

Hvað sparar ríkið á nýjum almannatrygginglögum?
Hvers vegna eru 212.776 krónur lífeyrislaun öryrkja sköttuð og skert til fátæktar? Bannar ekki Stjórnarskráin mismunun? Má með lögum á Íslandi skerða og skatta eldriborgara og öryrkja 65% til yfir 100% og það til fátæktar en ekki aðra? 46.000 krónu lífeyrissjóðslaun öryrkja skila ekki krónum í vasann í dag og það er eignarupptaka á lögþvinguðum eignavörðum lífeyrissjóði.
Kostnaðaraukning ríkissjóðs af nýju kerfi er áætluð um 10 milljarða króna á árinu 2017. En er þetta sannleikurinn? Hvað skilast til baka með skerðingum og sköttum ? Skerðing á grunnlífeyrinum vegna lífeyrissjóðslauna hefst við 400.000 krónur og hverfur við 500.000 krónur. Þetta gefur ríkisjóði um 5 miljarða krónur í ríkiskassann ef t.d. 10.000 þúsund lífeyrislaunaþegar missa grunnlífeyrinn og skattur skilar um 4 milljörðum og kostnaður ríkisjóðs því kominn í um 1 milljarð króna.
En hvað gefur þá afnám fríktekjumarkanna ríkinu úr 109.000 krónum í 25.000 krónur ? Ef t.d. 10 þúsund ellilífeyrislaunaþegar missa frítekjumarkið skilar það í ríkissjóði um 10 milljörðum króna í viðbót. Þá er ríkið komið með um 9 milljarða króna í plús. Þá er einnig eftir hvað það gefur ríkinu að fara úr 38% skerðingu í 45% skerðingu á lífeyrissjóðslaunum okkar og að sleppa við að borga sömu kjarabætur og aðrir fengu og einnig afturvirkar kjarabætur á lífeyrislaunin okkar.
Hvað er ríkið að spara á skerðingunum í heild sinni? Það er a.m.k. 70 milljarðar króna með því að halda kerfi Tryggingastofnunar ríkisins með ólöglegri eignarupptöku á lífeyrinum og öðrum tekjum með keðjuverkandi skerðingum á alla bótaflokka.
Öryrki sem býr einn og fær hækkun í nýjum lögum um almannatryggingar fær ekki krónu fyrir vinnu sína fyrr en hann hefur yfir 55.000 krónur í vinnulaun og þeir sem voru að vinna sér inn smá laun fyrir lagabreytingarnar mun hætta því í boði ríkisins þar sem öll hækkunin fer í framfærsluuppbótina sem skerðist krónu á móti krónu.
Er það skattalækkun hjá Sjálfstæðisflokknum að hækka skatta og skerðingar á þá sem minnst hafa en engar keðjuverkandi skerðingar hjá þeim ríku. Virðum Stjórnarskránna og hættum ólöglegum eignarupptöku á lífeyrislaunum og öðrum tekjum okkar strax og útrýmum með því þeir smán sem fátækt er.
Lögþvingaður lífeyrissparnaður á Íslandi er nú um 3.700 hundruð milljarðar og er hann í dag á við hálfan norska olíusjóðinn miðað við höfðatölu eða um 10 milljónir króna á hvern landsmann. Íslenskir lífeyrissjóðir eru í dag ofurvaxið skatta og skerðingaskrímsli í þjóðfélaginu og ávöxtunarkrafan upp á 3,5% á 3.700 milljarða er langtum meira en við getur staðið undir. 3,5% ávöxtunin grefst um 120 milljarða út úr fyrirtækjum og almenningi.
Tap lífeyrissjóðanna í dag vegna hrunsins er um 6-700 milljarðar og tapaðar skatttekjur um 250 milljarðar og nú nýlega voru 10 lífeyrissjóðir að tapa um 500 milljónum króna á fjárfestingu í fataverslun í Bretlandi. Þeir hafa ekkert lært af hruninu og halda áfram að tapa lífeyrislaunum okkar og skattatekjum ríkisins upp á um 200 milljónir króna.
Skatturinn sem lífeyrissjóðirnir er að leika sér með á markaði eru í dag er um 1.000 milljarðar króna og hann verður að taka áður en hann tapast. Spáið í þessa tölu 1.000. milljarðar króna og hvað væri hægt gera við hana í dag. Jú, koma öllu í lag þannig að enginn hvorki börn eða aðrir verða að lifa við þá smán sem fátæktin er.
300 þúsund krónur á mánuði skatta og skerðingarlaust strax fyrir eldriborgara, öryrkja og láglaunafólk er krafa Flokks fólksins. X-F
Skoðun

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar

Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

„Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu
Jón Frímann Jónsson skrifar

Fullvalda utan sambandsríkja
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sjálfstæðir grunnskólar í hættu
Benedikt S. Benediktsson skrifar

Borgaralegur vígbúnaður
Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar

Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu
Teitur Guðmundsson skrifar

Ósunginn óður til doktorsnema
Styrmir Hallsson skrifar

Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Tannhjól í mulningsvél?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fækkum kennurum um 90%
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Uppsagnarbréf til góða fólksins
Daníel Freyr Jónsson skrifar

Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi
Skúli S. Ólafsson skrifar

Hugtakastríðið mikla
Sigmar Guðmundsson skrifar