Tvær íbúðir í sömu blokk óíbúðarhæfar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. mars 2016 07:00 Leigufélagið leigir út 700 íbúðir til nemenda Keilis. Orðrómur hefur verið um myglusvepp í íbúðunum en framkvæmdastjóri Ásabyggðar segir það ekki eiga við rök að styðjast. Visir/Heiða Fyrir tæpu hálfu ári féll dómur í héraðsdómi í máli leigjenda á Ásbrú gegn leigusala vegna myglusvepps í íbúðinni sem heilbrigðiseftirlitið og aðrir fagaðilar höfðu greint, svo sem dómskvaddir matsmenn. Leigufélaginu var gert skylt að endurgreiða leiguna á tímabilinu og borga hreinsun á búslóð fjölskyldunnar, þar sem félagið hafi verið upplýst um rakaskemmdirnar án þess að bregðast við. Leigufélagið hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar og leigjendurnir gagnáfrýjuðu enda vilja þeir fá búslóðina að fullu bætta þar sem þeir telja ekki hægt að hreinsa sveppagró úr húsgögnum. Leigusalar hafa haldið því fram að rakaskemmdir megi rekja til slæmrar umgengni leigjenda. Nú hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja dæmt aðra íbúð í sama stigagangi óíbúðarhæfa vegna rakaskemmda. Fjölskyldan sem bjó í íbúðinni flutti út fyrir þremur vikum en hefur farið á milli lækna undanfarið ár vegna stanslausra veikinda og slens.Dóttir Elvu svaf alltaf í vagni upp við vegginn þar sem svartmygla fannst. Hún var kvefuð, þurr í kinnum, bólgin og með roða í húð vegna myglunnar.„Þriggja ára sonur minn hefur gjörbreyst. Hann var alltaf veikur, vældi og fór inn í skel sína þegar hann hitti ókunnuga. Nú hleypur hann kátur í fangið á gestum sem koma til okkar,“ segir Elva Dögg Sigurðardóttir, sem bjó í íbúðinni ásamt manni sínum og tveimur börnum. Eftir mikið ráðaleysi vegna veikinda fjölskyldumeðlima bað Elva fulltrúa frá leigufélaginu að skoða skemmd á útvegg því hana var farið að gruna að um myglusveppaveikindi væri að ræða. „Sá sem kom að skoða sagði rakaskemmdina ekki vera neitt. Að þetta væri bara loftbóla en kíttaði samt til öryggis að utan.“ Elva tók þá málið í eigin hendur og lét taka sýni til að senda til greiningar á Náttúrufræðistofnun Íslands. Þá kom í ljós að svartmygla var í veggnum og lifandi mítlar. Einnig mældist mikill raki í veggjum í svefnherbergjum. Þá flutti fjölskyldan út og lét heilbrigðiseftirlitið vita. Strax örfáum dögum eftir flutningana gjörbreyttist líðan barnanna. Þau eru ekki lengur með kvef, útbrot og bólgur. „Við höfum heyrt af mörgum hér á Ásbrú sem hafa grun um að myglusveppur sé í íbúðunum en þeir flýja út því þeir fá engin svör eða skoðun frá leigufélaginu,“ segir Elva. „Nú erum við með vottorð frá heilbrigðiseftirlitinu þannig að félagið leyfir sér varla að leigja út okkar íbúð aftur án þess að bregðast við.“Elva Dögg SigurðardóttirIngvi Jónasson, framkvæmdastjóri leigufélagsins Ásabyggð, segir að að sjálfsögðu verði brugðist við skemmd í íbúðinni. Þarna sé um leka í glugga að ræða sem lítið mál sé að laga. „Eins og í öllum húsum getur þetta komið fyrir. Við vissum ekki af þessum leka en öll hús geta lekið og það mun taka tvo til þrjá tíma að laga þetta.“ Ingvi segir engan myglufaraldur vera í íbúðum á Ásbrú og þvertekur fyrir að kvartað sé yfir óvenju miklum rakaskemmdum. Hann bendir á að 700 íbúðir séu til leigu á svæðinu og eðlilegt að ýmis mál komi upp þar sem þörf sé á viðhaldi. Hann segir að ekki verði athugað sérstaklega með myglusvepp í öðrum íbúðum stigagangsins enda liggi ekki fyrir að um slíkt vandamál sé að ræða og ekki samhengi á milli þessara tveggja tilvika. „Þarna er um tvö ólík mál að ræða. Í öðru tilfellinu er leki sem gert verður við og í hinu tilfellinu snýst þetta um hvernig íbúar gengu um húsnæðið.“ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars. Tengdar fréttir Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00 Var farin að halda að barnið væri greindarskert Fjölskylda sem bjó á Ásbrú fór í mál við leigufélagið vegna myglusvepps. Á átta mánuðum hrakaði heilsu ungbarns verulega þannig að það lét á sjá. 26. september 2015 07:00 Vel vitað að vinsæl einangrun veldur myglu: „Getum ekki bannað vissa aðferð“ Verkfræðingur segir vel vitað að ákveðin einangrunaraðferð bjóði myglu heim. Ekki hægt að stöðva slíkt, segir forstjóri Mannvirkjastofnunar. 7. október 2015 07:00 Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00 Tíu til fimmtán starfsmenn BUGL hafa veikst af myglusvepp Myglusveppur greindist í húsnæði göngudeildar BUGL við Dalbraut í byrjun síðasta árs og hafa framkvæmdir staðið yfir án þess að náðst hafi að koma í veg fyrir vandann. Í síðustu viku var starfsmönnum sent bréf þar sem tilkynnt var að takmarka þyrfti starfsemi göngudeildarinnar eftir að fleiri starfsmenn veiktust. 4. febrúar 2016 07:00 Fá tæpar 1,2 milljónir króna vegna myglu í leiguíbúð Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Háskólagarða ehf. til þess að endurgreiða fyrrverandi leigjendum leigu sem þau höfðu greitt vegna myglu sem greindist í húsnæðinu eftir að leigjendurnir fluttu inn. 12. október 2015 15:17 Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Fyrir tæpu hálfu ári féll dómur í héraðsdómi í máli leigjenda á Ásbrú gegn leigusala vegna myglusvepps í íbúðinni sem heilbrigðiseftirlitið og aðrir fagaðilar höfðu greint, svo sem dómskvaddir matsmenn. Leigufélaginu var gert skylt að endurgreiða leiguna á tímabilinu og borga hreinsun á búslóð fjölskyldunnar, þar sem félagið hafi verið upplýst um rakaskemmdirnar án þess að bregðast við. Leigufélagið hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar og leigjendurnir gagnáfrýjuðu enda vilja þeir fá búslóðina að fullu bætta þar sem þeir telja ekki hægt að hreinsa sveppagró úr húsgögnum. Leigusalar hafa haldið því fram að rakaskemmdir megi rekja til slæmrar umgengni leigjenda. Nú hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja dæmt aðra íbúð í sama stigagangi óíbúðarhæfa vegna rakaskemmda. Fjölskyldan sem bjó í íbúðinni flutti út fyrir þremur vikum en hefur farið á milli lækna undanfarið ár vegna stanslausra veikinda og slens.Dóttir Elvu svaf alltaf í vagni upp við vegginn þar sem svartmygla fannst. Hún var kvefuð, þurr í kinnum, bólgin og með roða í húð vegna myglunnar.„Þriggja ára sonur minn hefur gjörbreyst. Hann var alltaf veikur, vældi og fór inn í skel sína þegar hann hitti ókunnuga. Nú hleypur hann kátur í fangið á gestum sem koma til okkar,“ segir Elva Dögg Sigurðardóttir, sem bjó í íbúðinni ásamt manni sínum og tveimur börnum. Eftir mikið ráðaleysi vegna veikinda fjölskyldumeðlima bað Elva fulltrúa frá leigufélaginu að skoða skemmd á útvegg því hana var farið að gruna að um myglusveppaveikindi væri að ræða. „Sá sem kom að skoða sagði rakaskemmdina ekki vera neitt. Að þetta væri bara loftbóla en kíttaði samt til öryggis að utan.“ Elva tók þá málið í eigin hendur og lét taka sýni til að senda til greiningar á Náttúrufræðistofnun Íslands. Þá kom í ljós að svartmygla var í veggnum og lifandi mítlar. Einnig mældist mikill raki í veggjum í svefnherbergjum. Þá flutti fjölskyldan út og lét heilbrigðiseftirlitið vita. Strax örfáum dögum eftir flutningana gjörbreyttist líðan barnanna. Þau eru ekki lengur með kvef, útbrot og bólgur. „Við höfum heyrt af mörgum hér á Ásbrú sem hafa grun um að myglusveppur sé í íbúðunum en þeir flýja út því þeir fá engin svör eða skoðun frá leigufélaginu,“ segir Elva. „Nú erum við með vottorð frá heilbrigðiseftirlitinu þannig að félagið leyfir sér varla að leigja út okkar íbúð aftur án þess að bregðast við.