Hefur drepið þúsundir Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. september 2016 07:00 Íbúar í Manila fylgjast með þegar lík grunaðs fíkniefnaneytanda er borið burt að lokinni lögregluaðgerð. Vísir/EPA Þegar Rodrigo Duterte tók við forsetaembættinu á Filippseyjum í lok júní hafði hann lofað morðum í stórum stíl. Hann ætlaði að láta drepa fíkniefnasala og annan glæpalýð án dóms og laga. Þetta hafði hann gert óhikað í borgarstjóratíð sinni, en hann var borgarstjóri í Davao áratugum saman áður en hann varð forseti. „Gleymum mannréttindalögum,“ sagði Duterte undir lok kosningabaráttunnar. „Ef ég kemst í forsetahöllina þá mun ég gera nákvæmlega það sama og ég gerði þegar ég var borgarstjóri. Þið, eiturlyfjasalar, ræningjar og ónytjungar, þið ættuð að hypja ykkur. Því ég myndi drepa ykkur.“ Óhætt er að segja að hann hafi staðið við stóru orðin. Nú, ekki þremur mánuðum síðar, er talið að meira en þrjú þúsund manns liggi í valnum. Landsmönnum óar samt mörgum við þessari framkvæmdagleði. Dóms- og mannréttindanefnd þingsins sá að minnsta kosti ástæðu til að hefja rannsókn. Nú í vikunni var meðal annars Edgar Matobato kallaður til yfirheyrslu, en hann viðurkennir fúslega að hafa verið í vígasveit á vegum Dutertes, meðan Duterte var borgarstjóri. „Okkar starfi var að drepa glæpamenn eins og eiturlyfjasala, nauðgara og þjófa,“ sagði Matobato. Hann fullyrti að Duterte sjálfur hefði einu sinni skotið mann með vélbyssu. Sá var starfsmaður dómsmálaráðuneytisins. Óhætt er að segja að Duterte hafi staðið við loforðið.vísir/epaVill bandaríska herinn burt frá FilippseyjumDuterte forseti hefur ekki farið dult með að hann vill endilega losna við bandaríska hermenn frá Filippseyjum. Bandarískir hermenn hafa árum saman aðstoðað stjórnarher Filippseyja í baráttunni gegn uppreisnarhópum og hryðjuverkasveitum í suðurhluta landsins. Duterte segir hins vegar viðveru bandaríska hersins gera þar illt verra. Filippseyjar þurfi nú að móta sér sjálfstæða utanríkisstefnu, án bandarískra áhrifa.Hórusynir og fíflRodrigo Duterte hefur ekkert hikað við að segja það sem honum sýnist á alþjóðavettvangi. Nýverið kallaði hann Barack Obama Bandaríkjaforseta hóruson, með þeim afleiðingum að Obama hætti við að ræða sérstaklega við hann á leiðtogafundi Bandalags Suðaustur-Asíuríkja í Laos. Obama hefur síðan fengið afsökunarbeiðni frá skrifstofu Dutertes, þar sem hann segist vissulega hafa tekið sterkt til orða en sjái sérstaklega eftir því að það hafi komið út eins og persónuleg árás á Bandaríkjaforseta. Duterte hefur reyndar líka kallað Frans páfa hóruson og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, kallaði hann fífl. Og sendiherra Bandaríkjanna á Filippseyjum hefur hann kallað samkynhneigðan hóruson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira
Þegar Rodrigo Duterte tók við forsetaembættinu á Filippseyjum í lok júní hafði hann lofað morðum í stórum stíl. Hann ætlaði að láta drepa fíkniefnasala og annan glæpalýð án dóms og laga. Þetta hafði hann gert óhikað í borgarstjóratíð sinni, en hann var borgarstjóri í Davao áratugum saman áður en hann varð forseti. „Gleymum mannréttindalögum,“ sagði Duterte undir lok kosningabaráttunnar. „Ef ég kemst í forsetahöllina þá mun ég gera nákvæmlega það sama og ég gerði þegar ég var borgarstjóri. Þið, eiturlyfjasalar, ræningjar og ónytjungar, þið ættuð að hypja ykkur. Því ég myndi drepa ykkur.“ Óhætt er að segja að hann hafi staðið við stóru orðin. Nú, ekki þremur mánuðum síðar, er talið að meira en þrjú þúsund manns liggi í valnum. Landsmönnum óar samt mörgum við þessari framkvæmdagleði. Dóms- og mannréttindanefnd þingsins sá að minnsta kosti ástæðu til að hefja rannsókn. Nú í vikunni var meðal annars Edgar Matobato kallaður til yfirheyrslu, en hann viðurkennir fúslega að hafa verið í vígasveit á vegum Dutertes, meðan Duterte var borgarstjóri. „Okkar starfi var að drepa glæpamenn eins og eiturlyfjasala, nauðgara og þjófa,“ sagði Matobato. Hann fullyrti að Duterte sjálfur hefði einu sinni skotið mann með vélbyssu. Sá var starfsmaður dómsmálaráðuneytisins. Óhætt er að segja að Duterte hafi staðið við loforðið.vísir/epaVill bandaríska herinn burt frá FilippseyjumDuterte forseti hefur ekki farið dult með að hann vill endilega losna við bandaríska hermenn frá Filippseyjum. Bandarískir hermenn hafa árum saman aðstoðað stjórnarher Filippseyja í baráttunni gegn uppreisnarhópum og hryðjuverkasveitum í suðurhluta landsins. Duterte segir hins vegar viðveru bandaríska hersins gera þar illt verra. Filippseyjar þurfi nú að móta sér sjálfstæða utanríkisstefnu, án bandarískra áhrifa.Hórusynir og fíflRodrigo Duterte hefur ekkert hikað við að segja það sem honum sýnist á alþjóðavettvangi. Nýverið kallaði hann Barack Obama Bandaríkjaforseta hóruson, með þeim afleiðingum að Obama hætti við að ræða sérstaklega við hann á leiðtogafundi Bandalags Suðaustur-Asíuríkja í Laos. Obama hefur síðan fengið afsökunarbeiðni frá skrifstofu Dutertes, þar sem hann segist vissulega hafa tekið sterkt til orða en sjái sérstaklega eftir því að það hafi komið út eins og persónuleg árás á Bandaríkjaforseta. Duterte hefur reyndar líka kallað Frans páfa hóruson og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, kallaði hann fífl. Og sendiherra Bandaríkjanna á Filippseyjum hefur hann kallað samkynhneigðan hóruson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira