Rúmlega 140 þúsund uppsagnir á einu ári Sæunn Gísladóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Á síðastliðnu ári var tilkynnt um niðurfellingu 140 þúsund starfa hjá stærstu bönkum Evrópu og Bandaríkjanna. Enn er beðið tilkynninga um hópuppsagnir hjá bæði Barclays og BNP Paribas. Auk þess sem nokkrir bankar hafa nú þegar gefið það út að þeir muni segja upp stórum hluta starfsmanna sinna á árinu, þó ekki liggi fyrir hve margir það verða. Á Íslandi bendir hins vegar lítið til mikillar fækkunar meðal starfsmanna viðskiptabanka landsins. Hjá sumum þeirra fjölgaði starfsfólki á árinu 2015. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir skýringuna ef til vill liggja í því að á Íslandi hafi fjármálafyrirtæki tekið út mjög kröftuglegan niðurskurð beint í kjölfar fjármálakreppunnar, á meðan bankar víða annars staðar héldu lengur út.HSBC er sá banki sem tilkynnti á síðasta ári um flestar uppsagnir, eða um 25 þúsund störf.Vísir/EPAÍ vikunni var greint frá því að Royal Bank of Scotland hefði ákveðið að segja upp þúsund starfsmönnum á næstu misserum. Ákvörðunin var tekin vegna skipulagsbreytinga til að lækka rekstrarkostnað, og er hluti af þróun sem hefur átt sér stað undanfarið árið. Stærstu bankar Evrópu og Bandaríkjanna hafa áform um að segja upp allt að tíu til tuttugu prósentum starfsfólks á næstu fjórum árum. Allt frá nokkur hundruð starfsmönnum upp í tugi þúsunda. HSBC er sá banki sem hefur tilkynnt um flestar uppsagnir, eða um 25 þúsund á komandi árum. Þessi gríðarlegi niðurskurður bætist ofan á þá hálfu milljón bankamanna sem The Financial Times áætlar að hafa misst störf sín á fyrstu fimm árunum eftir að efnahagskreppan skall á árið 2008. Niðurskurður virðist einkum vera viðvarandi á fjárfestingarsviði bankanna sem og meðal verðbréfamiðlara. Auk þess sem sumir bankar, þeirra á meðal RBS, eru að draga úr fjölda ráðgjafa sem veita fjárfestingarráðgjöf og vélvæða ráðgjöfina að ákveðnu leyti. Mikill niðurskurður átti sér stað á Íslandi í kjölfar bankahrunsins árið 2008, starfsmönnum viðskiptabanka og sparisjóða fækkaði um tæplega tuttugu og fimm prósent milli áranna 2007 og 2009. Á síðastliðnum árum hefur hins vegar dregið verulega úr niðurskurði og hafa tilkynningar um hópuppsagnir ekki borist. Stöðugildum hjá Arion banka fjölgaði um 11 á árinu 2015, eða úr 865 í árslok 2014 í 876 í árslok 2015, á meðan stöðugildum hjá Íslandsbanka fækkaði einungis um 36 frá árslokum 2014 til ársloka 2015.Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, telur að hluti skýringarinnar á þessum mismun sé sá mikli niðurskurður sem átti sér stað hér á landi strax í kjölfar efnahagshrunsins. „Bankar á Íslandi tóku þetta mjög kröftuglega út í kjölfar hrunsins, enda voru þeir neyddir til að gera það. Á meðan bankar víða annars staðar héldu út lengur, þeir lentu í miklum erfiðleikum, en hafa verið að taka þetta út seinna, ég held að það sé örugglega meginskýringin,“ segir Guðjón. „Á Íslandi hefur einnig orðið jöfn og þétt fækkun eftir hrun sem hefur ekki síður lotið að útibúakerfinu, en útibúum hefur fækkað um helming á síðustu tíu árum. Þó það hafi verið hagræðing í fjármálakerfinu, þá mun hún halda áfram. Fólk er alltaf að leita nýrra leiða til hagræðingar í rekstri. En við tókum stærri skerf af skellinum en aðrir á þessum tíma,“ segir hann. Guðjón bendir einnig á að langstærstur hluti þeirra starfsmanna sem misstu störf sín árið 2008 var sá sem tengdist fjárfestingarbankastarfsemi. „Margir af þessum erlendu bönkum sem eru að tilkynna um uppsagnir núna eru stórir bankar með mikinn fókus á fjárfestingarstarfsemi. Hér á landi minnkaði sú starfsemi verulega í kjölfar efnahagshrunsins. Nú þegar hert hefur að fjármálamörkuðum heimsins þá hafa þessir stóru bankar sem hafa verið með uppsafnaða þörf í smá tíma gripið til aðgerða sem voru tímabærar,“ segir Guðjón Rúnarsson. Guðjón Rúnarsson er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.Mynd/aðsend. Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Sjá meira
Á síðastliðnu ári var tilkynnt um niðurfellingu 140 þúsund starfa hjá stærstu bönkum Evrópu og Bandaríkjanna. Enn er beðið tilkynninga um hópuppsagnir hjá bæði Barclays og BNP Paribas. Auk þess sem nokkrir bankar hafa nú þegar gefið það út að þeir muni segja upp stórum hluta starfsmanna sinna á árinu, þó ekki liggi fyrir hve margir það verða. Á Íslandi bendir hins vegar lítið til mikillar fækkunar meðal starfsmanna viðskiptabanka landsins. Hjá sumum þeirra fjölgaði starfsfólki á árinu 2015. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir skýringuna ef til vill liggja í því að á Íslandi hafi fjármálafyrirtæki tekið út mjög kröftuglegan niðurskurð beint í kjölfar fjármálakreppunnar, á meðan bankar víða annars staðar héldu lengur út.HSBC er sá banki sem tilkynnti á síðasta ári um flestar uppsagnir, eða um 25 þúsund störf.Vísir/EPAÍ vikunni var greint frá því að Royal Bank of Scotland hefði ákveðið að segja upp þúsund starfsmönnum á næstu misserum. Ákvörðunin var tekin vegna skipulagsbreytinga til að lækka rekstrarkostnað, og er hluti af þróun sem hefur átt sér stað undanfarið árið. Stærstu bankar Evrópu og Bandaríkjanna hafa áform um að segja upp allt að tíu til tuttugu prósentum starfsfólks á næstu fjórum árum. Allt frá nokkur hundruð starfsmönnum upp í tugi þúsunda. HSBC er sá banki sem hefur tilkynnt um flestar uppsagnir, eða um 25 þúsund á komandi árum. Þessi gríðarlegi niðurskurður bætist ofan á þá hálfu milljón bankamanna sem The Financial Times áætlar að hafa misst störf sín á fyrstu fimm árunum eftir að efnahagskreppan skall á árið 2008. Niðurskurður virðist einkum vera viðvarandi á fjárfestingarsviði bankanna sem og meðal verðbréfamiðlara. Auk þess sem sumir bankar, þeirra á meðal RBS, eru að draga úr fjölda ráðgjafa sem veita fjárfestingarráðgjöf og vélvæða ráðgjöfina að ákveðnu leyti. Mikill niðurskurður átti sér stað á Íslandi í kjölfar bankahrunsins árið 2008, starfsmönnum viðskiptabanka og sparisjóða fækkaði um tæplega tuttugu og fimm prósent milli áranna 2007 og 2009. Á síðastliðnum árum hefur hins vegar dregið verulega úr niðurskurði og hafa tilkynningar um hópuppsagnir ekki borist. Stöðugildum hjá Arion banka fjölgaði um 11 á árinu 2015, eða úr 865 í árslok 2014 í 876 í árslok 2015, á meðan stöðugildum hjá Íslandsbanka fækkaði einungis um 36 frá árslokum 2014 til ársloka 2015.Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, telur að hluti skýringarinnar á þessum mismun sé sá mikli niðurskurður sem átti sér stað hér á landi strax í kjölfar efnahagshrunsins. „Bankar á Íslandi tóku þetta mjög kröftuglega út í kjölfar hrunsins, enda voru þeir neyddir til að gera það. Á meðan bankar víða annars staðar héldu út lengur, þeir lentu í miklum erfiðleikum, en hafa verið að taka þetta út seinna, ég held að það sé örugglega meginskýringin,“ segir Guðjón. „Á Íslandi hefur einnig orðið jöfn og þétt fækkun eftir hrun sem hefur ekki síður lotið að útibúakerfinu, en útibúum hefur fækkað um helming á síðustu tíu árum. Þó það hafi verið hagræðing í fjármálakerfinu, þá mun hún halda áfram. Fólk er alltaf að leita nýrra leiða til hagræðingar í rekstri. En við tókum stærri skerf af skellinum en aðrir á þessum tíma,“ segir hann. Guðjón bendir einnig á að langstærstur hluti þeirra starfsmanna sem misstu störf sín árið 2008 var sá sem tengdist fjárfestingarbankastarfsemi. „Margir af þessum erlendu bönkum sem eru að tilkynna um uppsagnir núna eru stórir bankar með mikinn fókus á fjárfestingarstarfsemi. Hér á landi minnkaði sú starfsemi verulega í kjölfar efnahagshrunsins. Nú þegar hert hefur að fjármálamörkuðum heimsins þá hafa þessir stóru bankar sem hafa verið með uppsafnaða þörf í smá tíma gripið til aðgerða sem voru tímabærar,“ segir Guðjón Rúnarsson. Guðjón Rúnarsson er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.Mynd/aðsend.
Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Sjá meira