Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð 28. október 2016 08:25 Rodrigo Duterte. Vísir/AFP Hinn umdeildi forseti Filippseyja Rodrigo Duterte er enn á ný kominn í heimsfréttirnar fyrir undarleg ummæli á opinberum vettvangi. Duterte kom um daginn til heimaborgar sinnar Davao eftir flugferð frá Japan. Við lendingu lýsti hann því yfir að hann væri algjörlega hættur að nota blótsyrði, en hingað til hefur hann ekki vílað fyrir sér að kalla menn öllum illum nöfnum úr ræðustól og til að mynda hefur hann kallað sjálfan páfann tíkarson. Duterte heldur því hins vegar fram að sjálfur guð hafi birst sér í flugvélinni og hótaðþví að ef hann myndi ekki skrúfa fyrir fúkyrðaflauminn myndi flugvélin hrapa. Duterte segist því ekki hafa átt neinn annan leik í stöðunni en að lofa guði að hætta blótsyrðum. Páfinn í Róm er ekki sá eini sem hefur lent í filippseyska forsetanum. Hann hefur einnig kallað Obama Bandaríkjaforseta hóruson, kallað Evrópusambandið hóp hræsnara og þá hefur hann hótaðþví að draga Filippseyjar út úr Sameinuðu þjóðunum. Þessir aðilar eiga það allir sameiginlegt að hafa gagnrýnt Duterte harðlega fyrir hið blóðuga stríð gegn fíkniefnasölum sem hann hóf um leið og hann tók við embætti. Talið er að þúsundir grunaðra fíkniefnasala hafi verið teknir af lífi án dóms og laga síðustu misseri í landinu. Tengdar fréttir Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44 Sáttur með Hitler-líkingu Mannréttindasamtök hafa furðað sig á ummælum Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, sem stærir sig af því að láta drepa fíkniefnaneytendur og hefur ekkert á móti því að sér sé líkt við Hitler. 1. október 2016 07:00 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Hinn umdeildi forseti Filippseyja Rodrigo Duterte er enn á ný kominn í heimsfréttirnar fyrir undarleg ummæli á opinberum vettvangi. Duterte kom um daginn til heimaborgar sinnar Davao eftir flugferð frá Japan. Við lendingu lýsti hann því yfir að hann væri algjörlega hættur að nota blótsyrði, en hingað til hefur hann ekki vílað fyrir sér að kalla menn öllum illum nöfnum úr ræðustól og til að mynda hefur hann kallað sjálfan páfann tíkarson. Duterte heldur því hins vegar fram að sjálfur guð hafi birst sér í flugvélinni og hótaðþví að ef hann myndi ekki skrúfa fyrir fúkyrðaflauminn myndi flugvélin hrapa. Duterte segist því ekki hafa átt neinn annan leik í stöðunni en að lofa guði að hætta blótsyrðum. Páfinn í Róm er ekki sá eini sem hefur lent í filippseyska forsetanum. Hann hefur einnig kallað Obama Bandaríkjaforseta hóruson, kallað Evrópusambandið hóp hræsnara og þá hefur hann hótaðþví að draga Filippseyjar út úr Sameinuðu þjóðunum. Þessir aðilar eiga það allir sameiginlegt að hafa gagnrýnt Duterte harðlega fyrir hið blóðuga stríð gegn fíkniefnasölum sem hann hóf um leið og hann tók við embætti. Talið er að þúsundir grunaðra fíkniefnasala hafi verið teknir af lífi án dóms og laga síðustu misseri í landinu.
Tengdar fréttir Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44 Sáttur með Hitler-líkingu Mannréttindasamtök hafa furðað sig á ummælum Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, sem stærir sig af því að láta drepa fíkniefnaneytendur og hefur ekkert á móti því að sér sé líkt við Hitler. 1. október 2016 07:00 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Rodrigo Duterte forseti Filippseyja tók til baka þá tilkynningu sína að hann hygðist slíta pólitísk tengsl við Bandaríkin. 22. október 2016 16:44
Sáttur með Hitler-líkingu Mannréttindasamtök hafa furðað sig á ummælum Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, sem stærir sig af því að láta drepa fíkniefnaneytendur og hefur ekkert á móti því að sér sé líkt við Hitler. 1. október 2016 07:00
Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26
Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40