Viðskipti innlent

Arnarfell fast í Árósum eftir árekstur

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Gera þarf við flutningaskipið Arnarfell eftir samstuð við annað skip.
Gera þarf við flutningaskipið Arnarfell eftir samstuð við annað skip. Mynd/Samskip
Arnarfell, eitt af áætlunarskipum Samskipa, er fast í Árósum í Danmörku vegna skemmda.

Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að aðfaranótt fimmtudags hafi vélarvana og stjórnlaust skip siglt á Arnarfellið þar sem skipið var á leið sinni frá Cuxhaven til Árósa um Kílarskurðinn.

Engan í áhöfn Arnarfells sakaði og allur farmur er sagður óskemmdur. Við skoðun hafi hins vegar komið í ljós að skipið þarfnist viðgerðar og því þurfi að losa allan farm frá borði í Árósum. „Verið er að leita leiða til að fá annað skip til að leysa Arnarfellið af hólmi á meðan á viðgerð stendur, en ljóst er að tafir verða á siglingaáætlun Samskipa,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×