Heimir: Er svo tapsár að ég tala aldrei við leikmenn eftir leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 14:25 Heimir Hallgrímsson talar ekki við leikmenn fyrr en daginn eftir leik. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, sat með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, Grím Sæmundssyni, forstjóra Bláa Lónsins, og Ramón Calderón, fyrrverandi forseta Real Madrid, í pallborðsumræðum á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í dag. Umræðuefnið var Davíð gegn Golíat í knattspyrnunni en Árelía Eydís Guðmundsdóttir, doktor við HÍ, sem stýrði umræðunum vildi vita hvernig þessir menn taka tapi og byrjaði á Heimi. "Maður lærir að jafna sig og hugsa um næsta leik en það er ekki gaman að tapa," sagði Heimir. "Lífið snýst um þetta og maður tapar oft. Lífið býður manni samt alltaf tækifæri til að hætta við hluti eða fresta þeim. Ef þú vilt verða sigurvegari þarftu að komast í gegnum svona hluti." Heimir segist fara svo hátt upp eftir sigurleiki og vera svo svekktur þegar hann tapar að hann ræðir ekki við leikmenn fyrr en daginn eftir leik.Heimir með Calderón, Degi, Grím og Árelíu í Hörpu í dag.vísir/anton brinkLítið sem þjálfari getur gert "Vanalega er ég mjög tapsár og ég lærði það fyrir mörgum árum að tala aldrei við leikmenn eftir tapleiki. Sama gildir um sigurleiki. Þá gat ég verið í svo mikilli sigurvímu. Ég sagði kannski við leikmann að hann hefði spilað frábærlega en svo var hann ekki í liðinu í næsta leik. Þá bar hann upp á mig það sem ég sagði eftir síðasta leik," sagði Heimir. "Ég lærði þetta um sjálfan mig frekar snemma þannig ég tala aldrei við leikmenn eftir leik heldur daginn eftir." Landsliðsþjálfarinn segir að það eina sem þjálfari getur í raun gert fyrir leik er að undirbúa liðið eins vel og hann getur. "Það eina sem fær mann mögulega til að líða vel eða betur eftir tapleiki er ef þér finnst þú hafa undirbúið liðið vel. Það er svo lítið sem þjálfarar geta gert þegar leikurinn er farinn af stað. Sérstaklega ef spilað er á stórum völlum þar sem heyrist ekki einu sinni í manni ef maður er að reyna að gera einhverjar breytingar," sagði Heimir. "Ef maður undirbýr sig og liðið vel og maður veit það þá líður manni betur þrátt fyrir að liðið tapi. Ef maður veit að liðið var ekki nógu vel undirbúið þá líður manni illa," sagði Heimir Hallgrímsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Hugarfar Evrópumeistara Dags byggt á „Bad Boys“-liði Detroit Pistons Dagur Sigurðsson sýndi leikmönnum þýska landsliðsins heimildamyndina um eitt harðasta liðið í sögu NBA-deildarinnar. 11. maí 2016 13:30 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, sat með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, Grím Sæmundssyni, forstjóra Bláa Lónsins, og Ramón Calderón, fyrrverandi forseta Real Madrid, í pallborðsumræðum á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í dag. Umræðuefnið var Davíð gegn Golíat í knattspyrnunni en Árelía Eydís Guðmundsdóttir, doktor við HÍ, sem stýrði umræðunum vildi vita hvernig þessir menn taka tapi og byrjaði á Heimi. "Maður lærir að jafna sig og hugsa um næsta leik en það er ekki gaman að tapa," sagði Heimir. "Lífið snýst um þetta og maður tapar oft. Lífið býður manni samt alltaf tækifæri til að hætta við hluti eða fresta þeim. Ef þú vilt verða sigurvegari þarftu að komast í gegnum svona hluti." Heimir segist fara svo hátt upp eftir sigurleiki og vera svo svekktur þegar hann tapar að hann ræðir ekki við leikmenn fyrr en daginn eftir leik.Heimir með Calderón, Degi, Grím og Árelíu í Hörpu í dag.vísir/anton brinkLítið sem þjálfari getur gert "Vanalega er ég mjög tapsár og ég lærði það fyrir mörgum árum að tala aldrei við leikmenn eftir tapleiki. Sama gildir um sigurleiki. Þá gat ég verið í svo mikilli sigurvímu. Ég sagði kannski við leikmann að hann hefði spilað frábærlega en svo var hann ekki í liðinu í næsta leik. Þá bar hann upp á mig það sem ég sagði eftir síðasta leik," sagði Heimir. "Ég lærði þetta um sjálfan mig frekar snemma þannig ég tala aldrei við leikmenn eftir leik heldur daginn eftir." Landsliðsþjálfarinn segir að það eina sem þjálfari getur í raun gert fyrir leik er að undirbúa liðið eins vel og hann getur. "Það eina sem fær mann mögulega til að líða vel eða betur eftir tapleiki er ef þér finnst þú hafa undirbúið liðið vel. Það er svo lítið sem þjálfarar geta gert þegar leikurinn er farinn af stað. Sérstaklega ef spilað er á stórum völlum þar sem heyrist ekki einu sinni í manni ef maður er að reyna að gera einhverjar breytingar," sagði Heimir. "Ef maður undirbýr sig og liðið vel og maður veit það þá líður manni betur þrátt fyrir að liðið tapi. Ef maður veit að liðið var ekki nógu vel undirbúið þá líður manni illa," sagði Heimir Hallgrímsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Hugarfar Evrópumeistara Dags byggt á „Bad Boys“-liði Detroit Pistons Dagur Sigurðsson sýndi leikmönnum þýska landsliðsins heimildamyndina um eitt harðasta liðið í sögu NBA-deildarinnar. 11. maí 2016 13:30 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Hugarfar Evrópumeistara Dags byggt á „Bad Boys“-liði Detroit Pistons Dagur Sigurðsson sýndi leikmönnum þýska landsliðsins heimildamyndina um eitt harðasta liðið í sögu NBA-deildarinnar. 11. maí 2016 13:30
Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45
Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45