“Elva Dögg SigurðardóttirIngvi Jónasson, framkvæmdastjóri leigufélagsins Ásabyggð, segir að að sjálfsögðu verði brugðist við skemmd í íbúðinni. Þarna sé um leka í glugga að ræða sem lítið mál sé að laga. „Eins og í öllum húsum getur þetta komið fyrir. Við vissum ekki af þessum leka en öll hús geta lekið og það mun taka tvo til þrjá tíma að laga þetta.“ Ingvi segir engan myglufaraldur vera í íbúðum á Ásbrú og þvertekur fyrir að kvartað sé yfir óvenju miklum rakaskemmdum. Hann bendir á að 700 íbúðir séu til leigu á svæðinu og eðlilegt að ýmis mál komi upp þar sem þörf sé á viðhaldi. Hann segir að ekki verði athugað sérstaklega með myglusvepp í öðrum íbúðum stigagangsins enda liggi ekki fyrir að um slíkt vandamál sé að ræða og ekki samhengi á milli þessara tveggja tilvika. „Þarna er um tvö ólík mál að ræða. Í öðru tilfellinu er leki sem gert verður við og í hinu tilfellinu snýst þetta um hvernig íbúar gengu um húsnæðið.“ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars.
Tengdar fréttir Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00 Var farin að halda að barnið væri greindarskert Fjölskylda sem bjó á Ásbrú fór í mál við leigufélagið vegna myglusvepps. Á átta mánuðum hrakaði heilsu ungbarns verulega þannig að það lét á sjá. 26. september 2015 07:00 Vel vitað að vinsæl einangrun veldur myglu: „Getum ekki bannað vissa aðferð“ Verkfræðingur segir vel vitað að ákveðin einangrunaraðferð bjóði myglu heim. Ekki hægt að stöðva slíkt, segir forstjóri Mannvirkjastofnunar. 7. október 2015 07:00 Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00 Tíu til fimmtán starfsmenn BUGL hafa veikst af myglusvepp Myglusveppur greindist í húsnæði göngudeildar BUGL við Dalbraut í byrjun síðasta árs og hafa framkvæmdir staðið yfir án þess að náðst hafi að koma í veg fyrir vandann. Í síðustu viku var starfsmönnum sent bréf þar sem tilkynnt var að takmarka þyrfti starfsemi göngudeildarinnar eftir að fleiri starfsmenn veiktust. 4. febrúar 2016 07:00 Fá tæpar 1,2 milljónir króna vegna myglu í leiguíbúð Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Háskólagarða ehf. til þess að endurgreiða fyrrverandi leigjendum leigu sem þau höfðu greitt vegna myglu sem greindist í húsnæðinu eftir að leigjendurnir fluttu inn. 12. október 2015 15:17 Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00
Var farin að halda að barnið væri greindarskert Fjölskylda sem bjó á Ásbrú fór í mál við leigufélagið vegna myglusvepps. Á átta mánuðum hrakaði heilsu ungbarns verulega þannig að það lét á sjá. 26. september 2015 07:00
Vel vitað að vinsæl einangrun veldur myglu: „Getum ekki bannað vissa aðferð“ Verkfræðingur segir vel vitað að ákveðin einangrunaraðferð bjóði myglu heim. Ekki hægt að stöðva slíkt, segir forstjóri Mannvirkjastofnunar. 7. október 2015 07:00
Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00
Tíu til fimmtán starfsmenn BUGL hafa veikst af myglusvepp Myglusveppur greindist í húsnæði göngudeildar BUGL við Dalbraut í byrjun síðasta árs og hafa framkvæmdir staðið yfir án þess að náðst hafi að koma í veg fyrir vandann. Í síðustu viku var starfsmönnum sent bréf þar sem tilkynnt var að takmarka þyrfti starfsemi göngudeildarinnar eftir að fleiri starfsmenn veiktust. 4. febrúar 2016 07:00
Fá tæpar 1,2 milljónir króna vegna myglu í leiguíbúð Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Háskólagarða ehf. til þess að endurgreiða fyrrverandi leigjendum leigu sem þau höfðu greitt vegna myglu sem greindist í húsnæðinu eftir að leigjendurnir fluttu inn. 12. október 2015 15:17
Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“