Viðskipti innlent

56 milljónum lýst í eignalaust bú Lindu P

ingvar haraldsson skrifar
Linda Pétursdóttir rak Baðhúsið sem fór í þrot. Linda vildi meina að leigusalinn Reginn hefði ekki staðið við sitt.
Linda Pétursdóttir rak Baðhúsið sem fór í þrot. Linda vildi meina að leigusalinn Reginn hefði ekki staðið við sitt. Vísir
Kröfum í þrotabú Lindu Pétursdóttur nema 56 milljónum króna að því er haft eftir skiptastjóra búsins á Mbl.is. Engar eignir hafi fundist upp í kröfur í búinu.

Þar af sé stærsta krafan frá fasteignafélaginu Regin upp á 23 milljónir króna.

Linda var lýst gjaldþrota þann 12. nóvember. Skiptafundur fer fram 4. apríl og þá er stefnt að því að ljúka skiptum búsins að sögn skiptastjóra.

Tekist á um gjaldþrot Baðhússins

Baðhúsið, sem Linda rak lokaði í desember 2014 og var í kjölfarið lýst gjaldþrota. Ekkert fékkst upp í 180 milljón króna kröfur við skipti búsins.

Linda vildi meina að Reginn ætti talsverðan þátt í gjaldþroti Baðhússins: „ófullnægjandi húsnæði sem afhent var of seint og á allt of löngum tíma og sífelldar truflanir af hálfu iðnaðarmanna með hamra, borvélar og stórvirkar vinnuvélar sem skapa alls ekki andrúmsloft afslöppunar og dekurdaga sem eiga að einkenna stað eins og Baðhúsið. Þetta og margt fleira gerði það að verkum að rekstur Baðhússins gekk ekki upp á nýjum stað í Smáralind. Ég reyndi samningaleið fram á síðustu stundu en í morgun varð mér ljóst að Baðhúsið var komið á endastöð.“

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, hafnaði hins vegar ásökunum Lindu og sagði fyrirtækið hafa staðið við gerða samninga.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×