Þingkonum boðið í BDSM partý í Reykjavík um helgina Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2016 20:30 Þingkonum hefur borist tölvupóstur þar sem þeim er boðið að eiga kynlíf með einum eða fleirum á leynilegum stað í Reykjavík næst komandi laugardag. Skipuleggjendur fullyrða að mannfagnaður sem þessi hafi farið fram í Reykjavík á síðasta ári. Greinilega er að þessi athöfn er hengd við helgina sem Hringborð norðurslóða stendur yfir í Hörpu. Þingmönnum berst eðlilega alls kyns netpóstur á hverjum degi um hin ólíklegustu mál. En pósturinn sem barst nokkrum þingkonum nýlega verður að teljast með þeim óvenjulegri. Greinilegt er að athöfnin sem boðið er til er í tengslum við Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, sem fram fer í Reykjavík um helgina. Þann viðburð sækja hundruð sérfræðinga, stjórnmálamanna og forystufólks alls kyns félagasamtaka héðan og þaðan í heiminum. En sendandi póstsins er arcticmore og undir hann skrifar A. More. Í póstinum er þingkonunum fyrst hælt fyrir fegurð þeirra, orku og gáfur. Síðan eru þær spurðar hvort þær vildu kannski taka þátt í leynilegum viðburði næst komandi laugardag, sem verði í ætt við hágæða norður-nætur viðburð sem haldinn hafi verið í Reykjavík á síðasta ári. Þáttakendur séu af báðum kynjum og ýmsum uppruna en nánari upplýsingar megi finna með því að smella á meðfylgjandi hlekk.Í póstinum er þingkonunum fyrst hælt fyrir fegurð þeirra, orku og gáfur. Síðan eru þær spurðar hvort þær vildu kannski taka þátt í leynilegum viðburði næst komandi laugardag, sem verði í ætt við hágæða norður-nætur viðburð sem haldinn hafi verið í Reykjavík á síðasta ári.Þegar það er gert kemur upp síða sem kennir sig við blæti kynlíf, eða BDSM, með yfir fimm milljón skráðum einstaklingum. Katrín Júlíusdóttir þingkona er ein þeirra þingkvenna sem fékk þetta tilboð. „Mér brá nú pínulítið og fór að hugsa hvort við værum komin þangað. Þessara fylgifiska stórra alþjóðlegra ráðstefna. Af því að bréfið var miklu betur skrifað en þessi „spam“ póstur sem við erum oft að fá,“ segir Katrín. Bréfritari tekur einnig fram að ef þingkonurnar vilji ekki taka þátt í hópathöfnum geti hann fundið leynilegan félaga sem passi viðkomandi yfir helgina. Þau geti síðan skipulagt hvað þau geri á staðnum þar sem samkoman fari fram, og fullri nafnleynd er heitið. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segist hafa þurft að lesa póstinn tvisvar. „Vegna þess að fyrst hélt ég að þetta væri frá Arctic Circle. Þetta er þannig merkt. En svo þarf maður ekki að lesa lengi til að átta sig á hvað er í gangi. Það er líka svolítið dæmigert að einungis kvenkyns þingmenn virðast hafa fengið þennan póst,“ segir Björt. Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira
Þingkonum hefur borist tölvupóstur þar sem þeim er boðið að eiga kynlíf með einum eða fleirum á leynilegum stað í Reykjavík næst komandi laugardag. Skipuleggjendur fullyrða að mannfagnaður sem þessi hafi farið fram í Reykjavík á síðasta ári. Greinilega er að þessi athöfn er hengd við helgina sem Hringborð norðurslóða stendur yfir í Hörpu. Þingmönnum berst eðlilega alls kyns netpóstur á hverjum degi um hin ólíklegustu mál. En pósturinn sem barst nokkrum þingkonum nýlega verður að teljast með þeim óvenjulegri. Greinilegt er að athöfnin sem boðið er til er í tengslum við Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, sem fram fer í Reykjavík um helgina. Þann viðburð sækja hundruð sérfræðinga, stjórnmálamanna og forystufólks alls kyns félagasamtaka héðan og þaðan í heiminum. En sendandi póstsins er arcticmore og undir hann skrifar A. More. Í póstinum er þingkonunum fyrst hælt fyrir fegurð þeirra, orku og gáfur. Síðan eru þær spurðar hvort þær vildu kannski taka þátt í leynilegum viðburði næst komandi laugardag, sem verði í ætt við hágæða norður-nætur viðburð sem haldinn hafi verið í Reykjavík á síðasta ári. Þáttakendur séu af báðum kynjum og ýmsum uppruna en nánari upplýsingar megi finna með því að smella á meðfylgjandi hlekk.Í póstinum er þingkonunum fyrst hælt fyrir fegurð þeirra, orku og gáfur. Síðan eru þær spurðar hvort þær vildu kannski taka þátt í leynilegum viðburði næst komandi laugardag, sem verði í ætt við hágæða norður-nætur viðburð sem haldinn hafi verið í Reykjavík á síðasta ári.Þegar það er gert kemur upp síða sem kennir sig við blæti kynlíf, eða BDSM, með yfir fimm milljón skráðum einstaklingum. Katrín Júlíusdóttir þingkona er ein þeirra þingkvenna sem fékk þetta tilboð. „Mér brá nú pínulítið og fór að hugsa hvort við værum komin þangað. Þessara fylgifiska stórra alþjóðlegra ráðstefna. Af því að bréfið var miklu betur skrifað en þessi „spam“ póstur sem við erum oft að fá,“ segir Katrín. Bréfritari tekur einnig fram að ef þingkonurnar vilji ekki taka þátt í hópathöfnum geti hann fundið leynilegan félaga sem passi viðkomandi yfir helgina. Þau geti síðan skipulagt hvað þau geri á staðnum þar sem samkoman fari fram, og fullri nafnleynd er heitið. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segist hafa þurft að lesa póstinn tvisvar. „Vegna þess að fyrst hélt ég að þetta væri frá Arctic Circle. Þetta er þannig merkt. En svo þarf maður ekki að lesa lengi til að átta sig á hvað er í gangi. Það er líka svolítið dæmigert að einungis kvenkyns þingmenn virðast hafa fengið þennan póst,“ segir Björt.
Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira