Lífið

Hvað eru eiginlega margar stúlkur á myndinni?

Atli Ísleifsson skrifar
Hvað eru stúlkurnar margar?
Hvað eru stúlkurnar margar? Mynd/Tiziana Vergari/Instagram
Mynd sem Tiziana Vergari birti á Instagram-síðu sinni hefur vakið mikla athygli þar sem fólk hefur deilt um hvað stúlkurnar á myndinni séu eiginlega margar.

Við fyrstu sýn virðist sem um sé að ræða fjórar stúlkur sem sitji hlið við hlið hjá spegli. Málin flækjast hins vegar við nánari athugun þar sem einhverjir sem gera athugasemdir við myndina segja þær einungis vera tvær, nú eða þrjár eða jafnvel fimm.

Fólk notast við hárteygjur, snaga, skugga og fleira til að reyna að ákvarða fjöldann.

Ljósmyndarinn er með myndatextann „Eins, en ólíkar“ og hefur henni nú verið deilt rúmlega 13 þúsund sinnum.

Same but different | My entry #whpidentity for @instagram [thank you #instagram for this featuring ❤️]

A photo posted by tiziana vergari iPhoneography (@tizzia) on

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem deilt er um ljósmyndir en ekki er langt síðan netheimar loguðu vegna kjólsins fræga þar sem fólk skiptist í fylkingar varðandi það hvort hann væri hvítur og gulllitaður eða svartur og blár.

En hvað eru stúlkurnar nú margar?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×