Segir mögulegt að enginn Repúblikani nái meirihluta Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2016 22:36 Paul Ryan. Vísir/Getty Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, telur líklegt að mikið verði deilt á flokksþingi Repúblikana í sumar. Nái enginn frambjóðandi 1.237 kjörfulltrúum, sem þarf til að ná hreinum meirihluta, verður frambjóðandi Repúblikana valinn á flokksþingi í Cleveland í júlí. Donald Trump, sem er fremstur meðal frambjóðenda Repúblikana hefur hótað því að óeirðir verði víða um Bandaríkin, reyni forsvarsmenn Repúblikana að taka tilnefninguna af honum. Sem talið er ljóst er að þeir vilja gera. Ekki er víst að Trump geti náð hreinum meirihluta, en hann mun að öllum líkindum vera með flesta kjörfulltrúa.Samkvæmt frétt Reuters sagði Paul Ryan í dag að Repúblikanar þyrftu að undirbúa sig fyrir þann möguleika að Trump næði ekki meirihluta. Ryan mun stýra þinginu og segist ætla að rifja upp allar reglur og hefðir varðandi það. Velgengni Donald Trump hefur valdið miklum deilum innan Repúblikanaflokksins. Síðustu vikur hafa fjölmargar fregnir borist af því að valdamiklir menn innan flokksins hafi fundað um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir sigur Trump. Miklum fjármunum hefur þegar verið varið í sjóði sem notaðir eru til að birta neikvæðar auglýsingar um Trump. Fyrrverandi forseti þingsins, John Boehner, stakk nýverið upp á því að Paul Ryan yrði forsetaefni Repúblikana, en Ryan segist ekki hafa áhuga á því. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, telur líklegt að mikið verði deilt á flokksþingi Repúblikana í sumar. Nái enginn frambjóðandi 1.237 kjörfulltrúum, sem þarf til að ná hreinum meirihluta, verður frambjóðandi Repúblikana valinn á flokksþingi í Cleveland í júlí. Donald Trump, sem er fremstur meðal frambjóðenda Repúblikana hefur hótað því að óeirðir verði víða um Bandaríkin, reyni forsvarsmenn Repúblikana að taka tilnefninguna af honum. Sem talið er ljóst er að þeir vilja gera. Ekki er víst að Trump geti náð hreinum meirihluta, en hann mun að öllum líkindum vera með flesta kjörfulltrúa.Samkvæmt frétt Reuters sagði Paul Ryan í dag að Repúblikanar þyrftu að undirbúa sig fyrir þann möguleika að Trump næði ekki meirihluta. Ryan mun stýra þinginu og segist ætla að rifja upp allar reglur og hefðir varðandi það. Velgengni Donald Trump hefur valdið miklum deilum innan Repúblikanaflokksins. Síðustu vikur hafa fjölmargar fregnir borist af því að valdamiklir menn innan flokksins hafi fundað um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir sigur Trump. Miklum fjármunum hefur þegar verið varið í sjóði sem notaðir eru til að birta neikvæðar auglýsingar um Trump. Fyrrverandi forseti þingsins, John Boehner, stakk nýverið upp á því að Paul Ryan yrði forsetaefni Repúblikana, en Ryan segist ekki hafa áhuga á því.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira