Birkir Bjarnason varð í kvöld síðasti Íslendingurinn til að kveðja Evrópukeppni á þessu tímabili þegar lið hans Basel fékk skell í Andalúsíu í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum á heimavelli gegn ríkjandi Evrópudeildarmeisturum Sevilla tapaði liðið 3-0 á útivelli í kvöld. Sevilla fer því áfram samanlagt, 3-0.
Meistararnir afgreiddu verkefnið í fyrri hálfleik þar sem þeir skoruðu öll mörkin. Adil Rami kom þeim á bragðið á 35. mínútu og Kevin Gameiro skoraði svo tvö mörk á 44. og 45. mínútu.
Birkir var í byrjunarliði svissnesku meistarana en var tekinn af velli á 61. mínútu.
Birkir og félagar fengu skell gegn meisturunum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti