Erlent

Vígamenn drápu fjölda fólks í Kenía

Atli Ísleifsson skrifar
Keníski stjórnarherinn hefur tekið þátt í aðgerðunum gegn al-Shabab í Sómalíu.
Keníski stjórnarherinn hefur tekið þátt í aðgerðunum gegn al-Shabab í Sómalíu. Vísir/AFP
Vígamenn sem taldir eru tilheyra hryðjuverkasamtökunum al-Shabab myrtu í nótt að minnsta kosti sex manns þegar áhlaup var gert á vinnubúðir í norðausturhluta Kenía.

Yfirvöld á svæðinu fullyrða að öryggisvörðum hafi tekist að bjarga lífi tuga annarra sem stóð til að drepa einnig, en árásin var gerð á erlenda starfsmenn á svæðinu.

Al-Shabab stendur í stríði við ríkisstjórnina í Sómalíu sem studd er af Sameinuðu þjóðunum, en hefur ítrekað gert árásir yfir landamærin, í Kenýa. Keníski stjórnarherinn hefur tekið þátt í aðgerðunum gegn samtökunum í Sómalíu.

Liðsmenn al-Shabab hafa meðal annars beint árásum sínum að öryggissveitum og öðrum en heimamönnum í Mandera-héraði í Kenía, sem á landamæri að Sómalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×