Áhyggjufullir foreldrar neita að láta börn dvelja í sársveltum skóla Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 06:00 Dagur B. Eggertsson tók við ályktun leikskólastjórnenda í gær en mikil samstaða er meðal leikskólastarfsfólks og foreldra. fréttablaðið/anton Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík hafa komið af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á borgaryfirvöld að snúa vörn í sókn í leikskóla- og skólamálum. Fimm hundruð undirskriftir söfnuðust á fyrstu þremur tímunum. „Við neitum að láta börnin í borginni dvelja í sársveltum rekstri og krefjumst þess að forgangsraðað verði á nýjan hátt með aðbúnað þeirra og gæði skólastarfsins að leiðarljósi,“ segir í formála undirskriftasöfnunarinnar. Brynja Dögg Heiðudóttir, foreldri barns í leikskóla borgarinnar, stofnaði hópinn Leikskólamál í Reykjavík á Facebook fyrir ári og hóf undirskriftasöfnun í gær. Hún segir marga foreldra lýsa yfir áhyggjum af stöðunni og segjast frekar vilja greiða hærri leikskólagjöld en að svelta leikskólana. „Síðustu þrjá daga hafa átta hundruð manns bæst í hópinn,“ segir hún. „Á síðustu árum hefur niðurskurðurinn sett sitt mark á leikskóla dóttur minnar, það er alltaf sama dótið og allt fullt af klósettrúllum og mjólkurfernum sem er eini efniviðurinn fyrir föndur og annað.“ Formaður foreldrafélags Laugasólar tekur undir orð Brynju en félagið hefur stutt leikskólann með kaupum á leikföngum og öðru. „Við kaupum bækur, útidót, fótboltamörk, hjól og bolta svo eitthvað sé nefnt. Það er eitthvað sem leikskólinn ætti að geta keypt en það er ekki fjármagn. Svo reynum við að gleðja þreytt starfsfólk með ostabökkum og öðru álíka,“ segir Helena Gunnarsdóttir. Í samtali við aðra formenn foreldrafélaga kom í ljós að mörg félög styrkja leikskólana með gjöfum og endurnýjun á húsgögnum eða útidóti í stað þess að nota fjármagn í leiksýningar eða annað uppbrot á daglegu starfi. Í gær afhentu leikskólastjórar borgarinnar borgarstjóra ályktun þar sem niðurskurði í leikskólum er mótmælt. Skora þeir á borgaryfirvöld að endurskoða fjárveitingar til leikskóla. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira
Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík hafa komið af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á borgaryfirvöld að snúa vörn í sókn í leikskóla- og skólamálum. Fimm hundruð undirskriftir söfnuðust á fyrstu þremur tímunum. „Við neitum að láta börnin í borginni dvelja í sársveltum rekstri og krefjumst þess að forgangsraðað verði á nýjan hátt með aðbúnað þeirra og gæði skólastarfsins að leiðarljósi,“ segir í formála undirskriftasöfnunarinnar. Brynja Dögg Heiðudóttir, foreldri barns í leikskóla borgarinnar, stofnaði hópinn Leikskólamál í Reykjavík á Facebook fyrir ári og hóf undirskriftasöfnun í gær. Hún segir marga foreldra lýsa yfir áhyggjum af stöðunni og segjast frekar vilja greiða hærri leikskólagjöld en að svelta leikskólana. „Síðustu þrjá daga hafa átta hundruð manns bæst í hópinn,“ segir hún. „Á síðustu árum hefur niðurskurðurinn sett sitt mark á leikskóla dóttur minnar, það er alltaf sama dótið og allt fullt af klósettrúllum og mjólkurfernum sem er eini efniviðurinn fyrir föndur og annað.“ Formaður foreldrafélags Laugasólar tekur undir orð Brynju en félagið hefur stutt leikskólann með kaupum á leikföngum og öðru. „Við kaupum bækur, útidót, fótboltamörk, hjól og bolta svo eitthvað sé nefnt. Það er eitthvað sem leikskólinn ætti að geta keypt en það er ekki fjármagn. Svo reynum við að gleðja þreytt starfsfólk með ostabökkum og öðru álíka,“ segir Helena Gunnarsdóttir. Í samtali við aðra formenn foreldrafélaga kom í ljós að mörg félög styrkja leikskólana með gjöfum og endurnýjun á húsgögnum eða útidóti í stað þess að nota fjármagn í leiksýningar eða annað uppbrot á daglegu starfi. Í gær afhentu leikskólastjórar borgarinnar borgarstjóra ályktun þar sem niðurskurði í leikskólum er mótmælt. Skora þeir á borgaryfirvöld að endurskoða fjárveitingar til leikskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira