Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2016 11:56 Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og eigandi Plain Vanilla. Vísir/Vilhelm Fyrirtækið Plain Vanilla mun loka skrifstofu sinni hér á landi og öllum 36 starfsmönnum fyrirtækisins verður sagt upp störfum. Þetta gerist í kjölfar ákvörðunar bandaríska sjónvarpsrisans NBC að framleiða ekki sjónvarpsþátt byggðan á spurningaleiknum QuizUp. Leikurinn er spilaður í snjallsíma og var komið á fót í nóvember fyrir þremur árum. NBC tók ákvörðun sína í síðustu viku en Plain Vanilla hafði lagt öll eggin í sömu körfu og treyst á að sjónvarpsþátturinn myndi tryggja framtíð leiksins. Sjónvarpsþáttur á besta tíma á NBC hefði verið stór auglýsing fyrir leikinn og voru bundnar vonir við að notendum myndi fjölga mikið í kjölfarið. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og eigandi Plain Vanilla, segir fyrirtækið ekki á leið í gjaldþrot en verið sé að segja öllum upp svo að hægt verði að greiða starfsmönnum uppsagnarfrest þeirra. Rekstrargrundvöllur í hættu Mikil vinna hefði verið lögð í nýjan sjónvarpsþátt sem til stóð að gera í Bandaríkjunum í samvinnu við NBC. Þorsteinn segir að sá þáttur hefði dregið fjölda nýrra notenda að QuizUp, spurningaleik Plain Vanilla. „Svo gerist það núna fyrir nokkrum dögum að við fáum, því miður, skilaboð frá NBC um að þeir ætli að hætta við framleiðslu þáttarins. Þetta setti okkar rekstrargrundvöll í hættu og þar af leiðandi þurfum við að segja upp öllu starfsfólki og loka skrifstofunni á Íslandi.“ Þorsteinn segir að leikurinn QuizUp muni halda áfram. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt. Við settum rosalega mikla orku og tíma í að vinna þennan sjónvarpsþátt sem átti að vera smá bylting í gagnvirku sjónvarpi í heiminum. Við vorum mjög spennt fyrir þessu verkefni og svo kemur þessi skellur. Það er því miður staðan eins og hún er núna,“ segir Þorsteinn.„Stórkostlegt ævintýri“ Þorsteinn segir að á móti komi að gangur fyrirtækisins hafi verið stórkostlegt ævintýri. Hundrað manns hafi öðlast ótrúlega reynslu við starfsemina. 80 milljón manns hafi spilað QuizUp og Plain Vanilla hafi komið með vel yfir fimm milljarða króna inn í landið. „Ég vonast til þess að þetta verði gott kickstart í frumkvöðlastarfinu á Íslandi. Að fá fólk með reynslu sem vonandi skapar fullt af flottum fyrirtækjum og býr til verðmæti. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að byggja þetta upp og hlakka til þess að taka mér smá frí og gera eitthvað nýtt.“ Þorsteinn verður í viðtali í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19.10.Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla.Plain Vanilla sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu sem sjá má hér að neðan.„Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla, sem framleiðir spurningaleikinn QuizUp, mun loka skrifstofu sinni á Íslandi. Starfsfólki var sagt frá fyrirhugaðri lokun fyrirtækisins í morgun og fengu allir 36 starfsmenn uppsagnarbréf. Frá áramótum hefur mikill viðsnúningur orðið á rekstri Plain Vanilla og tekjur aukist mikið en enn var þó halli á rekstrinum því kostnaðurinn við að viðhalda samfélagi notenda innan leiksins var mikill.Vonir stóðu til að reksturinn yrði sjálfbær þegar notendum fjölgaði samhliða áætlaðri frumsýningu sjónvarpsþáttaraðar undir merkjum QuizUp á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC næsta vor en þegar ljóst var að ekki yrði af framleiðslu þáttarins brustu rekstrarforsendur til frekari fjármögnunar og þróunar á QuizUp hér á landi.Plain Vanilla mun halda QuizUp gangandi áfram og leitað verður leiða til að þróun leiksins geti haldið áfram þrátt fyrir að ekki verði af sjónvarpsþættinum og þrátt fyrir lokun skrifstofunnar hér á landi.Tilkynnt