Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 12:02 Birgir Jakobsson. Vísir/Stefán Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. Drengurinn hafði orðið fyrir súrefnisskorti í fæðingu sem olli alvarlegum heilaskaða. Niðurstaða landlæknis var sú að heilbrigðisstarfsfólk hefði sýnt af sér vanrækslu í fæðingunni, gert mistök og sýnt af sér ótilhlýðilega framkomu við Sigríði og Karl. Ítarlega var fjallað um málið í Kastljósi í gær og var rætt við Birgi í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann segir mikilvægt að tilkynna um öll mistök sem verða í heilbrigðisþjonustu svo hægt sé að læra af þeim. Eitt af því sem foreldrarnir gerðu athugasemdir við var að andlát Nóa Hrafns var ekki tilkynnt til lögreglu. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á spítalanum sagði í Kastljósi í gær að óljóst væri hvenær tilkynna dauðsfall á spítalanum til lögreglu, en lagaákvæðið er þó nokkuð skýrt. Birgir segist sammála því að þetta sé kannski ekki alveg augljóst. „Ég er sammála spítalanum í því að það er kannski ekki alveg augljóst hvenær á að gera það og þegar það er ekki alveg augljóst þá er það mitt mat að það sé kannski betra að gera það oftar en ekki en ástæðan fyrir því að maður þarf að íhuga það það er bara til þess að ganga úr skugga um það eins fljótt og mögulegt er að ekkert brotlegt hafi átt sér stað. Það eru dæmi þess að eitthvað brotlegt hafi átt sér stað innan heilbrigðiskerfisins og þá er það hlutverk lögreglu að rannsaka það strax.“ Landlæknir bendir jafnframt á að þetta verði oft matsatriði en ef einhver deyr af óljósum ástæðum og grunur leiki á að það geti verið vegna einhvers sem gerðist á spítalanum þá sé það mat hans að alltaf eigi að tilkynna dauðsfallið til lögreglu. Þá segir Birgir jafnframt að það geti verið tregi hjá heilbrigðisstarfsmönnum að kalla til lögreglu enda vilji maður ekki trúa öðru en að heilbrigðisstarfsfólk að sé að reyna að gera sitt besta. Einnig sé það svo að innan heilbrigðisþjónustunnar þyki fólk oft erfitt að viðurkenna mistök. „Ég held að það sé rétt að það er ákveðin menning innan heilbrigðisþjónustunnar sem hefur verið kallað á ensku shame and blame-menning, það er að segja að kenna um þar af leiðandi hefur fólk átt erfitt með að viðurkenna mistök. Það er ákveðin tilhneiging hjá eftirlitsaðilum að komast burtu frá þessu og reyna að nota mistök til að læra af þeim. Þá er mjög mikilvægt að maður opni upp og tilkynni öll mistök og takist á við þau þegar þau gerast og ekki fara varnarleik.“ Tengdar fréttir „Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34 „Af hverju kemur ekki einhver?“ Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu. 30. ágúst 2016 13:18 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. Drengurinn hafði orðið fyrir súrefnisskorti í fæðingu sem olli alvarlegum heilaskaða. Niðurstaða landlæknis var sú að heilbrigðisstarfsfólk hefði sýnt af sér vanrækslu í fæðingunni, gert mistök og sýnt af sér ótilhlýðilega framkomu við Sigríði og Karl. Ítarlega var fjallað um málið í Kastljósi í gær og var rætt við Birgi í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann segir mikilvægt að tilkynna um öll mistök sem verða í heilbrigðisþjonustu svo hægt sé að læra af þeim. Eitt af því sem foreldrarnir gerðu athugasemdir við var að andlát Nóa Hrafns var ekki tilkynnt til lögreglu. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á spítalanum sagði í Kastljósi í gær að óljóst væri hvenær tilkynna dauðsfall á spítalanum til lögreglu, en lagaákvæðið er þó nokkuð skýrt. Birgir segist sammála því að þetta sé kannski ekki alveg augljóst. „Ég er sammála spítalanum í því að það er kannski ekki alveg augljóst hvenær á að gera það og þegar það er ekki alveg augljóst þá er það mitt mat að það sé kannski betra að gera það oftar en ekki en ástæðan fyrir því að maður þarf að íhuga það það er bara til þess að ganga úr skugga um það eins fljótt og mögulegt er að ekkert brotlegt hafi átt sér stað. Það eru dæmi þess að eitthvað brotlegt hafi átt sér stað innan heilbrigðiskerfisins og þá er það hlutverk lögreglu að rannsaka það strax.“ Landlæknir bendir jafnframt á að þetta verði oft matsatriði en ef einhver deyr af óljósum ástæðum og grunur leiki á að það geti verið vegna einhvers sem gerðist á spítalanum þá sé það mat hans að alltaf eigi að tilkynna dauðsfallið til lögreglu. Þá segir Birgir jafnframt að það geti verið tregi hjá heilbrigðisstarfsmönnum að kalla til lögreglu enda vilji maður ekki trúa öðru en að heilbrigðisstarfsfólk að sé að reyna að gera sitt besta. Einnig sé það svo að innan heilbrigðisþjónustunnar þyki fólk oft erfitt að viðurkenna mistök. „Ég held að það sé rétt að það er ákveðin menning innan heilbrigðisþjónustunnar sem hefur verið kallað á ensku shame and blame-menning, það er að segja að kenna um þar af leiðandi hefur fólk átt erfitt með að viðurkenna mistök. Það er ákveðin tilhneiging hjá eftirlitsaðilum að komast burtu frá þessu og reyna að nota mistök til að læra af þeim. Þá er mjög mikilvægt að maður opni upp og tilkynni öll mistök og takist á við þau þegar þau gerast og ekki fara varnarleik.“
Tengdar fréttir „Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34 „Af hverju kemur ekki einhver?“ Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu. 30. ágúst 2016 13:18 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Hefði ég fengið þá hjálp sem ég þurfti til að koma honum í heiminn þá væri hann á lífi í dag“ Landlæknir segir að vanræksla og mistök hafi átt sér stað í málinu og gagnrýnir framkomu starfsfólks harðlega. 30. ágúst 2016 21:34
„Af hverju kemur ekki einhver?“ Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson eignuðust soninn Nóa Hrafn snemma árs í fyrra. Hann lést skömmu eftir fæðingu. 30. ágúst 2016 13:18