Erlent

Snýr við hlutverkum flokkanna

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Theresa May á landsþingi Íhaldsflokksins í gær.
Theresa May á landsþingi Íhaldsflokksins í gær. vísir/epa
Theresa May, leiðtogi Íhaldsflokksins, vill snúa við hlutverkum stóru flokkanna. Verkamannaflokkurinn sé orðinn „illkvittni flokkurinn“ en Íhaldsflokkurinn eigi að snúa sér að því að „styðja þá sem veikburða eru og rísa gegn þeim sem völdin hafa“.

Þetta sagði hún í lokaræðu sinni á landsþingi Íhaldsflokksins í gær, en hún tók við stjórn flokksins í sumar eftir að David Cameron sagði af sér.

Hún fór að vísu ekkert í grafgötur með það að hún styddi frjálsan markað heilshugar, rétt eins og fyrri leiðtogar flokksins, en sagði peningaöflin oft bregðast almenningi. Og þá verði stjórnvöld að bregðast við og „leiðrétta markaðinn“.

„Þegar markaðir virka öfugt, þá eigum við að vera reiðubúin til að grípa inn í,“ sagði hún. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×