var um það síðasta haust að Plain Vanilla og NBC hefðu náð samkomulagi um framleiðslu spurningaþáttar að nafni QuizUp og átti þátturinn að hefja göngu sína á NBC þann 5. mars nk. Búið var að panta 13 þætti sem áttu að vera á dagskrá á sunnudagskvöldum kl. 19:00 vestanhafs og hafði starfsfólk frá Plain Vanilla unnið að þróun þáttarins, bæði hér heima og í stúdíói sjónvarpsrisans í Hollywood, síðustu mánuði. Að auki var búið að selja sýningarrétt þáttarins til helstu markaðssvæða eins og Bretlands, Frakklands, Chile, Argentínu og Nýja-Sjálands.80 milljónir hafa hlaðið niður QuizUp og enn bætast 20.000 nýir notendur við leikinn á dag. Í tengslum við þróun leiksins sköpuðust tæplega 100 tæknistörf á Íslandi þegar mest var og hafa stofnendurnir komið með 5 milljarða króna frá erlendum fjárfestum inn í íslenskt hagkerfi.“ Tengdar fréttir Fækkun um 40 á einu ári hjá Plain Vanilla: Fyrirtækið tók meðvitað mikla áhættu Lektor í nýsköpun og viðskiptaþróun segir of mikið í lagt að líta á niðurskurð á Plain Vanilla sem einhverjar ófarir. 29. apríl 2016 15:18 Plain Vanilla fækkar stöðugildum um 14 Plain Vanilla hyggst skila hagnaði innan sex mánaða og einblína á þróun QuizUp spurningaþáttarins. 28. janúar 2016 12:05 Stærsta breytingin á QuizUp frá upphafi: „Ég er ótrúlega spenntur“ Í dag hefur nýrri viðbót í QuizUp verið hleypt af stokkunum og nefnist hún My QuizUp og á hún líklega eftir að vekja talsverða athygli, fjölga notendum mikið og síðast en ekki síst fjölga þeim tilefnum þar sem fólk spilar leikinn. 24. september 2015 12:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Fyrirtækið Plain Vanilla mun loka skrifstofu sinni hér á landi og öllum 36 starfsmönnum fyrirtækisins verður sagt upp störfum. Þetta gerist í kjölfar ákvörðunar bandaríska sjónvarpsrisans NBC að framleiða ekki sjónvarpsþátt byggðan á spurningaleiknum QuizUp. Leikurinn er spilaður í snjallsíma og var komið á fót í nóvember fyrir þremur árum. NBC tók ákvörðun sína í síðustu viku en Plain Vanilla hafði lagt öll eggin í sömu körfu og treyst á að sjónvarpsþátturinn myndi tryggja framtíð leiksins. Sjónvarpsþáttur á besta tíma á NBC hefði verið stór auglýsing fyrir leikinn og voru bundnar vonir við að notendum myndi fjölga mikið í kjölfarið. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og eigandi Plain Vanilla, segir fyrirtækið ekki á leið í gjaldþrot en verið sé að segja öllum upp svo að hægt verði að greiða starfsmönnum uppsagnarfrest þeirra. Rekstrargrundvöllur í hættu Mikil vinna hefði verið lögð í nýjan sjónvarpsþátt sem til stóð að gera í Bandaríkjunum í samvinnu við NBC. Þorsteinn segir að sá þáttur hefði dregið fjölda nýrra notenda að QuizUp, spurningaleik Plain Vanilla. „Svo gerist það núna fyrir nokkrum dögum að við fáum, því miður, skilaboð frá NBC um að þeir ætli að hætta við framleiðslu þáttarins. Þetta setti okkar rekstrargrundvöll í hættu og þar af leiðandi þurfum við að segja upp öllu starfsfólki og loka skrifstofunni á Íslandi.“ Þorsteinn segir að leikurinn QuizUp muni halda áfram. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt. Við settum rosalega mikla orku og tíma í að vinna þennan sjónvarpsþátt sem átti að vera smá bylting í gagnvirku sjónvarpi í heiminum. Við vorum mjög spennt fyrir þessu verkefni og svo kemur þessi skellur. Það er því miður staðan eins og hún er núna,“ segir Þorsteinn.„Stórkostlegt ævintýri“ Þorsteinn segir að á móti komi að gangur fyrirtækisins hafi verið stórkostlegt ævintýri. Hundrað manns hafi öðlast ótrúlega reynslu við starfsemina. 80 milljón manns hafi spilað QuizUp og Plain Vanilla hafi komið með vel yfir fimm milljarða króna inn í landið. „Ég vonast til þess að þetta verði gott kickstart í frumkvöðlastarfinu á Íslandi. Að fá fólk með reynslu sem vonandi skapar fullt af flottum fyrirtækjum og býr til verðmæti. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að byggja þetta upp og hlakka til þess að taka mér smá frí og gera eitthvað nýtt.“ Þorsteinn verður í viðtali í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19.10.Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla.Plain Vanilla sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu sem sjá má hér að neðan.„Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla, sem framleiðir spurningaleikinn QuizUp, mun loka skrifstofu sinni á Íslandi. Starfsfólki var sagt frá fyrirhugaðri lokun fyrirtækisins í morgun og fengu allir 36 starfsmenn uppsagnarbréf. Frá áramótum hefur mikill viðsnúningur orðið á rekstri Plain Vanilla og tekjur aukist mikið en enn var þó halli á rekstrinum því kostnaðurinn við að viðhalda samfélagi notenda innan leiksins var mikill.Vonir stóðu til að reksturinn yrði sjálfbær þegar notendum fjölgaði samhliða áætlaðri frumsýningu sjónvarpsþáttaraðar undir merkjum QuizUp á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC næsta vor en þegar ljóst var að ekki yrði af framleiðslu þáttarins brustu rekstrarforsendur til frekari fjármögnunar og þróunar á QuizUp hér á landi.Plain Vanilla mun halda QuizUp gangandi áfram og leitað verður leiða til að þróun leiksins geti haldið áfram þrátt fyrir að ekki verði af sjónvarpsþættinum og þrátt fyrir lokun skrifstofunnar hér á landi.Tilkynnt var um það síðasta haust að Plain Vanilla og NBC hefðu náð samkomulagi um framleiðslu spurningaþáttar að nafni QuizUp og átti þátturinn að hefja göngu sína á NBC þann 5. mars nk. Búið var að panta 13 þætti sem áttu að vera á dagskrá á sunnudagskvöldum kl. 19:00 vestanhafs og hafði starfsfólk frá Plain Vanilla unnið að þróun þáttarins, bæði hér heima og í stúdíói sjónvarpsrisans í Hollywood, síðustu mánuði. Að auki var búið að selja sýningarrétt þáttarins til helstu markaðssvæða eins og Bretlands, Frakklands, Chile, Argentínu og Nýja-Sjálands.80 milljónir hafa hlaðið niður QuizUp og enn bætast 20.000 nýir notendur við leikinn á dag. Í tengslum við þróun leiksins sköpuðust tæplega 100 tæknistörf á Íslandi þegar mest var og hafa stofnendurnir komið með 5 milljarða króna frá erlendum fjárfestum inn í íslenskt hagkerfi.“
Tengdar fréttir Fækkun um 40 á einu ári hjá Plain Vanilla: Fyrirtækið tók meðvitað mikla áhættu Lektor í nýsköpun og viðskiptaþróun segir of mikið í lagt að líta á niðurskurð á Plain Vanilla sem einhverjar ófarir. 29. apríl 2016 15:18 Plain Vanilla fækkar stöðugildum um 14 Plain Vanilla hyggst skila hagnaði innan sex mánaða og einblína á þróun QuizUp spurningaþáttarins. 28. janúar 2016 12:05 Stærsta breytingin á QuizUp frá upphafi: „Ég er ótrúlega spenntur“ Í dag hefur nýrri viðbót í QuizUp verið hleypt af stokkunum og nefnist hún My QuizUp og á hún líklega eftir að vekja talsverða athygli, fjölga notendum mikið og síðast en ekki síst fjölga þeim tilefnum þar sem fólk spilar leikinn. 24. september 2015 12:00 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Fækkun um 40 á einu ári hjá Plain Vanilla: Fyrirtækið tók meðvitað mikla áhættu Lektor í nýsköpun og viðskiptaþróun segir of mikið í lagt að líta á niðurskurð á Plain Vanilla sem einhverjar ófarir. 29. apríl 2016 15:18
Plain Vanilla fækkar stöðugildum um 14 Plain Vanilla hyggst skila hagnaði innan sex mánaða og einblína á þróun QuizUp spurningaþáttarins. 28. janúar 2016 12:05
Stærsta breytingin á QuizUp frá upphafi: „Ég er ótrúlega spenntur“ Í dag hefur nýrri viðbót í QuizUp verið hleypt af stokkunum og nefnist hún My QuizUp og á hún líklega eftir að vekja talsverða athygli, fjölga notendum mikið og síðast en ekki síst fjölga þeim tilefnum þar sem fólk spilar leikinn. 24. september 2015 12:00