guðjón segir það hafa legið fyrir að Kringlan 1, þar sem Morgunblaðið var áður til húsa, sé á óheppilegum stað á lóðinni og þurfi að víkja á einhverjum tímapunkti.Mynd/Reitir
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir að um langtímaverkefni sé að reiða. Það muni taka nokkur ár í skipulagsferli og hönnun. Þar að auki megi gera ráð fyrir að framkvæmdum verði skipt upp í áfanga.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að að viðbyggingin verði um 100 þúsund fermetrar. Nú sé Kringlan rúmir 50 þúsund fermetrar. Þá sé gert fyrir niðurrifi húsa á svæðinu.

Guðjón segir það hafa legið fyrir að Kringlan 1, þar sem Morgunblaðið var áður til húsa, sé á óheppilegum stað á lóðinni og þurfi að víkja á einhverjum tímapunkti. Hann segir þó að húsinu verði haldið í vinnu eins lengi og kostur er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×