
„Þannig að hagnaðurinn í Danmörku og Noregi er byggður á tryggingarekstrinum, en á Íslandi á ávöxtun fjármuna. Við teljum að þetta geti breyst á Íslandi. Menn verða að ná betri tökum á tryggingarekstrinum, þú getur ekki treyst á þessa ávöxtun. Ef vaxtastig á Íslandi lækkar einhvern tímann þá verður erfiðara fyrir tryggingafélög að reka sig.“
Hrannar segir að á undanförnum árum hafi arðsemi tryggingafélaga verið eðlileg, út af fjárfestingartækifærum. „Hún er í takt við þá kröfu sem fjárfestar gera á sitt fé sem þeir leggja inn í fyrirtækið,“ segir Hrannar.
„Arðgreiðslurnar sem ákvarðaðar voru í byrjun árs, sem eru eina leiðin fyrir hluthafa að fá ávöxtun á sínu fé, voru ekki of háar út frá viðskiptalegum forsendum. Við ætlum ekki að leggja mat á það hvað fólki finnst og hvað sé rétt eða rangt pólitískt. En hreint og klárt viðskiptalega, þegar ekki er búið að greiða út arð í langan tíma og peningurinn er búinn að safnast upp inni í félaginu, þá geturðu tekið ákvörðun um að annaðhvort greiða arðinn út til eigenda eða til tryggingahafa,“ segir Hrannar Hólm. saeunn@frettabladid.is