Erlent

Farage getur ekki hætt

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Diane James hætti og Nigel Farage er tekinn við aftur, í bili.
Diane James hætti og Nigel Farage er tekinn við aftur, í bili. vísir/epa
Nigel Farage ætlar að vera bráðabirgðaformaður breska UKIP-flokksins þangað til nýr leiðtogi verður kosinn.

Hann sagði af sér í sumar eftir að hafa náð fram helsta baráttumáli sínu, þegar Bretar höfðu samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr Evrópusambandinu.

Diane James var kosin leiðtogi í staðinn, en hún sagði óvænt af sér í gær eftir að hafa verið aðeins átján daga í embættinu.

Hún sagðist ekki njóta nægilegs trausts innan flokksins til að gera þær breytingar á honum, sem hún hafði lofað að gera.

„Ég er alltaf að reyna að sleppa,” sagði Farage í gær, „en áður en ég er alveg laus þá toga þau mig til baka.”

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×