Vildu að Hjálpræðisherinn myndi sleppa við að borga byggingarréttargjald til borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2016 23:13 Herkastalinn var byggður árið 1916 af meðlimum Hjálpræðishersins en var seldur fyrr á árinu. Fréttablaðið/GVA Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram tillögu á borgarráðsfundi í dag um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar sem trúfélagið hefur fengið við Suðurlandsbraut 72-74. Gjaldið nemur samtals rúmlega 44 milljónum króna en annars er um að ræða gatnagerðargjald og hins vegar byggingarréttargjald. Var í tillögunni vísað í þá starfsemi sem Hjálpræðisherinn hefur staðið fyrir í Reykjavík í 120 ár en tillagan var felld með fjórum atkvæðum meirihlutans í borginni gegn tveimur atkvæðum minnihlutans. Í bókun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugallarvina var vísað í lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar til Félags múslima árið 2013 en trúfélagið þurfti ekki að greiða byggingarréttargjald: „Við hörmum að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna skuli kjósa að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um að samtökin verði undanþegin byggingarréttargjaldi vegna umræddrar byggingar. Til samanburðar má nefna að árið 2013 ákvað meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar að úthluta öðru skráðu trúfélagi, Félagi múslíma, lóð undir moskubyggingu við sömu götu og var sú lóðarúthlutun undanþegin bæði byggingarréttargjaldi og gatnagerðargjaldi, ásamt því að í því tilviki voru engar kvaðir um skil lóðar ef frestir væru ekki virtir,“ sagði í bókuninni. Í gagnbókun Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna sagði að sá málflutningur að bera lóðaúthlutunina nú saman við lóðaúthlutun til Félags múslima væri villandi og að hann hlyti að teljast ámælisverður. „Málin hafa fátt sammerkt annað en að um skráð trúfélög er að ræða og að lóðirnar eru á svipuðum stað. Athygli vekur að borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taki úthlutun til félags Múslima sérstaklega fyrir í samhenginu en nefni ekki aðrar sambærilegar lóðaúthlutanir til trúfélaga, sem fram fóru þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í meirihluta í borginni. Slíkar lóðaúthlutanir til trúfélaga undir tilbeiðslustarf hafa farið fram á jafnræðisgrunni þar sem ekki er hægt að mismuna trúfélögum í þessum efnum - og að beiðni viðkomandi trúfélaga. Starfsemi Hjálpræðishersins er annars eðlis og að auki hefur félagið ekki farið fram á niðurfellingu byggingarréttargjalds, heldur hafa samningar náðst um eðlilegt endurgjald sem allir aðilar eru sáttir við. Þá er minnt á að Hjálpræðisherinn er að flytja starfsemi sína að eigin frumkvæði úr húsi í miðborg Reykjavíkur sem hefur þegar verið selt á verði sem samræmist fasteignaverði miðsvæðis,“ sagði í bókun meirihlutans. Í gagnbókun minnihlutans kom fram að fyrir lægi að tveimur trúfélögum hafi nú verið úthlutað lóðum á „eftirsóttum stað miðsvæðis í borginni“ en ljóst væri að borgaryfirvöldum hefði ekki borið skylda til að úthluta lóðunum til umræddra trúfélaga. „Fyrir liggur að annað trúfélagið fékk lóðina ókeypis, þ.e. án nokkurs endurgjalds, en hitt trúfélagið, sem sinnt hefur hjálpar- og góðgerðarstarfi í borginni í meira en 120 ár, þarf að greiða Reykjavíkurborg fullt verð fyrir, bæði gatnagerðargjald og sérstakt gjald fyrir byggingarrétt. Í sjálfu sér kemur það málinu ekki við hvernig Hjálpræðisherinn hyggst fjármagna nýbyggingu sína enda ljóst að samtökin eru ekki og hafa aldrei verið rekin í ágóðaskyni heldur í hjálpar- og góðgerðaskyni.