Innlent

Víkingaskipið komið á flot

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá aðgerðunum í gærkvöld.
Frá aðgerðunum í gærkvöld. vísir/anton brink
Víkingaskipið Vésteinn, sem sökk við flotbryggju í gömlu höfninni í Reykjavík í gærkvöldi, náðist á flot seint í gærkvöldi og var híft upp á bryggju. Talið er að sjór hafi gengið yfir flotbryggjuna og ofan í skipið, sem hékk í landfestunum þegar það var orðið fullt, en sökk ekki til botns.

Skipið, sem er tæplega tíu metra langt og í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Reykjavík Viking Adventure, virðist vera óskemmt, nema hvað einhverjar skemmdir kunna að hafa orðið á vélbúnaði þess.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×