Enski boltinn

Alli frá næstu vikurnar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Dele Alli verður ekki með næstu vikurnar.
Dele Alli verður ekki með næstu vikurnar. Vísir/Getty
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, staðfesti á blaðamannafundi eftir 1-1 jafntefli Tottenham gegn Arsenal fyrr í dag að enski miðjumaðurinn Dele Alli væri meiddur.

Hinn tvítugi Alli hefur verið lykilleikmaður hjá Tottenham undir stjórn Pochettino en það vakti athygli að hann var hvergi sjáanlegur í nágrannaslagnum í dag.

Argentínski knattspyrnustjórinn staðfesti að Alli yrði ekki með enska landsliðinu í næstu leikjum en að hann ætti að vera klár í slaginn eftir nokkrar vikur.

„Hann fékk högg á hnéð þegar hann lenti í samstuði við leikmann sinn á æfingu. Ég vona að þetta verði ekki langdregið því hann er mikilvægur leikmaður fyrir Tottenham. Ég á von á því að hann verði frá næstu vikurnar og og við verðum að taka því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×