Dreifa hefndarklámi og hafa í hótunum við Emmu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. október 2016 20:00 Emma Holten er 25 ára dönsk baráttukona gegn hefndarklámi . Hún er stödd hér á landi til þess að tala um mikilvægi þess að útrýma ofbeldi gegn konum á netinu. Hún var nítján ára gömul þegar einhver hakkaði sig inn á tölvupóstinn hennar og Facebooksíðu og setti myndir af henni á þekkta síðu fyrir hefndarklám. Sársaukafull reynsla „Þetta var mjög sársaukafull reynsla og mér fannst ég mjög vanmáttug,“ segir Emma. Hún segir það ósköp venjulega menn sem áreiti hana og kúgi vegna myndanna. Jafnvel fjölskyldufeður. „Mér fannst þetta mikið ofbeldi og það var mikið áfall fyrir mig að upplifa að þetta voru frekar venjulegir menn sem stunduðu þetta á sínum venjulegu Facebook-síðum, að senda þessi skilaboð, þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að gera þetta undir nafnleynd. Sumir þeirra fjölskyldufeður.“Sneri vörn í sókn Emma ákvað að snúa vörn í sókn og kom á fót verkefninu Consent. Hún lét þekktan ljósmyndara taka af sér nektarmyndir sem hún birti á eigin forsendum. Verkefnið kom af stað byltingu gegn hefndarklámi. „Ég skammaðist mín ekki fyrir það sem hafði komið fyrir mig og mér fannst ekki að ég ætti að gera það og mér fannst þetta sannarlega ekki mér að kenna.“Fékk grófa hótun í gær Sex árum síðar verður hún enn fyrir áreiti vegna myndanna. Hún segir okkur frá grófri hótun sem hún fékk í gær. „Svona hljóðaði hún: Þú ert svo djöfull ógeðsleg. Ég var að sjá að þetta hefði verið sett upp. Viltu senda mér nýjar nektarmyndir, annars hef ég samband við skólann þar sem þú kennir. Ég sé að þú átt 11 þúsund vini á Facebook. Ég er viss um að þeir vildu gjarnan sjá þetta.“ Emma er í ítarlegra viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Áhugasamir geta sótt fyrirlestur hennar sem er haldinn í Brugghúsinu klukkan þrjú á morgun. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Sjá meira
Emma Holten er 25 ára dönsk baráttukona gegn hefndarklámi . Hún er stödd hér á landi til þess að tala um mikilvægi þess að útrýma ofbeldi gegn konum á netinu. Hún var nítján ára gömul þegar einhver hakkaði sig inn á tölvupóstinn hennar og Facebooksíðu og setti myndir af henni á þekkta síðu fyrir hefndarklám. Sársaukafull reynsla „Þetta var mjög sársaukafull reynsla og mér fannst ég mjög vanmáttug,“ segir Emma. Hún segir það ósköp venjulega menn sem áreiti hana og kúgi vegna myndanna. Jafnvel fjölskyldufeður. „Mér fannst þetta mikið ofbeldi og það var mikið áfall fyrir mig að upplifa að þetta voru frekar venjulegir menn sem stunduðu þetta á sínum venjulegu Facebook-síðum, að senda þessi skilaboð, þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að gera þetta undir nafnleynd. Sumir þeirra fjölskyldufeður.“Sneri vörn í sókn Emma ákvað að snúa vörn í sókn og kom á fót verkefninu Consent. Hún lét þekktan ljósmyndara taka af sér nektarmyndir sem hún birti á eigin forsendum. Verkefnið kom af stað byltingu gegn hefndarklámi. „Ég skammaðist mín ekki fyrir það sem hafði komið fyrir mig og mér fannst ekki að ég ætti að gera það og mér fannst þetta sannarlega ekki mér að kenna.“Fékk grófa hótun í gær Sex árum síðar verður hún enn fyrir áreiti vegna myndanna. Hún segir okkur frá grófri hótun sem hún fékk í gær. „Svona hljóðaði hún: Þú ert svo djöfull ógeðsleg. Ég var að sjá að þetta hefði verið sett upp. Viltu senda mér nýjar nektarmyndir, annars hef ég samband við skólann þar sem þú kennir. Ég sé að þú átt 11 þúsund vini á Facebook. Ég er viss um að þeir vildu gjarnan sjá þetta.“ Emma er í ítarlegra viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Áhugasamir geta sótt fyrirlestur hennar sem er haldinn í Brugghúsinu klukkan þrjú á morgun.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Sjá meira