Stenson leiðir tveggja hesta kapphlaup á opna breska Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2016 15:35 Henrik Stenson púttar fyrir fugli. vísir/getty Sænski kylfingurinn Henrik Stenson er í forystu eftir níu holur á lokakeppnisdegi opna breska meistaramótsins í golfi. Hann er einu höggi á undan Bandaríkjamanninum Phil Mickelson. Stenson, sem hefur aldrei unnið risamót á ferlinum, var með eins höggs forskot fyrir lokadaginn en tveggja högga sveifla varð strax á fyrstu holu þegar Stenson fékk fugl en Mickelson fugl. Stenson bætti heldur betur upp fyrir það og fékk þrjá fugla á næstu þremur holum og fimm fugla í heildina á næstu átta holum. Hann kláraði fyrri níu á 32 höggum og er á fjórum höggum undir í dag og 16 höggum undir í heildina. Mickelson bætti erni á fjórðu holu og öðrum fugli á sjöttu holu og er á fjórum undir í dag alveg eins og Stenson. Hann hefur ekki enn fengið skolla og er á fimmtán höggum undir pari eða höggi á eftir Svíanum. Þessi tveir kappar háðu mikla baráttu um Silfurkönnuna á opna breska meistaramótinu fyrir þremur árum en þá hafði Mickelson betur. Það var hans fyrsti og eini sigur á opna breska en Stenson á engan risatitil að baki. Næsti maður á eftir þeim tveimur er JB Holmes frá Bandaríkjunum. Hann er á sjö höggum undir pari eftir tíu holur þannig þetta verður tveggja hesta kapphlaup þar til yfir lýkur.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending stendur yfir á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson er í forystu eftir níu holur á lokakeppnisdegi opna breska meistaramótsins í golfi. Hann er einu höggi á undan Bandaríkjamanninum Phil Mickelson. Stenson, sem hefur aldrei unnið risamót á ferlinum, var með eins höggs forskot fyrir lokadaginn en tveggja högga sveifla varð strax á fyrstu holu þegar Stenson fékk fugl en Mickelson fugl. Stenson bætti heldur betur upp fyrir það og fékk þrjá fugla á næstu þremur holum og fimm fugla í heildina á næstu átta holum. Hann kláraði fyrri níu á 32 höggum og er á fjórum höggum undir í dag og 16 höggum undir í heildina. Mickelson bætti erni á fjórðu holu og öðrum fugli á sjöttu holu og er á fjórum undir í dag alveg eins og Stenson. Hann hefur ekki enn fengið skolla og er á fimmtán höggum undir pari eða höggi á eftir Svíanum. Þessi tveir kappar háðu mikla baráttu um Silfurkönnuna á opna breska meistaramótinu fyrir þremur árum en þá hafði Mickelson betur. Það var hans fyrsti og eini sigur á opna breska en Stenson á engan risatitil að baki. Næsti maður á eftir þeim tveimur er JB Holmes frá Bandaríkjunum. Hann er á sjö höggum undir pari eftir tíu holur þannig þetta verður tveggja hesta kapphlaup þar til yfir lýkur.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending stendur yfir á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira