Búið er að opinbera hverjir skipa dómnefndirnar fyrir Eurovision keppnina sem haldin verður í Svíþjóð þann 10. maí næstkomandi. Eins og áður vega niðurstöður dómnefndanna til helmings á móti niðurstöðum atkvæðnagreiðslna.
Formaður íslensku dómnefndarinnar er Kristín Björg Þorsteinsdóttir. Með henni eru þau Magnús Jón Kjartansson, Kristjana Stefánsdóttir, Vera Hjördís Matsdóttir og Björgvin Ívar Baldursson.
Dómarana á heimsvísu, má finna hér á vef Eurovision.
Nú verður þó gerð breyting á fyrirkomulagi stigagjafarinnar og verða niðurstöður dómnefnda og símakosninga kynntar í sitthvoru lagi. Því verður stigafjöldinn tvöfalldaður.
