Gary skoraði á móti KR og Víkingar með fullt hús Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2016 21:01 Gary Martin skoraði á móti sínum gömlu félögum í KR í kvöld þegar Víkingur lagði vesturbæjarliðið, 3-1, í riðli þrjú í Lengjubikar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur Gary á móti KR síðan hann gekk í raðir Víkings fyrr á þessu ári en hann skoraði 38 mörk í 80 leikjum í efstu deild fyrir KR-inga. Vladimir Tufegdzic kom Víkingum yfir á 20. mínútu eftir fallega sendingu frá Viktori Bjarka Arnarssyni. KR jafnaði metin í seinni hálfleik þegar Arnþór Ingi Kristinssyni þrumaði boltanum í eigið net, 1-1, eftir darraðadans í teignum. KR-ingar sóttu mikið í leiknum og fengu nóg af færum til að vinna leikinn en þeim brást bogalistin fyrir framan markið. Þá varði Róbert Örn Óskarsson nokkrum sinnum mjög vel. Gary Martin kom Víkingi í 2-1 á 59. mínútu þegar hann klippti boltann í netið úr teignum, en nokkrum sekúndum áður varði Stefán Logi Magnússon frá Viktori Jónssyni úr dauðafæri sem Gary lagði upp. KR-ingar héldu áfram að sækja en það voru Víkingar sem bættu við þriðja markinu. Það gerði Stefán Þór Pálsson á 75. mínútu. Hann renndi knettinum netið af stuttu færi, 3-1. Það urðu lokatölur. Í uppbótartíma þurfti að bera hinn unga og gríðarlega efnilega Guðmund Andra Tryggvason, leikmann KR, af velli, en hann lenti í samstuði og var sárþjáður. Víkingar eru búnir að vinna alla fjóra leiki sína í riðli þrjú og eru á toppnum með tólf stig en KR er með fjögur stig eftir þrjá leiki. Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Maddison tryggði langþráðan heimasigur Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Gísli stórkostlegur í toppslagnum Handbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Gary Martin skoraði á móti sínum gömlu félögum í KR í kvöld þegar Víkingur lagði vesturbæjarliðið, 3-1, í riðli þrjú í Lengjubikar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti leikur Gary á móti KR síðan hann gekk í raðir Víkings fyrr á þessu ári en hann skoraði 38 mörk í 80 leikjum í efstu deild fyrir KR-inga. Vladimir Tufegdzic kom Víkingum yfir á 20. mínútu eftir fallega sendingu frá Viktori Bjarka Arnarssyni. KR jafnaði metin í seinni hálfleik þegar Arnþór Ingi Kristinssyni þrumaði boltanum í eigið net, 1-1, eftir darraðadans í teignum. KR-ingar sóttu mikið í leiknum og fengu nóg af færum til að vinna leikinn en þeim brást bogalistin fyrir framan markið. Þá varði Róbert Örn Óskarsson nokkrum sinnum mjög vel. Gary Martin kom Víkingi í 2-1 á 59. mínútu þegar hann klippti boltann í netið úr teignum, en nokkrum sekúndum áður varði Stefán Logi Magnússon frá Viktori Jónssyni úr dauðafæri sem Gary lagði upp. KR-ingar héldu áfram að sækja en það voru Víkingar sem bættu við þriðja markinu. Það gerði Stefán Þór Pálsson á 75. mínútu. Hann renndi knettinum netið af stuttu færi, 3-1. Það urðu lokatölur. Í uppbótartíma þurfti að bera hinn unga og gríðarlega efnilega Guðmund Andra Tryggvason, leikmann KR, af velli, en hann lenti í samstuði og var sárþjáður. Víkingar eru búnir að vinna alla fjóra leiki sína í riðli þrjú og eru á toppnum með tólf stig en KR er með fjögur stig eftir þrjá leiki. Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Maddison tryggði langþráðan heimasigur Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Gísli stórkostlegur í toppslagnum Handbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira