Sigmundur Davíð: „Þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2016 14:39 Formaður Framsóknarflokksins segir að niðurstöður kjördæmaþings flokksins í Norðausturkjördæmi gefi sér aukinn kraft. Vísir/Jói K. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem hann hlaut í kjöri á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrr í dag. Hann segir niðurstöðurnar gefa sér aukin kraft fyrir framhaldið en hann hafi þó ekki þorað að vonast eftir jafn góðri kosningu og hann hlaut en hann fékk 72 prósent atkvæða í efsta sæti listans. „Ég þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við Vísi. Hann segist hafa nýtt síðustu daga í að hitta og tala við kjósendur í Norðausturkjördæmi. „Ég hef orðið var við óvenju mikla velvild og þá ekki bara frá fólki í flokknum heldur einnig frá þeim sem maður hefur hitt á förnum vegi,“ segir Sigmundur Davíð. „Það virðist hafa raungerst með þessari niðurstöðu sem er ákaflega hvetjandi en maður er fyrst og fremst þakklátur fyrir þennan mikla stuðning.“ Sjá einng: „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“Hlaut Sigmundur Davíð 170 atkvæði í efsta sæti listans og fékk töluvert fleiri atkvæði en þingmennirnir Höskuldur Þórhallsson, Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir stefndu einnig á fyrsta sætið. Framundan er flokksþing Framsóknarflokksins sem fer fram 1.-2. október þar sem forysta flokksins verður endurkjörin eða endurnýjuð. Þrjú framsóknarfélög hafa í vikunni skorað á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns. Sigmundur Davíð vonast þó til þess að flokksþingið verði til þess að sameina flokkinn. „Þetta gefur mér bara aukinn kraft fyrir framhaldið og ekki síst fyrir alþingiskosningarnar sem ég er farinn að hlakka til að taka þátt í. Ég er býsna bjartsýnn á að þetta flokksþing eigi að geta orðið til þess að þjappa flokknum saman og kynna öfluga stefnu fyrir kosningarnar,“ segir Sigmundur Davíð sem reiknar ekki með að Sigurður Ingi bjóði sig fram gegn sér í embætti formanns. „Það kæmi mér á óvart miðað við það sem hann hefur sagt áður.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55 „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58 Höskuldur tekur ekki sæti á lista Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 13:10 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem hann hlaut í kjöri á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrr í dag. Hann segir niðurstöðurnar gefa sér aukin kraft fyrir framhaldið en hann hafi þó ekki þorað að vonast eftir jafn góðri kosningu og hann hlaut en hann fékk 72 prósent atkvæða í efsta sæti listans. „Ég þorði ekki að vona að þetta yrði svona afgerandi,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við Vísi. Hann segist hafa nýtt síðustu daga í að hitta og tala við kjósendur í Norðausturkjördæmi. „Ég hef orðið var við óvenju mikla velvild og þá ekki bara frá fólki í flokknum heldur einnig frá þeim sem maður hefur hitt á förnum vegi,“ segir Sigmundur Davíð. „Það virðist hafa raungerst með þessari niðurstöðu sem er ákaflega hvetjandi en maður er fyrst og fremst þakklátur fyrir þennan mikla stuðning.“ Sjá einng: „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“Hlaut Sigmundur Davíð 170 atkvæði í efsta sæti listans og fékk töluvert fleiri atkvæði en þingmennirnir Höskuldur Þórhallsson, Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir stefndu einnig á fyrsta sætið. Framundan er flokksþing Framsóknarflokksins sem fer fram 1.-2. október þar sem forysta flokksins verður endurkjörin eða endurnýjuð. Þrjú framsóknarfélög hafa í vikunni skorað á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér í embætti formanns. Sigmundur Davíð vonast þó til þess að flokksþingið verði til þess að sameina flokkinn. „Þetta gefur mér bara aukinn kraft fyrir framhaldið og ekki síst fyrir alþingiskosningarnar sem ég er farinn að hlakka til að taka þátt í. Ég er býsna bjartsýnn á að þetta flokksþing eigi að geta orðið til þess að þjappa flokknum saman og kynna öfluga stefnu fyrir kosningarnar,“ segir Sigmundur Davíð sem reiknar ekki með að Sigurður Ingi bjóði sig fram gegn sér í embætti formanns. „Það kæmi mér á óvart miðað við það sem hann hefur sagt áður.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55 „Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58 Höskuldur tekur ekki sæti á lista Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 13:10 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Sigmundur Davíð með yfirburðarkosningu í fyrsta sæti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk 72 prósent greiddra atkvæða í vali Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. 17. september 2016 12:55
„Ótvíræð stuðningsyfirlýsing við Sigmund Davíð úr kjördæminu“ Prófessor í stjórnmálafræðum segir niðurstöður kjördæmaþings Framsóknarmanna í NA-kjördæmi afgerandi. 17. september 2016 13:58
Höskuldur tekur ekki sæti á lista Höskuldur Þórhallson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. 17. september 2016 13:10