Tugir bíla skemmst eftir að hafa verið ekið ofan í holur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. mars 2016 18:45 Unnið er hörðum höndum að viðgerðum á malbiki í borginni þessa dagana. Ástand gatna er víða slæmt og hafa skemmdir orðið á tugum bíla. Borgin áætlar að verja um hundrað og fimmtíu milljónum króna í viðgerðir á malbiki í ár og eru viðgerðirnar þegar hafnar. Í dag var verið að gera við á nokkrum stöðum í Reykjavík. „Það er slæmt,“ segir Atli Rúnar Bjarnason aðspurður um ástandið á götunum en hann er einn þeirra sem vann við viðgerðir í dag. Tryggingarfélagið Sjóvá tryggir Reykjavíkurborg og hafa 26 tjón, sem orðið hafa á bílum vegna ástands gatnanna, verið tilkynnt til þeirra. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag íslenskra bifreiðareigenda telur tjónin fleiri. „Fólk hefur orðið fyrir miklu tjóni út af þessu. Við fáum fjölda tilvika inn til okkar þar sem fólk verður fyrir tjóni á ökutækjum sínum,“ segir Runólfur. Þá segir hann dæmi um að slys hafi orðið. Runólfur segir oft erfitt fyrir bifreiðareigendur að fá tjón sitt bætt. „Vegna þess hvernig vegalögin íslensku eru þá er ábyrgð veghaldara minni en við þekkjum víðast í nágrannalöndum okkar og fólk hefur átt mjög erfitt með að sækja bætur og það er bara brotabrot af þeim sem hafa orðið fyrir tjóni sem að hafa fengið tjón sitt bætt,“ segir Runólfur. Reykjavíkurborg áætlar að lagt verði malbik á tæpa 17 kílómetra í sumar og að kostnaður við malbikun og viðgerðir verði rúmar 700 milljónir króna. Runólfur segir ástandið nú tilkomið vegna þess hversu lítið fé hafi farið viðhald gatnakerfisins síðustu ár. „Þetta er uppsafnaður vandi. Það er bara viðhaldsskortur undanfarinna ára sem er að koma í bakið á okkur,“ segir Runólfur. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Unnið er hörðum höndum að viðgerðum á malbiki í borginni þessa dagana. Ástand gatna er víða slæmt og hafa skemmdir orðið á tugum bíla. Borgin áætlar að verja um hundrað og fimmtíu milljónum króna í viðgerðir á malbiki í ár og eru viðgerðirnar þegar hafnar. Í dag var verið að gera við á nokkrum stöðum í Reykjavík. „Það er slæmt,“ segir Atli Rúnar Bjarnason aðspurður um ástandið á götunum en hann er einn þeirra sem vann við viðgerðir í dag. Tryggingarfélagið Sjóvá tryggir Reykjavíkurborg og hafa 26 tjón, sem orðið hafa á bílum vegna ástands gatnanna, verið tilkynnt til þeirra. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag íslenskra bifreiðareigenda telur tjónin fleiri. „Fólk hefur orðið fyrir miklu tjóni út af þessu. Við fáum fjölda tilvika inn til okkar þar sem fólk verður fyrir tjóni á ökutækjum sínum,“ segir Runólfur. Þá segir hann dæmi um að slys hafi orðið. Runólfur segir oft erfitt fyrir bifreiðareigendur að fá tjón sitt bætt. „Vegna þess hvernig vegalögin íslensku eru þá er ábyrgð veghaldara minni en við þekkjum víðast í nágrannalöndum okkar og fólk hefur átt mjög erfitt með að sækja bætur og það er bara brotabrot af þeim sem hafa orðið fyrir tjóni sem að hafa fengið tjón sitt bætt,“ segir Runólfur. Reykjavíkurborg áætlar að lagt verði malbik á tæpa 17 kílómetra í sumar og að kostnaður við malbikun og viðgerðir verði rúmar 700 milljónir króna. Runólfur segir ástandið nú tilkomið vegna þess hversu lítið fé hafi farið viðhald gatnakerfisins síðustu ár. „Þetta er uppsafnaður vandi. Það er bara viðhaldsskortur undanfarinna ára sem er að koma í bakið á okkur,“ segir Runólfur.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira