Enski boltinn

Özil í viðræðum við Arsenal um nýjan samning

Mesut Özil skoraði fjögur mörk í leikjunum tveimur gegn Ludogorets.
Mesut Özil skoraði fjögur mörk í leikjunum tveimur gegn Ludogorets. Vísir/Getty
Þýski miðjumaðurinn Mesut Özil er í viðræðum við stjórnarformenn liðsins um að skrifa undir nýjan samning hjá Skyttunum en Özil á aðeins tvö ár eftir af samningi sínum í Lundúnum.

Hinn 28 árs gamli Özil varð dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins þegar Arsenal greiddi 42,5 milljónir punda fyrir þjónustu hans frá Real Madrid.

Özil sem skoraði stórkostlegt mark í 3-2 sigri Arsenal á Ludogorets hefur verið orðaður við Bayern Munchen og Real Madrid en hann hefur skorað 27 mark í 130 leikjum fyrir félagið.

Özil verður væntanlega í eldlínunni þegar Arsenal tekur á móti Tottenham í hádegisleiknum í dag í enska boltanum en leikurinn hefst klukkan 12:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×