Snörp orðaskipti í Vikulokunum: „Ég held að við ættum að enda þetta á hugleiðslu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2016 15:08 Þau Sigríður María Egilsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Svavar Halldórsson mættu í Vikulokin til Helga Seljan á Rás 1 í morgun. vísir Það má segja að hart hafi verið tekist á í seinni hluta Vikulokanna á Rás 1 í dag en þangað mættu þau Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður, Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda og Sigríður María Egilsdóttir laganemi og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík suður. Helgi Seljan hélt um stjórnartauma þáttarins sem var á nokkuð léttum nótum framan af en þegar umræðan fór að snúast um búvörusamningana hitnaði heldur í kolunum og þurfti þáttastjórnandi á einum tímapunkti að biðja um að tempóið í þættinum yrði lækkað. Það er engum ofsögum sagt að nýsamþykktir búvörusamningar eru umdeildir en Alþingi samþykkti samningana í vikunni með nítján atkvæðum gegn sjö þar sem meirihluti þingmanna sat hjá eða var fjarverandi atkvæðagreiðsluna. Samningarnir fela í sér milljarða niðurgreiðslur ríkisins til landbúnaðarins en á meðal þeirra sem hafa farið mikinn í gagnrýni sinni á samningana er Finnur Árnason forstjóri Haga. Bændur sem og þingmenn hafa svarað honum fullum hálsi og í Vikulokunum í morgun snerist umræðan einmitt stundum meira um umræðuna um búvörusamningana heldur en samningana sjálfa. Sigríður María Egilsdóttir skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.Spurði hvort hagsmunir neytenda og bænda gætu ekki farið saman Þannig spurði Helgi Sigríði Maríu hvað henni þætti um landbúnaðinn og hvernig umræðan um hann sneri að henni sem Helgi sagði stundum mjög svarta og hvíta og eins og það væru engin grá svæði. „Ég er alveg fullkomlega sammála þessu og það fer mjög mikið í taugarnar á mér ef ég á segja alveg eins og er. […] Nú höfum við búið við ákveðið styrkjakerfi svo áratugum skiptir og umræðan virðist alltaf snúast upp í það og talsmenn þessa kerfis virðast alltaf þurfa að snúa þessu upp í það að þetta séu bændur og að þetta séu einhvern veginn óvinir…“ Hér greip Svavar fram í fyrir Sigríði og spurði hana hvaða talsmaður hefði verið að segja það hvar og hvenær. Hún benti honum á að lesa umræður um búvörusamninginn á Facebook. Hann sagðist þá lesa Facebook. Síðan töluðu þau ofan í hvort annað en Svavar stóð fast á því að það sem Sigríður væri að segja væri ekki rétt. „Það er hérna gríðarlega vinsæl Facebook-færsla þar sem maður er að segja að við séum að vanrækja bændur…“ sagði Sigríður en Svavar greip aftur fram í og sagði þetta gallann við umræðuna en Sigríður sagði gallann við umræðuna þann að ekki væri verið að leita að kefi sem samnýti hagsmuni bænda og neytenda. „Það er búið að benda á dæmi eftir dæmi í þessum nýju búvörusamningum um hvernig þeir stuðla ekki að betri hagsæld bænda. Af hverju erum við ekki að skoða og leita að nýjum samningum sem bæði stuðla að því og hagsmunum neytenda? Eru þetta hagsmunir sem hreinlega geta ekki farið saman? Ert það það sem þú ert að segja?“ spurði Sigríður María.Gísli Marteinn Baldursson.vísir/vilhelm„Velkomin í pólitík“ Svavar sagði svo ekki vera og eftir smá karp um hver sagði hvað sagðist Svavar geta verið sammála því að umræðan um búvörusamningana væri „alveg í ruglinu“ enda væri fólk að tjá sig um þá án þess að hafa hugmynd um hvað væri í þeim. Hann fór síðan yfir ýmislegt í tengslum við samningana sjálfa en þegar Gísli Marteinn fékk orðið byrjaði hann á að bjóða Sigríði velkomna í pólitík: „Ég segi bara við Sigríði Maríu „Velkomin í pólitík.“ Svavar er að verja hérna kerfi sem ég held að sé mjög erfitt og Alþingi ákveður núna á síðustu dögum þingsins að keyra í gegn þennan samning sem greinilega er megn óánægja með í samfélaginu og greinilega er megn óánægja með á þingi þannig að það er ekki einu sinni þannig að meirihluti þingmanna treysti sér til að samþykkja þennan samning.“ Svavar spurði svo Gísla út í það hvernig hann gæti fullyrt að það væri megn óánægja með búvörusamningana og hvort hann hefði til dæmis einhverja Gallup-könnun sem sýndi það en Gísli spurði á móti hvort ekki mætti segja að megn óánægja væri með eitthvað nema menn hefðu Gallup-könnun til að byggja á. Svavar sagði að það mætti alveg segja það ef maður hefði eitthvað til að byggja á og spurði Gísli þá hvort hann væri kominn út í þetta horn í umræðunni en orðaði svo hlutina öðruvísi og sagði ýmsa óánægða með búvörusamninginn. Þáttastjórnandi sagðist síðan ætla að setja Gísla og Svavar á ís og spurði Sigríði hvaða leið hún teldi að ætti að fara til að vinna samningana betur. Hún sagði að það væri mikilvægt að sátt ríkti um búvörusamninga og það væri mjög slæmt að svo virtist sem það þyrfti að vera eitthvað eilífðarstríð milli annars vegar þeirra sem búa í borginni og hins vegar bænda. „Af því að neytendur líta svo á að með því að við lækkum þessa ríkisstyrki þá munu þeir enda uppi með ódýrari vöru en á móti kemur að við þurfum að…“Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.vísir/Ernir„Strákar ekki aftur, í alvöru“ Svavar greip enn á ný fram í og spurði hvaðan Sigríður hafði þessa fullyrðingu. Helgi greip þá inn í og bað Svavar um að leyfa Sigríði að klára og að þau skyldu lækka tempóið í þættinum. Svavar náði þá að skjóta inn í að þetta væri andstætt og Sigríður María greip það á lofti og sagði að þetta væri kannski andstætt því sem hann upplifði á hans vinnustað en ekki andstætt því sem hún upplifði úti í samfélaginu. Málin voru síðan áfram rædd en ekkert endilega á rólegu nótunum. Helgi Seljan gerði þó heiðarlega tilraun til þess að enda þáttinn rólega: „Ég held að við ættum að enda þetta á hugleiðslu,“ sagði hann en tilraunin fór út um þúfur þegar Gísli Marteinn og Svavar fóru aftur að karpa um hvort ekki megi fullyrða eitthvað án þess að maður sé með Gallup-könnun á bak við sig. „Strákar ekki aftur, í alvöru,“ sagði Helgi þá en Gísli Marteinn bað um að fá að klára og beindi svo orðum sínum að Svavari:Sagðist mega halda því fram að það væri óánægja með búvörusamningana „Það þýðir ekki að þú geltir á mig aftur og aftur „Komdu með Gallup-könnun.“ Ég get alveg sagt að það sé óánægja með búvörusamninginn án þess að ég þurfi að leggja fram gallup könnun hér, ég má alveg segja það," og þá heyrðist í Svavari: „Já, það máttu,“ en Gísli hélt áfam: „Og sérhagsmunagæslumenn eins og hann, svona varðhundar kerfisins sem gelta á nýtt fólk sem kemur inn í pólitík „Þetta er bara ekki rétt, komdu með könnun“ þegar hún er að lýsa upplifun á einhverju, þetta er akkúrat ástæðan fyrir því að í fyrsta lagi að fólk vill ekki fara inn í pólitík, í alvöru talað, ég ætlaði að taka þetta á öðrum nótum en þá byrjarðu aftur að gelta á mig þannig að ég bara verð að taka þetta svona.“ Svavar var ekki sáttur við að vera kallaður sérhagsmunagæslumaður en komst lítið áfram til að útskýra mál sitt frekar þar sem Helgi endaði þáttinn á þessum orðum: „Tja, þetta var að minnsta kosti athyglisvert.“Hlusta má á þáttinn í heild sinni á Sarpi RÚV. "Ég skal segja þér", "ég skal útskýra fyrir þér" ... hrútskýringar par excellance í #vikulokin @SigridurM og @gislimarteinn góð samt— Fanney Birna (@fanneybj) September 17, 2016 Gömul umræðuhefð vs. Ný í beinni á Rás 1 @gislimarteinn @helgiseljan Læti vs. Rök @SigridurM stendur sig vel í eldskírn umræðunnar— Uni Man (@unistefson) September 17, 2016 Hvenær breyttist Svavar Halldórsson í einhversskonu blöndu af Gunnari Braga og Sigmundi Davíð? #vikulokin— Guðmundur K. Jónsson (@borgarskipulag) September 17, 2016 Mansplaining deluxe í #vikulokunum— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) September 17, 2016 Maður dagsins er Svavar Halldórsson hjá Bændasamtökunum. Svona sturlun í beinni er frábært radio. Alltaf lærir maður af @helgiseljan — Kjartan A Kjartanss. (@kjartansson4) September 17, 2016 Búvörusamningar Tengdar fréttir Þorsteinn Sæmundsson vill kæra Finn fyrir meiðyrði Forstjóri Haga er sakaður um megna óvild í garð bænda og hvatt er til að þeir sniðgangi verslanir Haga. 16. september 2016 10:21 Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18 Forsætisráðherra vill að forstjóri Haga biðji íslensku þjóðina afsökunar Forsætisráðherra gagnrýnir forstjóra Haga harðlega vegna ummæla hans um búvörusamninga. 16. september 2016 19:56 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Það má segja að hart hafi verið tekist á í seinni hluta Vikulokanna á Rás 1 í dag en þangað mættu þau Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður, Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda og Sigríður María Egilsdóttir laganemi og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík suður. Helgi Seljan hélt um stjórnartauma þáttarins sem var á nokkuð léttum nótum framan af en þegar umræðan fór að snúast um búvörusamningana hitnaði heldur í kolunum og þurfti þáttastjórnandi á einum tímapunkti að biðja um að tempóið í þættinum yrði lækkað. Það er engum ofsögum sagt að nýsamþykktir búvörusamningar eru umdeildir en Alþingi samþykkti samningana í vikunni með nítján atkvæðum gegn sjö þar sem meirihluti þingmanna sat hjá eða var fjarverandi atkvæðagreiðsluna. Samningarnir fela í sér milljarða niðurgreiðslur ríkisins til landbúnaðarins en á meðal þeirra sem hafa farið mikinn í gagnrýni sinni á samningana er Finnur Árnason forstjóri Haga. Bændur sem og þingmenn hafa svarað honum fullum hálsi og í Vikulokunum í morgun snerist umræðan einmitt stundum meira um umræðuna um búvörusamningana heldur en samningana sjálfa. Sigríður María Egilsdóttir skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.Spurði hvort hagsmunir neytenda og bænda gætu ekki farið saman Þannig spurði Helgi Sigríði Maríu hvað henni þætti um landbúnaðinn og hvernig umræðan um hann sneri að henni sem Helgi sagði stundum mjög svarta og hvíta og eins og það væru engin grá svæði. „Ég er alveg fullkomlega sammála þessu og það fer mjög mikið í taugarnar á mér ef ég á segja alveg eins og er. […] Nú höfum við búið við ákveðið styrkjakerfi svo áratugum skiptir og umræðan virðist alltaf snúast upp í það og talsmenn þessa kerfis virðast alltaf þurfa að snúa þessu upp í það að þetta séu bændur og að þetta séu einhvern veginn óvinir…“ Hér greip Svavar fram í fyrir Sigríði og spurði hana hvaða talsmaður hefði verið að segja það hvar og hvenær. Hún benti honum á að lesa umræður um búvörusamninginn á Facebook. Hann sagðist þá lesa Facebook. Síðan töluðu þau ofan í hvort annað en Svavar stóð fast á því að það sem Sigríður væri að segja væri ekki rétt. „Það er hérna gríðarlega vinsæl Facebook-færsla þar sem maður er að segja að við séum að vanrækja bændur…“ sagði Sigríður en Svavar greip aftur fram í og sagði þetta gallann við umræðuna en Sigríður sagði gallann við umræðuna þann að ekki væri verið að leita að kefi sem samnýti hagsmuni bænda og neytenda. „Það er búið að benda á dæmi eftir dæmi í þessum nýju búvörusamningum um hvernig þeir stuðla ekki að betri hagsæld bænda. Af hverju erum við ekki að skoða og leita að nýjum samningum sem bæði stuðla að því og hagsmunum neytenda? Eru þetta hagsmunir sem hreinlega geta ekki farið saman? Ert það það sem þú ert að segja?“ spurði Sigríður María.Gísli Marteinn Baldursson.vísir/vilhelm„Velkomin í pólitík“ Svavar sagði svo ekki vera og eftir smá karp um hver sagði hvað sagðist Svavar geta verið sammála því að umræðan um búvörusamningana væri „alveg í ruglinu“ enda væri fólk að tjá sig um þá án þess að hafa hugmynd um hvað væri í þeim. Hann fór síðan yfir ýmislegt í tengslum við samningana sjálfa en þegar Gísli Marteinn fékk orðið byrjaði hann á að bjóða Sigríði velkomna í pólitík: „Ég segi bara við Sigríði Maríu „Velkomin í pólitík.“ Svavar er að verja hérna kerfi sem ég held að sé mjög erfitt og Alþingi ákveður núna á síðustu dögum þingsins að keyra í gegn þennan samning sem greinilega er megn óánægja með í samfélaginu og greinilega er megn óánægja með á þingi þannig að það er ekki einu sinni þannig að meirihluti þingmanna treysti sér til að samþykkja þennan samning.“ Svavar spurði svo Gísla út í það hvernig hann gæti fullyrt að það væri megn óánægja með búvörusamningana og hvort hann hefði til dæmis einhverja Gallup-könnun sem sýndi það en Gísli spurði á móti hvort ekki mætti segja að megn óánægja væri með eitthvað nema menn hefðu Gallup-könnun til að byggja á. Svavar sagði að það mætti alveg segja það ef maður hefði eitthvað til að byggja á og spurði Gísli þá hvort hann væri kominn út í þetta horn í umræðunni en orðaði svo hlutina öðruvísi og sagði ýmsa óánægða með búvörusamninginn. Þáttastjórnandi sagðist síðan ætla að setja Gísla og Svavar á ís og spurði Sigríði hvaða leið hún teldi að ætti að fara til að vinna samningana betur. Hún sagði að það væri mikilvægt að sátt ríkti um búvörusamninga og það væri mjög slæmt að svo virtist sem það þyrfti að vera eitthvað eilífðarstríð milli annars vegar þeirra sem búa í borginni og hins vegar bænda. „Af því að neytendur líta svo á að með því að við lækkum þessa ríkisstyrki þá munu þeir enda uppi með ódýrari vöru en á móti kemur að við þurfum að…“Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.vísir/Ernir„Strákar ekki aftur, í alvöru“ Svavar greip enn á ný fram í og spurði hvaðan Sigríður hafði þessa fullyrðingu. Helgi greip þá inn í og bað Svavar um að leyfa Sigríði að klára og að þau skyldu lækka tempóið í þættinum. Svavar náði þá að skjóta inn í að þetta væri andstætt og Sigríður María greip það á lofti og sagði að þetta væri kannski andstætt því sem hann upplifði á hans vinnustað en ekki andstætt því sem hún upplifði úti í samfélaginu. Málin voru síðan áfram rædd en ekkert endilega á rólegu nótunum. Helgi Seljan gerði þó heiðarlega tilraun til þess að enda þáttinn rólega: „Ég held að við ættum að enda þetta á hugleiðslu,“ sagði hann en tilraunin fór út um þúfur þegar Gísli Marteinn og Svavar fóru aftur að karpa um hvort ekki megi fullyrða eitthvað án þess að maður sé með Gallup-könnun á bak við sig. „Strákar ekki aftur, í alvöru,“ sagði Helgi þá en Gísli Marteinn bað um að fá að klára og beindi svo orðum sínum að Svavari:Sagðist mega halda því fram að það væri óánægja með búvörusamningana „Það þýðir ekki að þú geltir á mig aftur og aftur „Komdu með Gallup-könnun.“ Ég get alveg sagt að það sé óánægja með búvörusamninginn án þess að ég þurfi að leggja fram gallup könnun hér, ég má alveg segja það," og þá heyrðist í Svavari: „Já, það máttu,“ en Gísli hélt áfam: „Og sérhagsmunagæslumenn eins og hann, svona varðhundar kerfisins sem gelta á nýtt fólk sem kemur inn í pólitík „Þetta er bara ekki rétt, komdu með könnun“ þegar hún er að lýsa upplifun á einhverju, þetta er akkúrat ástæðan fyrir því að í fyrsta lagi að fólk vill ekki fara inn í pólitík, í alvöru talað, ég ætlaði að taka þetta á öðrum nótum en þá byrjarðu aftur að gelta á mig þannig að ég bara verð að taka þetta svona.“ Svavar var ekki sáttur við að vera kallaður sérhagsmunagæslumaður en komst lítið áfram til að útskýra mál sitt frekar þar sem Helgi endaði þáttinn á þessum orðum: „Tja, þetta var að minnsta kosti athyglisvert.“Hlusta má á þáttinn í heild sinni á Sarpi RÚV. "Ég skal segja þér", "ég skal útskýra fyrir þér" ... hrútskýringar par excellance í #vikulokin @SigridurM og @gislimarteinn góð samt— Fanney Birna (@fanneybj) September 17, 2016 Gömul umræðuhefð vs. Ný í beinni á Rás 1 @gislimarteinn @helgiseljan Læti vs. Rök @SigridurM stendur sig vel í eldskírn umræðunnar— Uni Man (@unistefson) September 17, 2016 Hvenær breyttist Svavar Halldórsson í einhversskonu blöndu af Gunnari Braga og Sigmundi Davíð? #vikulokin— Guðmundur K. Jónsson (@borgarskipulag) September 17, 2016 Mansplaining deluxe í #vikulokunum— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) September 17, 2016 Maður dagsins er Svavar Halldórsson hjá Bændasamtökunum. Svona sturlun í beinni er frábært radio. Alltaf lærir maður af @helgiseljan — Kjartan A Kjartanss. (@kjartansson4) September 17, 2016
Búvörusamningar Tengdar fréttir Þorsteinn Sæmundsson vill kæra Finn fyrir meiðyrði Forstjóri Haga er sakaður um megna óvild í garð bænda og hvatt er til að þeir sniðgangi verslanir Haga. 16. september 2016 10:21 Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18 Forsætisráðherra vill að forstjóri Haga biðji íslensku þjóðina afsökunar Forsætisráðherra gagnrýnir forstjóra Haga harðlega vegna ummæla hans um búvörusamninga. 16. september 2016 19:56 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson vill kæra Finn fyrir meiðyrði Forstjóri Haga er sakaður um megna óvild í garð bænda og hvatt er til að þeir sniðgangi verslanir Haga. 16. september 2016 10:21
Bændur brjálaðir út í Finn Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna orða forstjóra Haga. 15. september 2016 10:18
Forsætisráðherra vill að forstjóri Haga biðji íslensku þjóðina afsökunar Forsætisráðherra gagnrýnir forstjóra Haga harðlega vegna ummæla hans um búvörusamninga. 16. september 2016 19:56