Ungmenni funduðu um innflytjenda- og flóttamannamál í Evrópu Sæunn Gísladóttir skrifar 6. október 2016 13:15 Þrjátíu sjálfboðaliðar frá þremur löndum komu til landsins til að taka þátt. Mynd/AFS Í síðustu viku komu til landsins 30 sjálfboðaliðar frá þremur löndum til þess að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu á vegum AFS á Íslandi. Þetta var samvinnuverkefni fjögurra AFS deilda frá Íslandi, Þýskalandi, Slóvakíu og Portúgal og kallast á ensku Chapter Exchange (ChapEx) eða svokölluð deildaskipti. AFS á Íslandi eru friðar- og fræðslusamtök sem vinna að markmiðum sínum um aukna vitneskju fólks um margbreytileika ólíkra menningarsamfélaga í gegnum nemendaskipti ungs fólks Þetta er í þriðja skipti sem sjálfboðaliðar AFS á Íslandi taka þátt í og undirbúa slíka ráðstefnu og er viðfangsefnið mismunandi í hvert skipti. Verkefnið hóf göngu sína á Íslandi með vikulangri ráðstefnu um innflytjenda- og flóttamannamál í Evrópu en titill verkefnisins í þetta skipti var „Changes through action: Seeing beyond our national identity and exploring the multicultural Europe“. Þátttakendur fengu fyrirlestra um fjölmenningu, innflytjendur og flóttamenn auk þess sem þátttökulöndin undirbjuggu einnig smiðjur til þess að deila með hinum þátttakendunum. Í vikunni gafst einnig tími til þess að byrja sín eigin verkefni og það komu margar góðar tillögur að framtíðarverkefnum úr þeirri hugmyndavinnu. Verkefnið var styrkt af Evrópu unga fólksins og síðasta vika var einungis byrjunin á hringnum - það verða haldnar þrjár ráðstefnur í viðbót í hverju landi fyrir sig á sex mánaða fresti og mun sú næsta eiga sér stað í Portúgal í febrúar. Sjálfboðaliðarnir dvöldu í fjóra daga í Hlíðardalsskóla við Þorlákshöfn og fjóra daga í Reykjavík. Íslensku sjálfboðaliðarnir unnu hörðum höndum mánuðum saman við að undirbúa komu erlendu sjálfboðaliðanna og ríkti mikil ánægja með verkefnið í heild sinni. Til viðbótar við fyrirlestrana og smiðjurnar fengu gestirnir að kynnast íslenskri menningu og að fara hinn víðfræga gullna hring. Á lokadegi ráðstefnunnar tóku sjálfboðaliðarnir þátt í IDD eða Intercultural Dialogue Day sem átti sér stað í Hinu húsinu þann 1. október. IDD leggur upp úr því að fagna fjölbreytileikanum og er síðasta fimmtudaginn í september á hverju ári - í þetta skiptið var honum fagnað á laugardeginum eftir IDD hins vegar. AFS á Íslandi stóð fyrir viðburðinum og fengu þátttakendur ChapEx að taka stóran þátt í honum með því að halda og bjóða fólki á smiðjur um fjölbreytileika og fjölmenningu. Þátttakendur verkefnisins flugu svo heim á sunnudaginn eftir vel heppnaða viku og hlakka mikið til næstu ráðstefna. Flóttamenn Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Í síðustu viku komu til landsins 30 sjálfboðaliðar frá þremur löndum til þess að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu á vegum AFS á Íslandi. Þetta var samvinnuverkefni fjögurra AFS deilda frá Íslandi, Þýskalandi, Slóvakíu og Portúgal og kallast á ensku Chapter Exchange (ChapEx) eða svokölluð deildaskipti. AFS á Íslandi eru friðar- og fræðslusamtök sem vinna að markmiðum sínum um aukna vitneskju fólks um margbreytileika ólíkra menningarsamfélaga í gegnum nemendaskipti ungs fólks Þetta er í þriðja skipti sem sjálfboðaliðar AFS á Íslandi taka þátt í og undirbúa slíka ráðstefnu og er viðfangsefnið mismunandi í hvert skipti. Verkefnið hóf göngu sína á Íslandi með vikulangri ráðstefnu um innflytjenda- og flóttamannamál í Evrópu en titill verkefnisins í þetta skipti var „Changes through action: Seeing beyond our national identity and exploring the multicultural Europe“. Þátttakendur fengu fyrirlestra um fjölmenningu, innflytjendur og flóttamenn auk þess sem þátttökulöndin undirbjuggu einnig smiðjur til þess að deila með hinum þátttakendunum. Í vikunni gafst einnig tími til þess að byrja sín eigin verkefni og það komu margar góðar tillögur að framtíðarverkefnum úr þeirri hugmyndavinnu. Verkefnið var styrkt af Evrópu unga fólksins og síðasta vika var einungis byrjunin á hringnum - það verða haldnar þrjár ráðstefnur í viðbót í hverju landi fyrir sig á sex mánaða fresti og mun sú næsta eiga sér stað í Portúgal í febrúar. Sjálfboðaliðarnir dvöldu í fjóra daga í Hlíðardalsskóla við Þorlákshöfn og fjóra daga í Reykjavík. Íslensku sjálfboðaliðarnir unnu hörðum höndum mánuðum saman við að undirbúa komu erlendu sjálfboðaliðanna og ríkti mikil ánægja með verkefnið í heild sinni. Til viðbótar við fyrirlestrana og smiðjurnar fengu gestirnir að kynnast íslenskri menningu og að fara hinn víðfræga gullna hring. Á lokadegi ráðstefnunnar tóku sjálfboðaliðarnir þátt í IDD eða Intercultural Dialogue Day sem átti sér stað í Hinu húsinu þann 1. október. IDD leggur upp úr því að fagna fjölbreytileikanum og er síðasta fimmtudaginn í september á hverju ári - í þetta skiptið var honum fagnað á laugardeginum eftir IDD hins vegar. AFS á Íslandi stóð fyrir viðburðinum og fengu þátttakendur ChapEx að taka stóran þátt í honum með því að halda og bjóða fólki á smiðjur um fjölbreytileika og fjölmenningu. Þátttakendur verkefnisins flugu svo heim á sunnudaginn eftir vel heppnaða viku og hlakka mikið til næstu ráðstefna.
Flóttamenn Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira