Formúla 1

Hamilton: Ferrari á eitthvað upp í erminni

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lewis Hamilton fagnar í Abú Dabí í fyrra þegar hann varð heimsmeistari í þriðja sinn.
Lewis Hamilton fagnar í Abú Dabí í fyrra þegar hann varð heimsmeistari í þriðja sinn. Vísir/Getty
Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari og ökumaður Mercedes liðsins telur að Ferrari hafi geymt einhverja getu upp í erminni.

Þrátt fyrir að Ferrari hafi verið ofarlega á öllum æfingum fyrir tímabilið telur heimsmeistarinn að liðið hafi verið að fela getu sína.

Hamilton telur að liðin séu nær hverju öðru í getu en áður.

„Ég held að það sé minni getumunur í ár. Ég held að [Ferrari] hafi eitthvað upp í erminni fyrir keppni helgarinnar. Ég held að Ferrari sé mun nær en þeir segja, þeir vilja tala sig niður en byggja sig upp með góðu gengi um helgina,“ sagði Hamilton á blaðamannafundi.

Hamilton sagðist fagna meiri samkeppni frá Ferrari í 2016. Hamilton sagði líka að eftir á að hyggja hefði Mercedes kannski átt að prófa líka langar lotur á harðari dekkjagerðum á æfingum.


Tengdar fréttir

Vettel fljótastur á síðasta æfingadeginum

Sebastian Vettel á Ferrari náði besta tíma dagsins í Barselóna. Dagurinn í gær var jafnframt síðasti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Fyrsta keppnin fer fram 20. mars.

Formúla 1 hefst um helgina

Fyrsta keppni tímabilsins í Formúlu 1 er um helgina. Ástralía er fyrsta stopp og þar eftir færa liðin sig yfir til Bahrein. Aldrei hafa fleiri keppnir verið á keppnisdagatali Formúlu 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×