Vinna björgunarsveitarmenn nú að því að moka sig í gegnum snjóbrúnna þar sem talið er að maðurinn sé en vinnst það hægt sökum gríðarlegs snjómagns. Nota björgunarsveitar menn meðal annars keðjusagir til þess að komast í gegnum snjóinn.
Leitarsvæðið er tiltölulega þröngt en farnar hafa verið ferðir upp og niður ánna og er því talið að maður sé undir snjóbrúnni.
Maðurinn var á ferð með öðrum manni og féllu þeir niður um mikla snjóbrú sem nær yfir ánna. Náðir annar þeirra að komast upp af sjálfsdáðum . Mennirnir eru erlendir ferðamenn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og er enn á vettvangi og mun aðstoða björgunarsveitir og aðra viðbragðsaðila, meðal annars með því að ferja mannskap og búnað.
Einnig hafa kafarar frá Landhelgisgæslunni verið sendir á vettvang. Nokkuð erfitt fjarskiptasamband er á staðnum og töluverð snjóþyngsli auk þess sem veður hefur versnað með kvöldinu og er mikil rigning á svæðinu.