Viðskipti innlent

Vill sjá fleiri kvenfjárfesta koma að stjórnum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir býður sig fram í stjórn Icelandair Group.
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir býður sig fram í stjórn Icelandair Group. Vísir/Vilhelm
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, athafnakona, býður sig fram í stjórn Icelandair Group. Hún segir ástæðu þess vera að hún vilji sjá fleiri kvenfjárfesta koma að stjórnum stærstu fyrirtækja landsins.

„Við höfum séð mjög jákvæða þróun á samsetningu á stjórnum stærstu fyrirtækja landsins. Það er mikilvægt að jafnvægi ríki milli óháðra stjórnarmanna og stjórnarmanna sem hafa beina hagsmuni af árangri félaganna þegar kemur að samsetningu stjórna, en þar hefur farið lítið fyrir kvenfjárfestum. Ég ber fullt traust til núverandi stjórnar Icelandair Group, en það er öllum hollt að breyta til inn á milli," segir Svanhildur.

Öll núverandi stjórn Icelandair Group býður sig fram til áframhaldandi setu í stjórn félagsins auk Svanhildar. Í stjórn Icelandair Group sitja nú Sigurður Helgason, stjórnarformaður, Úlfar Steindórsson, Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Magnús Magnússon.

Svanhildur bauð sig fram í nóvember í stjórn VÍS, en dró framboð sitt til baka, þar sem hún taldi ekki líkur á að hún næði kjöri í stjórn.




Tengdar fréttir

Vilja fá fulltrúa sinn í stjórn VÍS

Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Þórðarson hafa óskað eftir aukahluthafafundi í VÍS þar sem kosið verði um nýja stjórn félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×