Innlent

Gnúpur aftur á leið á miðin

Samúel Karl Ólason skrifar
Frystiskipið Gnúpur lenti í vandræðum skammt frá Dyrhólaey í morgun þegar bilun kom upp í skiptivél fyrir skrúfu skipsins. Skipið rak í átt að landi og þurfti áhöfn þess að varpa út akkeri. Aðstæður voru hinar bestu á svæðinu og skapaðist engin hætta.

27 manns eru í áhöfn Gnúps.

Björgunarsveitir á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum voru þó kallaðar út, sem og þyrla Landhelgisgæslunnar og dráttarskip frá Eyjum. Þá kom togarinn Bergey frá Vestmannaeyjum einnig á vettvang til að draga Gnúp.

Bilunin var þó löguð áður en skipið var dregið af stað. Þegar Vísir náði tali af skipstjóra Gnúps stóð til að setja stefnuna aftur á miðin.



Björgunarsveitir voru með viðbúnað í fjörunni.Vísir/Lillý
Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið á vettvang.Vísir/Lillý
Til stóð að Bergey frá Vestmannaeyjum myndi draga Gnúp.Vísir/Lillý



Fleiri fréttir

Sjá meira


×