Mikil notkun samfélagsmiðla gerir ungar stúlkur þunglyndar Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 6. október 2016 07:00 Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor í viðskiptafræði. Vaxandi einkenni kvíða og þunglyndis má greina hjá stelpum á landinu öllu í 8. til 10. bekk. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skýrslu Rannsókna & greiningar, um lýðheilsu ungs fólks. Fylgni er á milli mikils kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. „Þegar við horfum á breytingar á meðaltölum yfir kvíða sjáum við ekki mikið vera að gerast. Aftur á móti þegar við skoðum stúlkur, sérstaklega þær sem eru hvað verst settar gagnvart kvíða og þunglyndi, kemur í ljós að sá hópur hefur stækkað verulega á örfáum árum,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir, stofnandi Rannsókna og greininga. Skýrslan hefur verið kynnt bæjarfélögum en rannsóknirnar eru framkvæmdar meðal allra barna í grunnskólum landsins á nokkurra ára fresti. Ingibjörg Eva Þórisdóttir, doktorsnemi í sálfræði, er að vinna doktorsverkefni um þetta vandamál. Að sögn Ingu Dóru sér Ingibjörg mjög skýrt í tölfræðinni í skýrslunni að það séu sterk tengsl milli mikillar notkunar á Facebook og annarra samfélagsmiðla og kvíða og þunglyndis. „Jafnvel er það þannig að stelpur sem eru í erfiðri stöðu varðandi efnahag og annað, Facebook virðist magna upp vanda og auka líkur á kvíða. Ég hef ákveðnar kenningar um að það tengist samanburði. Ung stúlka sagði við mig ekki alls fyrir löngu að þetta snerist allt um að fá like. Ef það eru ekki komin nógu mörg like þá ertu annaðhvort ekki nógu falleg eða vinirnir eru of fáir.“ Einnig kom í ljós að svefn nemenda er of lítill. Um 30-40% nemenda sofa um sjö klukkustundir eða minna á sólarhring. Til eru dæmi um stelpur sem sofa jafnvel með símann við hliðina á sér og séu að vakna við hverja tilkynningu sem Facebook sendir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Vaxandi einkenni kvíða og þunglyndis má greina hjá stelpum á landinu öllu í 8. til 10. bekk. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skýrslu Rannsókna & greiningar, um lýðheilsu ungs fólks. Fylgni er á milli mikils kvíða og þunglyndis og mikillar notkunar á samskiptamiðlum. „Þegar við horfum á breytingar á meðaltölum yfir kvíða sjáum við ekki mikið vera að gerast. Aftur á móti þegar við skoðum stúlkur, sérstaklega þær sem eru hvað verst settar gagnvart kvíða og þunglyndi, kemur í ljós að sá hópur hefur stækkað verulega á örfáum árum,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir, stofnandi Rannsókna og greininga. Skýrslan hefur verið kynnt bæjarfélögum en rannsóknirnar eru framkvæmdar meðal allra barna í grunnskólum landsins á nokkurra ára fresti. Ingibjörg Eva Þórisdóttir, doktorsnemi í sálfræði, er að vinna doktorsverkefni um þetta vandamál. Að sögn Ingu Dóru sér Ingibjörg mjög skýrt í tölfræðinni í skýrslunni að það séu sterk tengsl milli mikillar notkunar á Facebook og annarra samfélagsmiðla og kvíða og þunglyndis. „Jafnvel er það þannig að stelpur sem eru í erfiðri stöðu varðandi efnahag og annað, Facebook virðist magna upp vanda og auka líkur á kvíða. Ég hef ákveðnar kenningar um að það tengist samanburði. Ung stúlka sagði við mig ekki alls fyrir löngu að þetta snerist allt um að fá like. Ef það eru ekki komin nógu mörg like þá ertu annaðhvort ekki nógu falleg eða vinirnir eru of fáir.“ Einnig kom í ljós að svefn nemenda er of lítill. Um 30-40% nemenda sofa um sjö klukkustundir eða minna á sólarhring. Til eru dæmi um stelpur sem sofa jafnvel með símann við hliðina á sér og séu að vakna við hverja tilkynningu sem Facebook sendir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“