Þungur baggi á heimilunum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 31. mars 2016 07:00 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra boðar breytingar. ASÍ segir þörf á róttækum breytingum til að leiðrétta ójafnræði sem er á milli sjúklingahópa. Visir/GVA Fyrirkomulag gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu veldur ójafnræði milli sjúklingahópa, er niðurstaða nýrrar skýrslu Alþýðusambands Íslands um kostnað sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Í skýrslunni kemur fram að kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast og að í dag standi heimilin undir um 20% af öllum heilbrigðisútgjöldum með beinni greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Með auknum beinum útgjöldum sjúklinga segir ASÍ fylgja þá hættu að kostnaður verði hindrun á aðgengi að nauðsynlegri þjónustu fyrir ákveðna hópa sem auki misskiptingu, bæði fjárhagslega, félagslega og heilsufarslega. Kostnaður einstaklinga ráðist að verulegu leyti af því hvers konar þjónustu eða meðferð þeir þurfi og hvert þeir geti sótt hana. Þrjú prósent Íslendinga sækja sér ekki nauðsynlega þjónustu vegna kostnaðar samanborið við hálft prósent íbúa í nágrannalöndunum. Gagnrýnt er að sjálfsábyrgð sjúkratryggðra einstaklinga geti verið há sem birtist í því að ekkert þak sé á heildarkostnaði sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins. Þannig geti alvarlega veikir einstaklingar þurft að greiða hundruð þúsunda úr eigin vasa. Margir langveikir hafi fastan heilbrigðiskostnað sem sé verulegur hluti af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum þeirra. Nefnd eru raunveruleg dæmi í skýrslunni um kostnað sjúklinga.ASÍ segir nauðsynlegt að boðað greiðsluþátttökukerfi taki á ójafnræði innan íslensks heilbrigðiskerfis. Horfa þurfi með heildstæðum hætti á allan kostnað sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins hvort sem hann er tilkominn vegna læknisþjónustu, lyfja, rannsókna, þjálfunar, endurhæfingar eða annarra þátta. Mikilvægt sé að setja hámark á kostnaðarþátttöku sjúklinga og að það hámark verði ekki fjármagnað með tilfærslu á kostnaði frá þeim sem greiða háan heilbrigðiskostnað til þeirra sem þurfa sjaldan á heilbrigðisþjónustu að halda. Til lengri tíma skuli líta til þess að þjónustan verði gjaldfrjáls. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mun á næstunni leggja fram frumvarp sem boðar breytingar á kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Frumvarpið sagði hann í umræðuþætti um heilbrigðismál á RÚV ganga út á að jafna kostnaðarbyrði sjúklinga. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Fyrirkomulag gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu veldur ójafnræði milli sjúklingahópa, er niðurstaða nýrrar skýrslu Alþýðusambands Íslands um kostnað sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Í skýrslunni kemur fram að kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast og að í dag standi heimilin undir um 20% af öllum heilbrigðisútgjöldum með beinni greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Með auknum beinum útgjöldum sjúklinga segir ASÍ fylgja þá hættu að kostnaður verði hindrun á aðgengi að nauðsynlegri þjónustu fyrir ákveðna hópa sem auki misskiptingu, bæði fjárhagslega, félagslega og heilsufarslega. Kostnaður einstaklinga ráðist að verulegu leyti af því hvers konar þjónustu eða meðferð þeir þurfi og hvert þeir geti sótt hana. Þrjú prósent Íslendinga sækja sér ekki nauðsynlega þjónustu vegna kostnaðar samanborið við hálft prósent íbúa í nágrannalöndunum. Gagnrýnt er að sjálfsábyrgð sjúkratryggðra einstaklinga geti verið há sem birtist í því að ekkert þak sé á heildarkostnaði sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins. Þannig geti alvarlega veikir einstaklingar þurft að greiða hundruð þúsunda úr eigin vasa. Margir langveikir hafi fastan heilbrigðiskostnað sem sé verulegur hluti af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum þeirra. Nefnd eru raunveruleg dæmi í skýrslunni um kostnað sjúklinga.ASÍ segir nauðsynlegt að boðað greiðsluþátttökukerfi taki á ójafnræði innan íslensks heilbrigðiskerfis. Horfa þurfi með heildstæðum hætti á allan kostnað sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins hvort sem hann er tilkominn vegna læknisþjónustu, lyfja, rannsókna, þjálfunar, endurhæfingar eða annarra þátta. Mikilvægt sé að setja hámark á kostnaðarþátttöku sjúklinga og að það hámark verði ekki fjármagnað með tilfærslu á kostnaði frá þeim sem greiða háan heilbrigðiskostnað til þeirra sem þurfa sjaldan á heilbrigðisþjónustu að halda. Til lengri tíma skuli líta til þess að þjónustan verði gjaldfrjáls. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mun á næstunni leggja fram frumvarp sem boðar breytingar á kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Frumvarpið sagði hann í umræðuþætti um heilbrigðismál á RÚV ganga út á að jafna kostnaðarbyrði sjúklinga. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira