Erlent

Lögreglan fái að brjótast inn í síma og spjaldtölvur

Sæunn Gísladóttir skrifar
Með nýrri tækni með öryggisgalla gæti lögreglan og leyniþjónustan fengið aðgang að gögnum almennings.
Með nýrri tækni með öryggisgalla gæti lögreglan og leyniþjónustan fengið aðgang að gögnum almennings. Vísir/EPA
Lögreglan og leyniþjónustan fær að brjótast inn í snjallsíma, spjaldtölvur og tölvur í gegnum búnað sem tækjaframleiðendum verði gert að búa tækin með verði frumvarp að lögum í Bretlandi.

Sunday Times greinir frá því að með nýrri tækni með öryggisgalla gæti lögreglan og leyniþjónustan fengið aðgang að gögnum almennings eftir beiðni. Þetta myndi leyfa breskum yfirvöldum það sem FBI hefur ekki fengið leyfi til að gera í Bandaríkjunum. Eins og frægt er hefur Apple neitað að veita FBI aðgang að iPhone-síma hryðjuverkamannsins Syeds Farook sem myrti fjórtán manns í Kaliforníufylki í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×