Viðskipti innlent

TM hefur arðgreiðslur óbreyttar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar ákvað í dag að lækka ekki arðgreiðslur. Þær verið 1,5 milljarður króna. Áður höfðu stjórnir VÍS og Sjóvá ákveðið að lækka arðgreiðslur. Fyrirhugaðar arðgreiðslur tryggingafyrirtækjanna höfðu orðið fyrir gífurlegri gagnrýni.

Alls ætluðu tryggingafélögin þrjú í Kauphöll Íslands að greiða eigendum sínum 9,6 milljarða króna í arð. Samanlagður hagnaður þeirra var 5,6 milljarðar í fyrra.

Sjá einnig: VÍS lækkar arðgreiðslu um þrjá milljarða

Ákvörðun TM kemur fram í ársreikningi Tryggingarmiðstöðvarinnar sem stjórnin samþykkti nú í dag. Sagt var frá málinu á vef RÚV.

VÍS ákvað að lækka arðgreiðslur sínar úr fimm milljörðum í rúma tvo. Stjórn Sjóvá ákvað einnig að lækka greiðslurnar úr 3,1 milljarði í 657 milljónir króna.


Tengdar fréttir

Ný reikningsskil skapa milljarða í arð

VÍS, Sjóvá og TM munu hafa greitt tæpa 30 milljarða til eigenda sinna frá 2013 gangi áform um arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eftir. Félögin drógu úr afsláttum og hækkuðu iðgjöld í fyrra. Tryggingarekstur á að standa undir sér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×