“ Tengdar fréttir Fullt hús og blendnar tilfinningar á rýmingarsölu Herkastalans Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir áratugalanga starfsemi þar. 24. september 2016 20:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram tillögu á borgarráðsfundi í dag um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar sem trúfélagið hefur fengið við Suðurlandsbraut 72-74. Gjaldið nemur samtals rúmlega 44 milljónum króna en annars er um að ræða gatnagerðargjald og hins vegar byggingarréttargjald. Var í tillögunni vísað í þá starfsemi sem Hjálpræðisherinn hefur staðið fyrir í Reykjavík í 120 ár en tillagan var felld með fjórum atkvæðum meirihlutans í borginni gegn tveimur atkvæðum minnihlutans. Í bókun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugallarvina var vísað í lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar til Félags múslima árið 2013 en trúfélagið þurfti ekki að greiða byggingarréttargjald: „Við hörmum að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna skuli kjósa að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um að samtökin verði undanþegin byggingarréttargjaldi vegna umræddrar byggingar. Til samanburðar má nefna að árið 2013 ákvað meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar að úthluta öðru skráðu trúfélagi, Félagi múslíma, lóð undir moskubyggingu við sömu götu og var sú lóðarúthlutun undanþegin bæði byggingarréttargjaldi og gatnagerðargjaldi, ásamt því að í því tilviki voru engar kvaðir um skil lóðar ef frestir væru ekki virtir,“ sagði í bókuninni. Í gagnbókun Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna sagði að sá málflutningur að bera lóðaúthlutunina nú saman við lóðaúthlutun til Félags múslima væri villandi og að hann hlyti að teljast ámælisverður. „Málin hafa fátt sammerkt annað en að um skráð trúfélög er að ræða og að lóðirnar eru á svipuðum stað. Athygli vekur að borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taki úthlutun til félags Múslima sérstaklega fyrir í samhenginu en nefni ekki aðrar sambærilegar lóðaúthlutanir til trúfélaga, sem fram fóru þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í meirihluta í borginni. Slíkar lóðaúthlutanir til trúfélaga undir tilbeiðslustarf hafa farið fram á jafnræðisgrunni þar sem ekki er hægt að mismuna trúfélögum í þessum efnum - og að beiðni viðkomandi trúfélaga. Starfsemi Hjálpræðishersins er annars eðlis og að auki hefur félagið ekki farið fram á niðurfellingu byggingarréttargjalds, heldur hafa samningar náðst um eðlilegt endurgjald sem allir aðilar eru sáttir við. Þá er minnt á að Hjálpræðisherinn er að flytja starfsemi sína að eigin frumkvæði úr húsi í miðborg Reykjavíkur sem hefur þegar verið selt á verði sem samræmist fasteignaverði miðsvæðis,“ sagði í bókun meirihlutans. Í gagnbókun minnihlutans kom fram að fyrir lægi að tveimur trúfélögum hafi nú verið úthlutað lóðum á „eftirsóttum stað miðsvæðis í borginni“ en ljóst væri að borgaryfirvöldum hefði ekki borið skylda til að úthluta lóðunum til umræddra trúfélaga. „Fyrir liggur að annað trúfélagið fékk lóðina ókeypis, þ.e. án nokkurs endurgjalds, en hitt trúfélagið, sem sinnt hefur hjálpar- og góðgerðarstarfi í borginni í meira en 120 ár, þarf að greiða Reykjavíkurborg fullt verð fyrir, bæði gatnagerðargjald og sérstakt gjald fyrir byggingarrétt. Í sjálfu sér kemur það málinu ekki við hvernig Hjálpræðisherinn hyggst fjármagna nýbyggingu sína enda ljóst að samtökin eru ekki og hafa aldrei verið rekin í ágóðaskyni heldur í hjálpar- og góðgerðaskyni.“
Tengdar fréttir Fullt hús og blendnar tilfinningar á rýmingarsölu Herkastalans Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir áratugalanga starfsemi þar. 24. september 2016 20:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Fullt hús og blendnar tilfinningar á rýmingarsölu Herkastalans Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir áratugalanga starfsemi þar. 24. september 2016 20:00